Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Hvers vegna eru skýstrókar svo algengir í Norður-Ameríku? Og getum við átt von á þeim í Norður-Evrópu?

BIRT: 21/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Skýstrókar myndast árlega í Mið- og Norður-Evrópu frá maí og fram í ágúst.

 

Algengastir eru þeir í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi en þeir hafa sést allt norður í norðurhluta Svíþjóðar og Finnlands.

Síðast herjaði kröftugur skýstrókur á Tékkland í júní 2021. Þá fórust þrír og meira en 300 slösuðust.

 

Þessi skýstrókur var metinn F4 á Fujitakvarða sem nær frá F0 upp í F5.

 

Sléttan skapar fullkomnar aðstæður

Í Bandaríkjunum eru F5-skýstrókar algengir. Miðhluti Bandaríkjanna, slétturnar miklu, eru nefnilega það svæði á hnettinum þar sem myndun skýstróka er auðveldust.

 

Skýstrókar myndast helst undir miklum skúraskýjum sem verða til þar sem rakaþrungið heitt loft mætir köldu og þurru lofti.

 

Í Norður-Ameríku sogast heimskautaloft suður yfir Kanada og yfir Bandaríkjunum mætir það hitabeltislofti sunnan af Mexíkóflóa.

484 km hraði. Svo mikill mældist vindhraðinn í F5-skýstrók nálægt Oklahoma City í BNA, 3. maí 1999.

Slíkir árekstrar loftmassa eru sjaldgæfir í Evrópu vegna þess að fjallgarðar, einkum Alpafjöll liggja frá vestri til austurs og standa í vegi fyrir framrás loftmassans.

 

Í Norður-Ameríku snúa fjallgarðar í norður og suður þannig að loftið streymir hindrunarlaust bæði norður og suður.

 

Asía á dauðametið

Á síðari tímum eru það skýstrókarnir 2011 sem harðast hafa leikið Bandaríkin. Það ár geisuðu 293 skýstrókar 26. – 28. apríl og urðu 324 að bana.

 

Dánartölur í Bandaríkjunum eru þó ekki sambærilegar við þær hörmungar sem mun vægari skýstrókar valda í Suðaustur-Asíu.

 

Þannig kostaði F3-skýstrókur 1.300 manns lífið í Bangladess 26. apríl 1989 þegar þorpin Saturia og Mankganji þurrkuðust út.

Í júní 2021 gekk harkalegur skýstrókur um Tékkland. Strókurinn náði næsthæsta styrk, F4, á Fujitakvarðanum.

BIRT: 21/08/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is