Lifandi Saga

Hvíta-Rússland síðasta einræðisríki Evrópu

Íbúar Hvíta-Rússlands, öðru nafni Belarús, hafa alla tíð barist fyrir sjálfstæði sínu. Þegar það loks var fengið bar hinn hrottafengni Lúkasjenko sigur úr býtum í forsetakosningunum fimm sinnum í röð og hlaut rösklega 80% atkvæða. Hvernig má þetta eiginlega vera? Og af hverju eru Rússland og Hvíta-Rússlands svona góðir vinir um þessar mundir?

BIRT: 06/07/2023

Fall Sovétríkjanna

Hinn 8. desember árið 1991 funduðu Bóris Jeltsín, forseti Rússlands, Leoníd Kravtjúk, Úkraínuforseti og hinn óopinberi þjóðhöfðingi Hvíta-Rússlands, Stanislav Shushkevich, í hvítrússneskum sumarbústað í eigu ríkisins í grennd við Viskuli í Bialowieska-skógi í Hvíta-Rússlandi.

 

Örfáum mánuðum áður höfðu Eystrasaltslöndin sem áður lutu yfirráðum Sovétríkjanna, Eistland, Lettland og Litháen, lýst yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.

 

Frá því að Berlínarmúrinn féll árið 1989 hafði verið ljóst í hvað stefndi: Kommúnistastórveldið var í þann veg að molna niður.

 

Nú var rétti tíminn til að greiða Sovétríkjunum náðarhöggið og það kom í hlut Jeltsíns, Kravtjúks og Shushkevichs að veita náðarstunguna.

Leiðtogar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu undirrituðu Minsk-samkomulagið árið 1991.

Þessir þrír leiðtogar ríkjanna þriggja sem höfðu verið bundin af sambandslögunum frá árinu 1922, undirrituðu það sem kallað hefur verið Minsk-samkomulagið.

 

Samkomulagið leiddi til stofnunar „Samtaka sjálfstæðra ríkja“ (SNG) og Sovétríkin voru í raun leyst upp í eitt skipti fyrir öll.

 

Sagt er að þjóðarleiðtogarnir þrír hafi fagnað samkomulaginu með vodka-sjússum og byssuskotum úti í skógi í Hvíta-Rússlandi. Nú hafði Hvíta-Rússland öðlast frelsi og réð sér sjálft.

Hvíta-Rússland kúgað öldum saman

Mir-kastalinn í Hvíta-Rússlandi er frá miðöldum. Kastalinn tók á sig núverandi útlit á endurreisnartímanum á seinni hluta 16. aldar. Kastalinn er á heimsminjaskrá UNESCO.

Það landsvæði sem í dag kallast Hvíta-Rússland hafði verið byggt Slövum frá Eystrasaltslöndunum frá því um 4-500 e.Kr.

 

Á 9. öld var svæðið innlimað í Garðaríki sem var stærsta ríki Evrópu á þeim tíma og fól, auk Hvíta-Rússlands, einnig í sér Úkraínu og norðvesturhluta þess sem nú heitir Rússland.

 

Innrásir Mongóla réðu því að ríkið leið undir lok á 13. öld og eftir það varð Hvíta-Rússland hluti af hertogadæminu í Litháen sem síðar náði einnig yfir það landsvæði sem nú er Pólland.

 

Þegar Hvítrússar losnuðu úr viðjum Garðaríkis varð til hin sjálfstæða hvítrússneska tunga sem heyrir til slavneskra tungumála.

 

Pólsk-litháíska ríkjasambandið átti í stöðugum erjum við nágranna sína öldum saman og undir lok 18. aldar skiptist landið í evrópsku stórveldin Prússland, Austurríki og Rússland.

Gleypt af Sovétríkjunum

Stytta af Lenín fyrir framan stjórnarráðsbygginguna í Minsk. Staða styttunnar segir skýrt að Hvíta-Rússland hefur ekki gert upp fortíð landsins á tímum Sovétríkjanna.

Hvíta-Rússland komst undir stjórn rússneska keisaradæmisins en Hvítrússar lýstu yfir sjálfstæði um skamma hríð í kjölfarið á rússnesku októberbyltingunni árið 1917.

 

Aðeins tveimur árum síðar varð landið hluti af Sovétríkjunum en þrátt fyrir innlimun í kommúnistastórveldið fengu hvítrússnesk tunga og menning áfram að blómstra innan ramma Sovétríkjanna.

 

Blómaskeið hvítrússneskrar menningar stóð þó ekki lengi yfir.

Fjöldamorð nasista á hvítrússneskum gyðingum

Marc Chagall: "Ég og þorpið". Marc Chagall (1887-1985) var bæði gyðingur og hvítrússi. Málverkið er frá 1911 og var unnið árið eftir að Chagall flutti til Parísar.

Á 4. áratug 20. aldar fór Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, að brjóta á bak aftur hvítrússneska þjóðerniskennd. Ástandið versnaði svo til muna þegar sveitir Hitlers réðust inn í Hvíta-Rússland í annarri heimsstyrjöld.

 

Nasistarnir létu taka Hvítrússa af lífi eða sendu þá í útlegð. Talið er að nánast allt gyðingasamfélag landsins hafi látið lífið í stríðinu.

Frá rússavæðingu yfir í hvítrússnenskt einræði

Forseti Hvíta-Rússlands, Aleksandr Lukashenko í heimsókn til Serbíu árið 2019.

Að stríðinu loknu voru landamærin milli Póllands og Sovétríkjanna færð lengra í vesturátt sem gerði það að verkum að enn fleiri Hvítrússar bjuggu í Sovétríkjunum.

 

Næstu áratugina hélt Rússavæðingin áfram í Hvíta-Rússlandi og á árunum upp úr 1970 var bannað að kenna á hvítrússnesku í Sovétlýðveldinu.

 

Í kjölfarið á hruni Sovétríkjanna eygðu u.þ.b. níu milljónir íbúa Hvíta-Rússlands örlitla von um lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar í fyrsta sinn í margar aldir. Draumurinn um lýðræði átti þó fljótt eftir að breytast í þá einræðismartröð sem Hvítrússar hafa orðið að lifa við síðan.

 

Árið 1994 var Alexander Lúkasjenko kjörinn forseti Hvíta-Rússlands. Lúkasjenko bauð sig fram gegn kommúnistaflokknum og Stanislav Shushkevich sem hann sakaði um spillingu.

 

Lúkasjenko bar sigur úr býtum en hann hlaut um 80% atkvæða Hvítrússanna.

Lúkasjenko og mannréttindin

Þingmenn Hvíta-Rússlands í hungurverkfalli 11. apríl 1995. 19 þingmenn mótmæltu fjölda tillagna um breytingar á stjórnarskrá landsins, sem Lúkasjenko, án þess að þingið hefði staðfest þau, hafði sent til atkvæðagreiðslu.

Á 9. áratugnum, áður en Alexander Lúkasjenko komst til valda, starfaði hann sem yfirmaður á samyrkjubúinu Gorodetz í norðurhluta Hvíta-Rússlands.

 

Hann fékk þar orð á sig fyrir hrottaskap og var sagður berja þá starfsmenn sína sem ekki fylgdu skipunum hans út í ystu æsar. Þessi hrottafengna framkoma hefur einkennt Lúkasjenko í þá undanfarna tæpa þrjá áratugi sem hann hefur setið óhagganlegur á valdastóli.

 

Hvíta-Rússland er eina Evrópuríkið sem enn beitir dauðarefsingu. Borgarréttindahópurinn Viasna telur að um 400 manns hafi verið líflátnir með byssuskoti í hvítrússneskum fangelsum frá árinu 1991.

 

Alþjóðasamtök á borð við Amnesty International ásaka jafnframt harðstjórnina í Hvíta-Rússlandi um mýmörg mannréttindabrot.

 

Meðal þess nægir að nefna lögregluofbeldi, ofbeldi í garð minnihlutahópa, skort á tjáningarfrelsi og kúgun stéttarfélaga.

Síðasta einræði Evrópu

Hvíta-Rússland er á landamærumi Evrópu og Rússlands.

Það var ekki að ástæðulausu sem George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, kallaði Hvíta-Rússland „síðasta einræðisríki Evrópu“ árið 2005.

 

Landið sem er umlukið Lettlandi, Litháen, Póllandi, Úkraínu og Rússlandi er einangrað á alþjóðavettvangi og á ekki aðild að Evrópuráðinu.

 

Þrátt fyrir mýmörg mótmæli gegn Alexander Lúkasjenko, síðast árið 2020, hefur enn ekki tekist að steypa valdamiklum einræðisherranum af stóli.

Andi Pútíns og KGB vofir yfir Hvíta-Rússlandi

Aleksandr Lúkasjenko og Vladimir Putin í febrúar árið 2021.

Þó svo að besta lýsingin á tengslum Evrópu og Hvíta-Rússlands sé sú að ískuldi ríki þar á meðal, gegnir öðru máli um þetta fyrrum Sovétlýðveldi og móðurlandið Rússland, þar sem sagðar eru ríkja hlýjar tilfinningar.

 

Vladímír Pútín og Alexander Lúkasjenko hafa myndað styrk stjórnmálaleg, hernaðarleg og fjárhagsleg bönd frá aldamótum.

 

Hvíta-Rússland selur um helming allra útflutningsvara sinna til Rússa og fær í staðinn ódýrt gas og ódýra olíu. Án þessara verslunarsamninga myndi Hvíta-Rússland ekki geta spjarað sig efnahagslega.

 

Engin launung er að Vladímír Pútín álítur Hvíta-Rússland vera hluta af Rússlandi og arfleifðin frá gömlu Sovétríkjunum lifir góðu lífi í Hvíta-Rússlandi.

 

Um 70% allra fyrirtækja í Hvíta-Rússlandi eru í ríkiseigu, styttur af Lenín skreyta öll torg og í skugga alls þessa starfa leifarnar af hinni alræmdu sovésku leyniþjónustu, KGB.

Mótmæli eftir kosningarnar 2020

Mótmæli í Minsk eftir forsetakosningarnar 2020.

Eftir mjög svo umdeildar kosningar árið 2020 sem leiddu til sigurs Alexanders Lúkasjenko og höfðu í för með sér víðtæk mótmæli, sendi Pútín hermenn sína inn í Hvíta-Rússland í því skyni að bjarga bandamönnum sínum frá því að vera hraktir frá völdum.

 

Þegar svo stríðið braust út í Úkraínu leyfði Lúkasjenko rússneska hernum að fara í gegnum Hvíta-Rússland til að ráðast inn í Úkraínu.

 

Eftir kosningasigurinn árið 2020 staðfesti Lúkasjenko enn og aftur stöðu sína sem síðasti einræðisherrann í Evrópu.

 

Og þrátt fyrir að andstæðingar á sviði stjórnmála hafi kallað kosningasigurinn gróft kosningasvindl og þúsundir borgara hafi mótmælt forsetanum er ekkert sem bendir til þess að Lúkasjenko hyggist láta þjóðinni eftir völdin.

Alexander Lúkasjenko var ljósmyndaður með hundinn sinn á meistaramóti í viðarhöggi í Hvíta-Rússlandi.

80% maðurinn

Lúkasjenko hefur borið sigur úr býtum í öllum kosningum sem hann hefur tekið þátt í síðan hann komst til valda í Hvíta-Rússlandi. Hér má sjá niðurstöður undangenginna fimm forsetakosninga. Tölurnar tala sínu máli.

2020

Lúkasjenko sigraði með 81,04% atkvæða.

2015

Lúkasjenko sigraði með 84,14% atkvæða.

2010

Lúkasjenko sigraði með 80,44% atkvæða.

2006

Lúkasjenko sigraði með 84,44% atkvæða.

2001

Lúkasjenko sigraði með 77,39% atkvæða.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Creative Commons. © Shutterstock. © Wikimedia Commons. © Alamy/Shutterstock.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.