Tækni

Skýjakljúfar með mylluvængjum

Þrjár stórar vindmyllur eiga framleiða rafmagn fyrir 240 m háhýsi sem kallast “Bahrain World Trade Center”. Vindmyllunum verður komið fyrir á brúm milla skýjakljúfanna tveggja. Slík staðsetning hefur aldrei verið reynd áður, en takist vel til getum við átt von á mörgum fleiri vængjuðum skýjakljúfum. Old ID:

BIRT: 04/11/2014

Mestan hluta ársins ríkir steikjandi hiti í litla olíuríkinu Bahrain við Persaflóa. Það vill íbúunum þó til happs að vindur er líka talsverður.

 

Blásturinn auðveldar fólki að þola hitann og innan tíðar á vindurinn líka að gera gagn í hinu nýja kennitákni olíuríkisins “Bahrain World Trade Center”.

 

Þessir tvíburaturnar verða fyrstu skýjakljúfar í víðri veröld sem byggðir verða vængjaðir. Þrjár stórar vindmyllur verða nefnilega hluti byggingarinnar.

 

Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið ættu vindmyllurnar að fullnægja um sjöunda hluta af orkuþörf þessara bygginga.

Yfirleitt snúast vindmyllur eftir vindi og með því móti er tryggt að orkuframleiðslan sé alltaf í hámarki miðað við vindstyrkinn. Í þessu tilviki liggur í hlutarins eðli að þetta er ekki mögulegt þar eð vindmyllurnar eru hluti byggingarinnar sjálfar.

 

Orkuframleiðslan verður því nokkru minni en hún gæti orðið ef vindmyllurnar stæðu stakar. Mismunurinn verður þó minni en ætla mætti vegna þess að byggingarnar sjálfar snúa vindstefnunni talsvert og vindurinn mun því langoftast blása beint á spaðana.

 

Skýjakljúfarnir eru að lögun ekki ósvipaðir stórum seglum og beina vindi af auknum styrk á milli sín. Að auki gerir lögunin það að verkum að hlémegin myndast nokkur undirþrýstingur sem mun enn auka á vindstyrkinn milli húsanna og um leið auka rafmagnsframleiðsluna.

 

Útreikningar sýna að form háhýsanna geti aukið vindstyrkinn um 30%.

 

Það hefur þó ekki reynst alls kostar auðvelt að taka vindmyllurnar með. Eitt af erfiðustu vandamálnum felst í þeim titringi sem myndast af snúningi þessara löngu spaða. Hvorki titringur né hávaði frá vindmyllunum má ná inn í byggingarnar og þess vegna hefur verið lögð mikil vinna í tengingar húsanna og þeirra þriggja brúa sem eiga að bera vindmyllurnar.

 

Aðeins 3% aukakostnaður

 

Sveifluhættan hefur líka valdið verkfræðingunum höfuðverk. Það hefur kostað þrotlausa útreikninga og módeltilraunir að gera brýrnar þannig úr garði að þær taki ekki að sveiflast í takt við snúning spaðanna en slíkt myndi skapa hættu á að þær gæfu sig.

 

Það auðveldaði heldur ekki þessa vinnu að brýrnar þurfa jafnframt að vera afar sveigjanlegar, þar eð skýjakljúfarnir geta svignað um allt að hálfum metra þegar hvasst er. Slíkar sveigjur þurfa brýrnar að sjálfsögðu að standast.

 

Sú hugmynd að sambyggja skýjakljúfa og vindmyllur virðist í sjálfu sér alveg gráupplögð og hún hefur vissulega verið viðruð fyrr í sambandi við byggingu annarra háhýsa.

 

Menn hafa þó alltaf gefist upp vegna þess að tæknilega hefur verkefnið reynst of krefjandi og um leið of dýrt. Sérstakar styrkingar geta hækkað byggingarkostnaðinn um allt að 30% og þar með er framkvæmdin ekki lengur hagkvæm.

 

En í Bahrain hefur mönnum tekist að koma vindmyllunum fyrir svo vandlega innan fjárhagsrammans að kostnaðaraukningin verður innan við 3%.

 

Þetta reyndist unnt með því að nota staðaltúrbínur og að öðru leyti einnig vel reyndar einingar, sem hér eru einungis settar saman á nýjan hátt.

 

Vinna við þetta mikla mannvirki hófst í júní 2004. Til að skapa skýjakljúfunum tveimur traustar undirstöður þurfti að reka 224 stólpa niður í berggrunninn undir hvorri byggingu fyrir sig. Sumir stólparnir voru reknir niður á 31 metra dýpi áður en hægt var að hefjast handa fyrir alvöru. 2.400 starfsmenn unnu við bygginguna þegar mest var og að meðaltali tók það þá sex daga að byggja hverja hæð.

 

Háhýsin tvö eru byggð úr sérstyrktri steinsteypu og rétt eins og gildir um öll önnur háhýsi er hér þörf fyrir margar lyftur. Alls gegna 26 lyftur því hlutverki að flytja fólk upp og niður en fjórar þeirra verða sérstakar útsýnislyftur sem fara upp á 42 hæð og eru örskammt frá vindmyllunum á leiðinni.

 

Aðdráttarafl fyrir tæknimenn

 

Byggingarnar sjálfar voru komnar í fulla hæð í upphafi þessa árs og í apríl bættust brýrnar þrjár við. Vindmyllurnar eiga svo að taka til starfa í haust.

 

Aðalverktakinn við þetta tímamótamannvirki er Atkins-fyrirtækið sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum í heiminum á sviði verkfræðiráðgjafar og aðalarkitektinn heitir Shaun Killa.

 

Og hann notar ekki aðeins vindmyllurnar til að beina sviðsljósinu að orkunýtingunni. Nýjar og afkastamiklar en sparneytnar dælur verða notaðar til að dæla því kalda vatni sem notað verður til að kæla byggingarnar – nokkuð sem er alger nauðsyn þar sem hitinn fer upp í 33 – 38 gráður í sex mánuði á ári. Til að spara enn í kælingunni eru gluggarúðurnar gerðar úr sérstöku gleri sem dregur úr hitun af völdum sólskinsins.

 

Að öllu samanlögðu má fastlega gera ráð fyrir þetta mannvirki muni hafa mikið aðdráttarafl fyrir hvers kyns tæknimenn og verkfræðinga – sem einkum munu fylgjast af mikilli athygli með vindmyllunum.

 

Standi þær sig eins og ráð er fyrir gert er meira en líklegt að margir af skýjaklúfum framtíðarinnar verði vængjaðir.

 

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

Lifandi Saga

Loðvík 14 og Versalir:  Í glæsihöllinni ríkti fnykur

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

Lifandi Saga

Loðvík 14 og Versalir:  Í glæsihöllinni ríkti fnykur

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

3

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

4

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

5

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

6

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

3

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

4

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

5

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

Alheimurinn

Togsegl fjarlægir geimrusl

Lifandi Saga

Hver var starfi geisjunnar?

Náttúran

Eru hýenur skyldar köttum?

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Alheimurinn

Stjarna sem blikkar gegnum ský

Náttúran

Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Maðurinn

Hvers vegna er líkamshitinn nákvæmlega 37 gráður?

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Vísindamenn vita nú meira um sérstaka hæfni hvalsins til að gera við skemmt erfðaefni.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is