Tækni

Nýr teningsskýjakljúfur verður 400 metra hár

Miðrými byggingarinnar verður nógu stórt til að rúma 20 Empire State-skýjakljúfa

BIRT: 09/12/2023

Það er fremur að verða regla en undantekning að krónprinsinn í Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, kynni áætlanir um stórfengleg framtíðarmannvirki.

 

Nýjasta verkefnið slær þó öll met varðandi stórhug, stærð og kostnað.

 

New Murabba verður – ef áætlunin gengur eftir – stærsti, nútímalegi byggingarkjarni sögunnar og á að standa fullbúinn árið 2030.

 

Mannvirkið á að teygja sig yfir 19 ferkílómetra svæði norðvestur af höfuðborginni Riyadh að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá PIF, opinberum fjárfestingasjóði Sádi-Arabíu.

 

Teningislaga skýjakljúfur á að verða kóróna mannvirkisins. Sú bygging hefur hlotið heitið Mukaab eða „Teningurinn“.

 

Þessi meginbygging verður 400 metrar á hvern veg og þar með nægilega stór til að rúma 20 Empire State-turna.

 

Í miðju teningsins á að rísa spírallaga turn og í þessu framúrstefnumannvirki á að verða ýmislegt sem laðar að ferðamenn en líka hótel, íbúðir, verslanir og fjölmargt fleira.

 

Jafnframt er ætlunin að bjóða íbúum og ferðamönnum upp á heilmyndir eða „holography“ og aðra sjónræna afþreyingu, að því er fram kemur.

 

New Muraba-verkefnið á að rúma hundruð þúsunda íbúa en það er þó einungis ein af margvíslegum stórframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í Sádi-Arabíu. Að samanlögðu er þeim ætlað að styrkja efnahag landsins og gera þetta eyðimerkurríki minna háð olíuvinnslu.

LESTU EINNIG

Gert er ráð fyrir að árið 2030 muni þetta byggingarverkefni skapa 334.000 bein og afleidd störf.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Public Investment Fund.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.