Náttúran

Loftslagsráð vísindanna: Fatanotkun sem stuðlar að jafnvægi

Tískuiðnaðurinn orsakar ár hvert allt að fimm milljón tonna koltvísýringslosun og eyðir um 215.000 milljörðum tonna vatns. Fatnaður okkar er með öðrum orðum orðinn einn helsti syndaselur heims. Hér verður varpað ljósi á ástæður þessa og hvað sé til ráða til að leysa vandann.

BIRT: 28/02/2023

Heilu fjöllin af fatnaði liggja á víð og dreif á risastóru svæði í útjaðri þurrustu eyðimerkur heims, Atacama í Síle. Þar er m.a. að finna jólapeysur og skíðaskó sem framleidd eru í löndum á borð við Kína og Bangladesh og hefur síðan verið hent ellegar ekki selst í Evrópu og Bandaríkjunum.

 

Ár hvert berast 59.000 tonn af fatnaði til Síle. Um það bil 20.000 tonn eru seld áfram. Afganginum er hent úti í eyðimörkinni.

Minnst 39.000 tonnum af fatnaði er fargað árlega í Atacama-eyðimörkinni. Fatnaðurinn hefur að geyma umhverfismengandi efni og rösklega 200 ár líða áður en hann brotnar niður í náttúrunni.

Þessir tilteknu sorphaugar í Síle eru til marks um tískuiðnað sem hefur farið úr böndunum. Framleiðsla fatnaðar hefur tvöfaldast á heimsvísu frá árinu 2000 og dæmi eru um að tískuhúsin sendi frá sér tvær nýjar fatalínur í mánuði.

 

Framleiðslunni er ætlað að seðja óheyrilega þörf okkar fyrir klæðnað. En hún gerir nefnilega gott betur en að seðja hana því þriðjungur þess sem fluttur er inn til Evrópubandalagsins selst ekki og endar þess í stað í birgðageymslum eða á sorphaugum.

 

Afleiðingin er sú að fataiðnaðurinn er sú iðngrein sem hvað mestri mengun veldur á heimsvísu.

 

Til allrar hamingju getum við sjálf unnið bug á vandanum.

 

Fatnaður mengar alls staðar

Fata- og skóframleiðsla á sök á allt að tíu hundraðshlutum af samanlagðri losun gróðurhúsalofttegunda heims. Einungis matvæla- og byggingariðnaður valda meiri koltvísýringslosun en við á um tískuiðnaðinn.

 

Stór hluti losunarinnar stafar af framleiðslu gerviefna, svo sem eins og pólýesters sem eyðir um 100 milljón tonnum af olíu ár hvert og veldur þrefalt meiri koltvísýringslosun en við á um bómull. Vandinn vex ár frá ári en gert er ráð fyrir að heimsframleiðsla á pólýester muni aukast um 47% á næstu tíu árum.

 

Tískuiðnaðurinn veldur hins vegar ekki aðeins mengun í andrúmsloftinu. Vísindamenn telja nefnilega að iðnaðurinn skilji eftir sig rösklega 92 milljónir tonna af úrgangi ár hvert sem m.a. endi í Atacama-eyðimörkinni í Síle.

LESTU EINNIG

Efnameðhöndlun og -litun á fatnaði og öðrum vefnaði orsakar um 20% af allri vatnsmengun heims og fatnaður á sök á 35% allrar örplastsmengunar í sjónum.

 

Fatnaðarframleiðslan útheimtir að sama skapi ógrynnin öll af vatni sem er notað á öllum stigum framleiðslunnar, allt frá bómullarframleiðslu yfir í meðhöndlun og litun efnanna. Vísindamenn áætla að allt að 215.000 milljörðum lítra vatns sé varið í iðngreinina ár hvert sem samsvarar fertugfaldri árlegri vatnsnotkun Bretlandseyja.

 

Fyrir utan þessi skaðlegu áhrif á andrúmsloftið ber einnig að huga að alvarlegum afleiðingum iðngreinarinnar á fólk. Fatnaðinn sem við kaupum er nefnilega unnt að framleiða á ódýran hátt með því að nota ódýrt vinnuafl og viðhafa slælegar vinnuaðstæður í þróunarlöndum, í líkingu við Bangladesh.

 

Neyslan hefur tvöfaldast á 40 árum

Þessi gífurlegu umhverfisáhrif af völdum tískuiðnaðarins má rekja beint til aukinnar eftirspurnar eftir fatnaði og skóm. Á árunum frá 1975 til 2018 jókst alheimsneysla fatnaðar úr 5,9 kg upp í 13 kg á hvert mannsbarn. Fataneysla í Bandaríkjunum tífaldaðist frá árinu 1960 til 2018.

 

Í dag nemur heimsneyslan rösklega 62 milljónum tonna af fatnaði á ári en gert er ráð fyrir að sú tala eigi eftir að hækka upp í 102 miljónir tonna árið 2030.

 

Þetta aukna fatamagn er afleiðing einkar árangursríks viðskiptalíkans sem felst í að selja sífellt meiri og ódýrari fatnað til fjöldans. Líkanið í heild sinni er háð því að neytendurnir kaupi aftur og aftur í því skyni að fylgjast með síbreytilegum tískusveiflum.

Mengun af völdum fataiðnaðarins lendir í ám og sjó, líkt og t.d. hér á myndinni frá Filippseyjum og inniheldur m.a. litarefni og þungmálma.

Mestu öfgarnar í þessu fyrirbæri má sennilega greina hjá kínverska tískurisanum Shein. Tískumerki þessu er dreift á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem áhrifavaldar nota myllumerkið #sheinhauls en um er að ræða mikið magn af ódýrum fatnaði sem iðulega er aðeins notaður einu sinni.

 

Shein er stærsta netverslun heims sem stendur og fyrirtækið sendir frá sér á bilinu 700 til 1.000 ólíkar flíkur dag hvern. Hugmyndin er sú að neytendur velji hvaða nýju afurðir verða fjöldaframleiddar í allt að 100.000 eintökum á dag.

 

Tískuhús villa fyrir viðskiptavinum

Sérfræðingar eru sammála um að meginvandi tískuiðnaðarins sé fólginn í fatamagninu sem er framleitt.

 

Á hverju ári frá árinu 2018 hefur sænska fatakeðjan H&M t.d. setið uppi með óselt fatamagn fyrir ríflega fjóra milljarða dollara. Þetta magn af óseldum fatnaði er svo gífurlegt að sænskt kolaorkuver hætti að brenna kolum árið 2017 og brenndi þess í stað einvörðungu ónotuðum fatnaði frá H&M.

 

Svar tískuiðnaðarins við vandamálum sem tengjast skorti á sjálfbærni hefur falist í því að reyna að fá neytendur til að kaupa sjálfbær fataefni en afleiðingin hefur því miður einungis birst í aukinni neyslu og auknum umhverfis- og loftslagsáhrifum.

Mengunarfótspor fatnaðar vegur milljarða tonna

Tískuiðnaðurinn skilur eftir sig níðþungt umhverfisfótspor ár hvert. Við höfum vegið fótsporið og sett í hlutfall við nokkra þyngstu hluti heims.

 

500.000 tonn af örplasti = X 50 Eiffelturnar
Örplast endar í sjónum

500.000 tonn af örplasti lenda í sjónum ár hvert eftir þvott á gerviefnafatnaði. Alls 35% af örplastsmengun í sjónum á rætur að rekja til vefnaðarvara.

 

63 milljónir tonna af pólýester = X 77 Golden Gate-brýr
Pólýester krefst mikils olíumagns

63 milljónir tonna af pólýester eru framleidd fyrir fatnað ár hvert. Pólýester samanstendur mestmegnis af olíu og framleiðslan krefst meira magns af olíu ár hvert en gjörvallur Spánn notar.

 

92 milljónir tonna af úrgangi = X 15 Keóps-píramídar
Fatnaði hent í óheyrilegu magni

92 milljónum tonna af vefnaðarúrgangi er fargað árlega og mest allt endar það á sorphaugunum. Magnið samsvarar því að öskubíll fullur af fötum sé tæmdur á hverri sekúndu.

 

5 milljarðar tonna af koltvísýringi = X 100 Kínamúrar
Fatnaður veldur meiri losun en flugvélar og skip

Fjórir til fimm milljarðar tonna af koltvísýringi er það magn sem fataiðnaðurinn losar ár hvert. Þetta er meira magn en af völdum losunar allra skipa og flugvéla heims samanlagt.

 

215 milljarðar tonna af vatni = X 1,3 Mount Everest-fjöll
Vatnsnotkun í óheyrilegu magni

215 milljarðar tonna vatns fara í fataframleiðslu ár hvert. Þetta nemur 1,7 milljarðfaldri vatnsnotkun á venjulegu evrópsku heimili.

Rannsókn ein sem gerð var á árinu 2022 leiddi í ljós að 59% af sjálfbæru framtaki og framleiðsluvörum sem tískuiðnaðurinn skreytti sig með byggði annað hvort á fölskum eða villandi upplýsingum en þessi tala hækkaði reyndar upp í 91% þegar H&M áttu í hlut.

 

Eftirspurn eftir sjálfbærni er raunverulega fyrir hendi. Ef marka má rannsókn á neysluvenjum ungs fólks hafa 65% þeirra áhyggjur af umhverfinu og alls 85% segjast einvörðungu myndu kaupa sjálfbærar afurðir.

 

Aukin eftirspurn eftir notuðum fatnaði endurspeglast þó enn sem komið er ekki í framleiðslukeðjunni. Í raun réttri eru aðeins um 13% af öllum fataefnum endurnýtt á einhvern hátt og einungis einn hundraðshluti þess verður að nýjum fatnaði.

 

Breyta verður menningunni

Það hefur tekið tískuiðnaðinn langan tíma að tileinka sér sjálfbærni. Ef marka má ýmsa sérfræðinga eru breytingar þó framundan.

 

Fyrsta skrefið er fólgið í að gera sér grein fyrir að vandann verði fyrst og fremst unnt að leysa með því að kaupa minna af fatnaði.

Fjögur góð ráð um umhverfisvænan fatnað

Gífurleg framleiðsla á fatnaði er vandamál um gjörvallan heim. Vandamálið getum við fyrst og fremst leyst, þú og ég. Hér eru fjögur atriði sem létt geta fótspor fatnaðar á umhverfið.

1. Kaupið færri flíkur

Alls kyns fataefni skilja eftir sig þungt fótspor í umhverfinu. Það besta sem við getum gert er að kaupa minna af fatnaði. Fyrir 50 árum gat fólk komist af með helmingi færri flíkur en í dag, svo það er greinilega gerlegt.

2. Kaupið endurnýttan fatnað eða leigið föt

Í stað þess að fylgja nýjustu tísku er ráðlegt að kaupa notaðan fatnað. Með því móti er hægt að draga úr nýframleiðslu fatnaðar. Þá er enn fremur unnt að leigja föt sem nota á við sérstök tækifæri og notuð eru sjaldan.

3. Kaupið gæðafatnað og gerið við hann

Ef ætlunin er að kaupa nýjan fatnað væri ráðlegt að fjárfesta í vönduðum fatnaði. Slíkur fatnaður endist lengur og iðulega er hægt að gera við hann í stað þess að henda honum. Sumir framleiðendur bjóða ábyrgð og gera frítt við fatnaðinn.

4. Þvoið fötin sjaldnar

Ráðlegt er að þvo fötin sjaldnar og þá jafnframt í kaldara vatni. Þurrkið hann á snúru í stað þess að nota þurrkara. Þannig minnkar orkunotkunin og að sama skapi fækkar örplastsflögunum sem losna úr fatnaðinum. Fatnaðurinn slitnar jafnframt síður.

Sem dæmi má nefna þá nýjung að leigja sér föt. Í stað þess að kaupa fatnað sem við notum einungis í örfá skipti áður en við leggjum honum væri ráðlegra að leigja fatnað. Að leigutímanum loknum er fötunum svo skilað aftur og þannig geta aðrir haft ánægju af honum. Þetta er aðferð sem fataframleiðandinn Ganni hefur tileinkað sér. Ganni notar sem dæmi Levis-fatnað sem fólk hefur hent til að framleiða fatnað sem aðeins er unnt að leigja.

 

En ef fataleiga á að geta orðið endingargóð lausn er nauðsynlegt að veruleg menningarbreyting eigi sér stað því erfitt gæti reynst að sameina leiguaðferðina og þær ákaflega skammvinnu tískubylgjur sem tískuþróunin byggir á.

 

Jafnframt slíkum menningarbreytingum höfum við þó einnig þörf fyrir nýja tækni sem getur gagnast til að draga úr þeirri gífurlegu vefnaðarframleiðslu sem nú tíðkast.

 

Tæknin gæti gert gæfumuninn

Í framtíðinni mun fataúrgangur ekki enda á sorphaugum líkt og þeim í eyðimörkinni í Síle, heldur er gert ráð fyrir að hann verði settur í stórtækar vélar sem notaðar verða til að endurnýta fatnaðinn.

 

Nú þegar er unnt að endurnýta fatatrefjar að einhverju leyti með því að skera fataefnin í stórum keflum þannig að þau megi nýta sem nýtt garn. Vandinn er hins vegar sá að trefjarnar skemmast og fyrir vikið er erfiðleikum háð að nota þær aftur í framleiðslu á nýjum fatnaði. Ætlunin er að beita nýrri tækni til að uppræta vandann.

 

Bandaríska fyrirtækið Ambercycle gerir tilraunir með nýja tækni sem getur aðgreint vefnaðartrefjar á sameindastigi sem gerir kleift að nýta þær aftur í nýju garni. Fyrirtækið hefur sett sér það markmið að gera vefnaðarúrgang svo verðmætan að engin hætta verði á að hann lendi á sorphaugunum.

 

Í Finnlandi hefur fyrirtæki að nafni „Infinited Fiber“ fundið upp aðferð sem getur umbreytt notuðum sellulósatrefjum úr m.a. bómull og pappa í trefjar sem nefnast „Infinna“ og minna á efnið viskósa. Ferlið virðist vera unnt að endurtaka í það óendanlega og gert er ráð fyrir að fyrsta framleiðslan komist í gang árið 2024.

 

Hringrásin skiptir sköpum

Eigi okkur að takast að skapa sjálfbæra fataframleiðslu er þrennt sem hafa ber í huga, ef marka má Umhverfisstofnun Evrópu, EEA; þ.e. söfnun og endurnýting, umbætur á forðanotkun og aukin hringrás.

 

Flestir sérfræðingar eru sammála um að hringrásin skipti sköpum hvað lausn vandans snertir. Hringrásarefnahagur byggir á sjálfbærni í skiptingu, eignarleigu, endurnýtingu og viðgerð á fyrirliggjandi efnum og afurðum. Með þessu móti lengist líftími afurðanna.

 

Í raun réttri snýst þetta um að minnka úrgang eins mikið og frekast er unnt. Þegar afurð hefur verið fullnýtt skal halda efnunum gangandi í efnahagslífinu ef hægt er, þannig að þau megi nýta aftur og aftur.

 

Þessi hugsanagangur er sem stendur í þversögn við þá menningu tískuiðnaðarins sem byggir á því að nota og henda en er þó engu að síður þankagangur sem við sjálf getum átt þátt í að gera að veruleika.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Shutterstock,© Martin Bernetti/AFP/Ritzau Scanpix,© Gigie Cruz-Sy/Greenpeace,© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Snjöll skordýr hafa fundið upp bestu brellur náttúrunnar

Jörðin

Veðrið er hlaupið í baklás

Jörðin

Veðrið er hlaupið í baklás

Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Náttúran

Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hverjir stunduðu djöflasæringar?

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hverjir stunduðu djöflasæringar?

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Maðurinn

Viðamikil erfðafræðirannsókn breytir sögu mannsins: Ættartré okkar rifið upp með rótum

Lifandi Saga

Hversu lengi hafa Bandaríkin stutt Ísrael?

Lifandi Saga

Bók frá 1898 sagði fyrir um Titanic-slysið 

Heilsa

Sjö venjur geta dregið verulega úr hættu á þunglyndi

Vinsælast

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

4

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

5

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

6

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

4

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

5

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

6

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Hvenær byrjuðu indíánar að ríða hestum?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Þetta er góð og athyglisverð spurning sem tveir þýskir sálfræðingar virðast hafa fundið svarið við.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is