Náttúran

Björgum heiminum með hníf og gaffli

Við borðum bæði of mikið og fæðuvalið er rangt. Nú hafa sérfræðingar sett saman hið fullkomna mataræði sem á að sjá tíu milljörðum jarðarbúa fyrir fæðu og gera okkur öll heilbrigðari, án þess að loftslagið líði fyrir. Hér má lesa hvernig þetta er hugsað

BIRT: 09/01/2023

Við stöndum við kælinn í matvörubúðinni og virðum úrvalið fyrir okkur. Í hvert sinn sem við hyggjumst setja matvæli í innkaupakörfuna læðist vafinn að okkur: Grænmeti hlýtur að vera betri valkostur en kjöt en þetta lífræna avókadó er innflutt alla leið frá Spáni, svo hvað er réttast að kaupa ef ætlunin er að fá heilnæma fæðu og að hlífa andrúmsloftinu?

 

Fyrir þá sem þekkja þessar aðstæður er það að segja að hjálp er innan seilingar. Vísindamenn hafa nefnilega sett saman ákjósanlega fæðuáætlun sem gerir okkur kleift að borða fæðu sem er umhverfisvæn, sjálfbær og holl.

 

Loftslagsmataræðið er samsett af hinni svokölluðu EAT-Lancet-nefnd sem gefið hefur út ýtarlega skýrslu um mataræði heimsins í læknablaðinu The Lancet.

 

Í skýrslunni kynntu 37 höfundar frá 16 löndum til sögunnar mataræði sem mestmegnis byggir á grænmetisfæði og á að geta mettað alla átta milljarða jarðarbúa og tvo milljarða að auki og jafnframt séð til þess að allir fái holla og næringarríka fæðu, án þess þó að stunda rányrkju og ganga á auðlindir jarðar.

Hér er loftslagsvæni innkaupalistinn þinn

Loftslagsmataræði þarf ekki endilega að fylgja í einu og öllu á hverjum degi – heldur snýst það meira um alla þá fæðu sem neytt er í t.d. mánuð. En ef farið er í matvörubúð til að kaupa mat fyrir einn einstakling í einn dag gæti innkaupalistinn litið svona út:

 

Ávextir og grænmeti

• Ávextir: 200 g

• Almennt grænmeti: 100 g

• Dökkgrænt grænmeti: 100 g (spínat, spergilkál, grænkál)

• Rautt grænmeti: 100 g (paprika, gulrætur)

 

Kolvetni

• Heilkornavörur: 232 g (brauð, pasta, hrísgrjón)

• Sterkjuríkt grænmeti: 50 g (t.d. kartöflur)

 

Fita

• Grænmetisfita: 52 g

 

Plöntuprótein

• Baunir: 50 g

• Hnetur: 50 g

• Matur sem byggir á soja: 25 g

 

Dýraprótein

• Kjúklingur: 29 g

• Fiskur: 28 g

• Egg: 13 g

• Nautakjöt eða lambakjöt: 7 g

• Svínakjöt: 7 g

 

Mjólk og egg

• Mjólk, jógúrt, ostur eða aðrar mjólkurvörur og egg: 250 g

 

Sætuefni

• Viðbættur sykur og sætuefni: hámark 31 g

 

Erum við tilbúin til að fylgja ráðleggingum vísindamanna og kveðja kjötið í eitt skipti fyrir öll og leggja okkur þess í stað til munns grænmeti, belgávexti og hnetur?

 

Fæðuframleiðsla arðrænir jörðina

Landbúnaður veldur svo mikilli losun gróðurhúsalofttegunda að þó svo að allri annarri koltvísýringslosun yrði hætt á morgun en landbúnaður héldist óbreyttur, myndi hitastig jarðar samt sem áður hækka um ríflega þá 1,5 gráðu sem ákveðið var sem markmið á Parísarfundinum árið 2015.

 

Í raun bitnar fæðuval okkar ekki einvörðungu á loftslaginu. Matvælaframleiðsla á enn fremur þátt í 70% af ferskvatnsnotkun, leggur undir sig 40% af frjósömum jarðvegi jarðar og veldur gífurlegu álagi á vistkerfi jarðar.

 

Markmiðið með fæðuáætlun EAT-Lancet-nefndarinnar er því ekki einvörðungu að hægja á loftslagsbreytingum heldur einnig að minnka notkun annarra auðlinda niður í það magn sem jörðin okkar ræður við. Þetta á ekki aðeins við um líðandi stundu heldur jafnframt þegar jörðin eftir örfáa áratugi verður að öllum líkindum orðin að heimili allt að tíu milljarða.

 

Þegar sérfræðingarnir tókust á við það vandasama verk að setja saman sjálfbært mataræði var það í raun fyrsta skrefið í þá átt að ákvarða mörkin fyrir ábyrgri nýtingu á auðlindum jarðar.

1,5 stigs hitastigshækkun verður af völdum landbúnaðar ef ekki verður gripið í taumana.

Með þessu er átt við hversu miklu landi og vatni megi verja í framleiðslu matvæla, hve mikið magn áburðarefna, í líkingu við fosfór og köfnunarefni, sé gerlegt að nota og hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum tengdum landbúnaði sé óhætt að losa út í andrúmsloftið.

 

EAT-Lancet-skýrslan studdist í þessu sambandi við kortlagningu á burðarþoli jarðar sem 19 vísindamenn víðs vegar að úr heiminum útbjuggu árið 2015 undir stjórn efnafræðingsins Wills Steffens við „Resilience Centre“ í Stokkhólmi.

 

Vísindamannateymi Wills Steffens ákvarðaði níu meginmörk jarðarinnar, m.a. hvað snertir næringarefni, súrnun sjávar og útrýmingu dýra- og plöntutegunda.

Matvælaframleiðsla notar 40% af frjósömu landsvæði jarðar og losun tilbúins áburðar kemur náttúrulegu hringrás jarðar úr jafnvægi.

Tilgangurinn var að komast að raun um hvenær við getum ekki lengur verið viss um að truflanir á kerfum jarðar séu okkur mönnunum ekki til baga. Sérfræðingarnir ákvörðuðu m.a. ýmsa tvísýna þröskulda, þar sem kerfi og hringrásir skyndilega og fyrirvaralaust gætu brotnað saman.

 

Steffen og starfsbræður hans segja okkur vera að nálgast slíka þröskulda með núverandi losun næringarefna og útrýmingu dýra- og jurtategunda. Fyrir vikið er augljóst að loftslagsmataræði EAT-Lancet-skýrslunnar gegnir mikilvægu hlutverki.

 

Mataræðið heftir útbreiðslu þjóðarsjúkdóma

Þegar við fyllum innkaupakörfu er ekki lengur nóg að taka tillit til loftslagsins og umhverfisins. Ef fæðan er ekki að sama skapi næringarrík og heilnæm kemur hún ekki að réttu gagni.

 

Vísindamennirnir hjá EAT-Lancet hafa því lagt jafnmikla áherslu á að mataræðið eigi að uppfylla allar kröfur hvað áhrærir orku, vítamín og næringarefni. Og þörfin fyrir betri fæðuáætlun er gríðarlega mikil.

Rösklega 800 milljón manns innbyrða of fáar hitaeiningar á meðan u.þ.b. tveir milljarðar eru annað hvort of þungir eða hreinlega haldnir offitu.

Flest okkar sem búum í ríku löndunum fáum öll mikilvægustu næringarefnin en innbyrðum á hinn bóginn allt of mikið af hitaeiningum. Sé litið til allra átta milljarðanna sem byggja jörðina er um fjórðungur annað hvort of þungur eða beinlínis haldinn alvarlegri offitu.

 

Á hinn bóginn sýna gögn frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO, að 811 milljón íbúar hafi ekki fengið nægilegt hitaeiningamagn árið 2020 eða þá skort tiltekin næringarefni, á borð við kalk. Þetta fólk var annað hvort vannært eða ranglega nært.

 

Í rannsókn einni sem gerð var árið 2019 og birtist í læknablaðinu The Lancet, kom beinlínis í ljós að of mikil, of lítil eða röng neysla matvæla er algengasta orsök ótímabærs dauða á heimsvísu – meira að segja tíðari en reykingar.

 

Nauðsynlegt er að gera gagngerar breytingar á þessum nýlega þróuðu matarvenjum í öllum heimshlutum.

Þannig verður fæðan sjálfbær

Loftslagsmataræði gerir ráð fyrir auknu grænmetismagni og minna kjötáti. Dagleg fæða á að innihalda 50 g af sterkjuríku grænmeti, 84 g af dýrapróteini, 250 g af mjólkurvörum, 300 g af grænmeti, 232 g af heilhveiti, 200 g af ávöxtum og 125 g af jurtapróteini.

Svo langt erum við frá loftslagsfæðunni

Myndritin sýna hvað felst í daglegri fæðu fyrir meðalíbúann á hverju svæði. Gegnsæju myndritin gefa til kynna að við fáum minna af tiltekinni fæðutegund en mælt er með í loftslagsfæðunni. Punktalínurnar sýna að við borðum meira.

Norður-Ameríka: Borða of mikið kjöt

Íbúar Bandaríkjanna og Kanada fá allt of margar hitaeiningar úr kjöti og mjólkurafurðum og allt of fáar úr ávöxtum, grænmeti og heilhveiti.

Suður-Ameríka og Karíbahaf: Meðaltölur gefa skakka niðurstöðu

Svæðið líkist Vesturlöndum í því tilliti að íbúarnir borða of mikið kjöt en meðaltalið stafar af gífurlegum ójöfnuði.

Evrópa og Mið-Asía: Draga þarf úr kjötneyslu

Á þessum svæðum, ásamt Norður-Ameríku og Suður-Ameríku, er mest neysla dýrapróteina úr kjöti, fiðurfé og fiski.

Austur-Asía og Kyrrahafssvæðið: Fiskur má koma í stað kjöts

Í þessum fjölbýlu löndum er of mikið kjötát og of lítið af jurtapróteinum. Möguleikarnir sem fiskur og skeldýr bjóða upp á eru hins vegar óþrjótandi.

Suðaustur-Asía: Loftslagsmataræðið er of dýrt

Á þessu svæði er fæðusamsetningin mjög ákjósanleg hvað snertir dreifingu á ólíkar fæðutegundir. Margir hafa hins vegar ekki efni á loftslagsmataræðinu.

Afríka sunnan Sahara: Þörf fyrir meira prótein

Margir þjást af vannæringu sökum þess að þeir borða einkum sterkjuríka rótarávexti. Þeir hafa þörf fyrir meira af dýrapróteini.

Mið-Austurlönd og Norður-Afríka: Íbúarnir borða nægilegt magn grænmetis

Þessi svæði eru þau einu sem standast ráðleggingar um grænmetismagn en þar vantar hins vegar heilhveiti og jurtaprótein í fæðuna.

Þannig verður fæðan sjálfbær

Loftslagsmataræði gerir ráð fyrir auknu grænmetismagni og minna kjötáti. Dagleg fæða á að innihalda 50 g af sterkjuríku grænmeti, 84 g af dýrapróteini, 250 g af mjólkurvörum, 300 g af grænmeti, 232 g af heilhveiti, 200 g af ávöxtum og 125 g af jurtapróteini.

Svo langt erum við frá loftslagsfæðunni

Myndritin sýna hvað felst í daglegri fæðu fyrir meðalíbúann á hverju svæði. Gegnsæju myndritin gefa til kynna að við fáum minna af tiltekinni fæðutegund en mælt er með í loftslagsfæðunni. Punktalínurnar sýna að við borðum meira.

Norður-Ameríka: Borða of mikið kjöt

Íbúar Bandaríkjanna og Kanada fá allt of margar hitaeiningar úr kjöti og mjólkurafurðum og allt of fáar úr ávöxtum, grænmeti og heilhveiti.

Suður-Ameríka og Karíbahaf: Meðaltölur gefa skakka niðurstöðu

Svæðið líkist Vesturlöndum í því tilliti að íbúarnir borða of mikið kjöt en meðaltalið stafar af gífurlegum ójöfnuði.

Evrópa og Mið-Asía: Draga þarf úr kjötneyslu

Á þessum svæðum, ásamt Norður-Ameríku og Suður-Ameríku, er mest neysla dýrapróteina úr kjöti, fiðurfé og fiski.

Austur-Asía og Kyrrahafssvæðið: Fiskur má koma í stað kjöts

Í þessum fjölbýlu löndum er of mikið kjötát og of lítið af jurtapróteinum. Möguleikarnir sem fiskur og skeldýr bjóða upp á eru hins vegar óþrjótandi.

Suðaustur-Asía: Loftslagsmataræðið er of dýrt

Á þessu svæði er fæðusamsetningin mjög ákjósanleg hvað snertir dreifingu á ólíkar fæðutegundir. Margir hafa hins vegar ekki efni á loftslagsmataræðinu.

Afríka sunnan Sahara: Þörf fyrir meira prótein

Margir þjást af vannæringu sökum þess að þeir borða einkum sterkjuríka rótarávexti. Þeir hafa þörf fyrir meira af dýrapróteini.

Mið-Austurlönd og Norður-Afríka: Íbúarnir borða nægilegt magn grænmetis

Þessi svæði eru þau einu sem standast ráðleggingar um grænmetismagn en þar vantar hins vegar heilhveiti og jurtaprótein í fæðuna.

Þegar vísindamennirnir reyndu að setja saman vænlegt loftslagsmataræði fyrir allan heiminn lentu þeir í klípu.

 

Þeir vissu sem var að dýraafurðir skilja eftir sig 10–40 sinnum stærra kolefnisspor en við á um jurtafæðu. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, gerir ráð fyrir að heimsframleiðsla á kjöti, eggjum og mjólk muni aukast sem nemur 44% fram til ársins 2050, ef við ekki gerum gagngerar breytingar á fæðuvali okkar.

 

Á hinn bóginn eru sérfræðingarnir mjög meðvitaðir um að dýraafurðir séu nánast ómissandi hluti fæðunnar, ekki hvað síst fyrir börn.

Svona mikil verður notkun landbúnaðarins á tilbúnum áburði og ferskvatni, auk losunar gróðurhúsalofttegunda árið 2050 miðað við árið 2010.

Svona mikið mun matur íþyngja umhverfinu árið 2050

Eftir því sem velmegun eykst borða æ fleiri vestrænt mataræði með mikilli kjötneyslu. Haldi þróunin áfram óbreytt mun matvælaframleiðsla árið 2050 auka álagið gríðarlega á auðlindir jarðar. Þetta sýna útreikningar hagfræðingsins Marco Springmann, háskólans í Oxford ásamt fleirum í tímaritinu Nature.

EAT-Lancet-vísindamennirnir hafa fundið rétta jafnvægið milli kjöts og loftslags með því að bæta örlitlu magni af dýrapróteini í fæðuna og stórauka notkun próteina sem unnin eru úr jurtum á borð við belgávexti og hnetur.

 

Þeir sem fylgja loftslagsmataræðinu kallast á ensku „flexitar“ sem kalla mætti „blönduætur“ en með því er átt við fólk sem leggur sér aðallega til munns jurtir en fær svolitla kjöt- eða fiskviðbót tvisvar til þrisvar í viku.

 

Mataræðið sem EAT-Lancet-nefndin ráðleggur líkist mjög því sem næringarfræðingar almennt mæla með.

Rangt mataræði eykur m.a. hættuna á sykursýki 2. Fólk sem borðar jurtafæði er í verulega minni hættu á að deyja ótímabærum dauða.

Fyrstu rannsóknir á áhrifum þessa umrædda mataræðis lofa mjög góðu en þetta kemur m.a. fram í sænskri rannsókn sem unnin var undir stjórn heilbrigðis- og næringarfræðingsins Anna Stubbendorff við háskólann í Lundi í mars árið 2022.

 

Vísindamennirnir útbjuggu fyrst í stað töflu sem gerði þeim kleift að meta hversu nærri loftslagsmataræði fæða hvers og eins væri. Taflan gaf einkunnir á kvarðanum 0 til 3 fyrir alls 14 flokka af fæðuvörum. Heildareinkunn hvers og eins gat þannig orðið á bilinu 0 upp í 42.

 

Síðan reiknuðu þeir út einkunnir alls 22.421 einstaklinga á aldrinum 45 til 73 ára og báru þær saman við tölfræði yfir sjúkdóma og ótímabær dauðsföll.

 

Vísindamennirnir báru því næst þau 20% af þátttakendunum sem fengu hæstu einkunn, saman við þann fimmtung einstaklinga sem lægsta einkunn höfðu hlotið.

 

Samanburðurinn leiddi í ljós að þeim sem fylgdu loftslagsmataræðinu var 25% síður hætt við ótímabærum dauðdaga en hinum, auk þess sem talsvert minni hætta var á að þeir veiktust af krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, svo og sykursýki 2.

Þú ert það sem þú borðar

Fæðuval okkar hefur í hæsta máta áhrif á hvaða sjúkdóma við fáum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nánast kjötlaus fæða sem felur í sér ofgnótt grænmetis leiðir af sér minni hættu á sykursýki 2, krabbameini, svo og hjarta- og æðasjúkdómum.

Grænmetisætur greinast sjaldan með sykursýki 2

Grænmetisætur snæða ekki kjöt en leyfa sér þó að borða t.d. egg og mjólkurafurðir. Ávextir og grænmeti fela í sér færri hitaeiningar en kjöt og fyrir vikið minnkar hætta á þróun sjúkdóma sem tengjast offitu, í líkingu við sykursýki 2.

Fiskætur greinast í færri tilvikum með krabbamein en aðrir

Fiskætur borða eðli málsins samkvæmt fisk. Fiskur felur í sér heilnæma fitu í líkingu við ómega-3 og auðveldar okkur að fá í líkamann þær amínósýrur sem við ekki framleiðum sjálf. Þetta minnkar hættu á krabbameini miðað við grænmetisæturnar.

Loftslagsmataræði dregur úr hættu á krabbameini, svo og hjarta- og æðasjúkdómum

Þetta nýja loftslagsmataræði felur í sér allar fæðutegundir en takmarkar hins vegar magnið og kemur á nýju jafnvægi milli fæðutegundanna. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að hættan á hjarta- og æðasjúkdómum minnki.

Sambærileg rannsókn sem gerð var í janúar árið 2022 á 59.849 einstaklingum í Bretlandi sýndi fram á umtalsvert minni hættu á sykursýki 2. Þar studdust vísindamennirnir við töflu áþekkri þeirri sænsku. Langflestir neyttu fæðu sem leiddi af sér einkunn á bilinu 15 til 30 stig á fæðukvarðanum og vísindamennirnir komust að raun um að fyrir hvert aukalegt stig sem þátttakendurnir áunnu sér á fæðukvarðanum minnkaði hættan á sykursýki 2 um sex af hundraði.

 

Heimsmataræðið verður eins fyrir alla

Þó svo að ráðleggingar EAT-Lancet-skýrslunnar hafi bæði vænleg áhrif á heilsuna og loftslagsmálin efast sumir sérfræðingar um hvort hægt verði í raun að framleiða fæðuna sem mælt er með.

 

Umhverfisverkfræðingurinn Marta Tuninetti, ásamt tveimur starfsbræðrum hennar við háskólann í Tórínó, bendir t.d. á að ekki verði hægt að uppfylla kröfur áætlunarinnar um ferskt vatn alls staðar á jörðinni.

 

Sérfræðingarnir þrír hafa reiknað út að þó svo að gert sé ráð fyrir að loftslagsmataræðið eigi eftir að minnka heildarvatnsnotkun jarðarinnar um alls 12 prósent, þá eigi vatnsnotkun 40 hundraðshluta mannkyns engu að síður eftir að aukast.

 

Í Afríkuríkjunum Eþíópíu, Senegal og Rúanda er gert ráð fyrir um 50% meiri vatnsnotkun en við á í dag.

25% minni hætta á ótímabærum dauðdaga er sá ávinningur sem neytendur loftslagsmataræðis bera úr býtum, ef marka má nýlega sænska rannsókn.

Þá hafa jafnframt heyrst efasemdarraddir um það hvort land á borð við Indland eigi eftir að geta brauðfætt alla íbúa landsins með næringarríkri fæðu á því landssvæði sem ríkið hefur til umráða í dag eða hvort Indverjar muni þurfa að flytja inn fleiri fæðutegundir en þeir þegar gera.

Aðrir útreikningar gefa til kynna að einungis verði unnt að leggja stund á loftslagsmataræðið í hinum vestræna heimi sökum þess að úrræðið verði sennilega of dýrt fyrir fátækustu íbúa jarðar.

 

Næringarfræðingar eru þó vongóðir. Þeir gera sér mæta vel grein fyrir að fæðuáætlun EAT-Lancet-skýrslunnar er einungis fyrsta skrefið í átt að heilnæmri og umhverfisvænni fæðu.

 

Fæðuna þarf í öllu falli að aðlaga þannig að hún gagnist sem mest loftslaginu og umhverfinu í hverju landi fyrir sig og jafnframt þannig að íbúarnir hafi löngun til að leggja sér hana til munns. Næsta skref er fyrir vikið fólgið í miklu ítarlegri greiningu sem þegar er hafist handa við að undirbúa hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO.

 

Nýju skýrslunni sem væntanleg er árið 2024, er m.a. ætlað að fela í sér greiningar og ráðleggingar á sviði mikilvægra málefna á borð við fæðuöryggi, svæðisbundna sjálfbærni og framkvæmd í raun.

 

Þá fyrst fæst einhver hugmynd um nákvæmlega hvaða afleiðingar það hefur fyrir heilsu okkar og heilbrigði jarðarinnar hvers konar vörutegund við setjum í innkaupakörfuna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock,© Shutterstock & Lotte Fredslund

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.