Jörðin

Vísindamaður: Við getum slökkt á hnattrænni hlýnun á nokkrum árum

Takist að stöðva losun koltvísýrings, þá getur hnötturinn sjálfur sogað í sig gróðurhúsalofttegundir - og þar með stöðvað hnattræna hlýnun. Þetta segir Michael Mann við Penn State University, einn fremsti loftslagsfræðingur heims.

BIRT: 06/06/2023

Margir sérfræðingar óttast að núna sé búið að missa tökin á hnattrænni hlýnun og að það muni taka marga áratugi að hamla aftur af henni, jafnvel þó að losun á CO2 sé stöðvuð.

 

Hugmynd þeirra hefur verið sú að nú þegar sé búið að safnast upp slíkt magn af koltvísýringi í lofthjúpnum að hitastigið haldi áfram að hækka, þrátt fyrir að okkur takist að ná svokölluðu loftslagshlutleysi.

 

En nú kveður við öllu bjartsýnni tónn frá hinum virta loftslagsfræðingi Michael Mann sem starfar við Penn State University.

Sjáið Michael Mann ræða hugmyndir sínar í 60 Minutes:

Bandaríski prófessorinn telur að unnt sé að koma loftslaginu í jafnvægi mun hraðar en menn hafa talið fram til þessa og að mörg fyrri lofslagslíkön hafi ofmetið hve lengi CO2 – magn í andrúmsloftinu mun vera skaðlegt.

 

Hann telur að í raun megi bremsa hlýnunina niður á fáeinum árum, takist okkur að stöðva losun á CO2.

 

Hafið virkar eins og niðurfall

Michael Mann vill að hætt sé að einblína á uppsöfnun CO2 í andrúmsloftinu og að þess í stað sé litið til náttúrulegrar upptöku gróðurhúsalofttegunda.

 

Hann leggur til að maður hugsi sér CO2-hringrásina eins og handlaug: Þrátt fyrir að það sé opið fyrir kranann – líkt og CO2 streymir út úr skorsteinum og safnast upp í lofthjúpnum – þá mun geta úthafanna og plantnanna virka á sama tíma eins og niðurfall sem kemur í veg fyrir að CO2 flæði yfir brúnina á handlauginni.

 

Til þessa hefur vandinn falist í að losun gróðurhúsalofttegunda er alltof mikil til að niðurfallið geti tekið við öllu magninu.

 

En þökk sé ljóstillífun þörunga – þar sem CO2 og vatni er breytt í súrefni og glúkósa – eru úthöfin fær um að taka upp gríðarlegt magn af koltvísýringi. Meðan losunin eykst stöðugt, þá geta úthöfin ekki tekið nóg af CO2 til sín til að hamla hlýnun jarðar. En ef hægt er að stöðva losunina, mun „niðurfall“ úthafanna koma í veg fyrir uppsöfnun koltvísýrings í lofthjúpnum.

 

Fyrst þarf að stöðva losunina

Mann telur núverandi spár um hækkun hitastigs vera alltof svartsýnar. Meðan vísindamenn hafa sagt að hlýnun muni halda áfram í marga áratugi eftir að loftslagshlutleysi hefur verið náð, þá telur Mann að réttara sé að tala um þrjú til fimm ár.

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is