Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Vísindamenn hafa uppgötvað að tveir óskyldir þjóðflokkar bjuggu í Evrópu á ísöld. Aðeins annar lifði af.

BIRT: 31/01/2024

Kannski ekki alveg ólíkt ellilífeyrisþegum nútímans sem gjarnan leita í sólskinið suður á Spáni, fluttu evrópskir veiðimenn og safnarar sig suður á við á mesta kuldaskeiði ísaldar fyrir um 20.000 árum.

 

Þetta sýna nú tvær nákvæmar genarannsóknir sem birtust í vísindatímaritum, önnur í Nature en hin í Nature Ecology & Evolution.

 

Rannsóknirnar sýna þó líka að það voru ekki allir sem komust í gegnum þetta mikla kuldaskeið.

 

Áður en síðasta ísöld náði hámarki, bjó í Evrópu fólk sem hefur verið kennt við Gravettien-menningu og fræðimenn hafa hingað til álitið að verið hafi af samaþjóðflokki.

 

Ástæðan er ekki síst sú, að alls staðar í álfunni virðast sömu siðir og listahefðir hafa verið ríkjandi. Hellamálverkin eru t.d. afar svipuð og sama gildir um vopn.

 

Eftir að hafa rannsakað erfðamengi 356 forsögulegra veiðimanna og safnara frá 14 Evrópulöndum, geta vísindamennirnir nú afhjúpað þá staðreynd að þessi evrópska menning skiptist í tvo óskylda þjóðflokka.

 

Annar þjóðflokkurinn kallast Vestonice-fólk sem hafði aðsetur í Mið-Evrópu en hinn, hið svonefnda Fournol-fólk, hélt sig í Vestur- og Suðvestur-Evrópu.

 

Öllum erfðafræðilegum ummerkjum eytt

Þegar erfiðasta kuldaskeiðið rann upp, hörfaði Fournol-fólkið suður á Íberíuskaga þar sem veðurfar var tiltölulega hlýtt.

 

Að sögn vísindamannanna var þetta skynsamleg ráðstöfun. Vísindamennirnir gátu nefnilega greint Fournol-gen í Evrópubúum 20.000 árum síðar og það bendir til að þessi þjóðflokkur hafi lifað af.

 

Öll gen Vestonice-fólksins virðast hins vegar hafa dáið út um þetta leyti.

Karl- og kvenhauskúpa grafin í vesturhluta Þýskalands fyrir u.þ.b.14.000 árum. Hauskúpurnar eru elstu dæmin um fólksflutninga af völdum hlýnunar loftslags eftir ísöld.

Áður álitu vísindamenn að Ítalía kynni að hafa orðið griðastaður Mið-Evrópubúanna á kuldaskeiðinu en nýjustu rannsóknir á genum Ítala bendi ekki til þess að Vestonice-fólkið hafi náð að koma sér þar í skjól.

 

Þess í stað fundust ummerki um að þriðji þjóðflokkurinn hafi sest að á Ítalíu í lok kuldaskeiðsins og komið í stað Vestonice-fólksins sem menn telja nú að hafi ekki lifað af.

 

Vísindamennirnir segja líklegast að þessi nýi þjóðflokkur hafi komið frá Balkanskaga og breiðst út suður eftir Ítalíu og alla leið til Sikileyjar. Þessi uppgötvun breytir forsögu íbúa Evrópu talsvert.

 

Nú benda þessar nýjustu rannsóknir til þess að nýi þjóðflokkurinn hafi átt rætur allt annars staðar og ekki komið til Ítalíu fyrr en fyrri íbúar höfðu dáið út.

LESTU EINNIG

Það hefur sem sé verið ríkjandi kenning að Vestonice-fólkið hafi blandað genum við þjóðir sem komu síðar til Ítalíu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Tom Bjoerklund. © Jürgen Vogel, LVR-LandesMuseum Bonn.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is