Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Manneskjan hefur marga hildina háð í gegnum söguna og einn er sá andstæðingur sem hún hefur aldrei náð að sigra – sjálf náttúran. Allt frá fellibyljum í Japan til sandstorma í BNA og banvænnar þoku í London; í baráttunni við náttúruna hefur maðurinn mætt ofjarli sínum.

BIRT: 08/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Bærinn drukknar í sandi

Dökkur rykmúr rís yfir bæ á sléttunni og kæfir allt með fínkornóttum sandi. Ægilegir sandstormar geisa í BNA um 1935 – og er það afleiðing af langvarandi þurrkaskeiði. Meira en 500.000 Bandaríkjamenn neyðast til að yfirgefa heimili sín – án þess að geta bundið vonir við að fá nokkra atvinnu í efnahagskreppunni sem þá ríkir.

Stratford, Texas, BNA
1935

Banvæn þoka

Margra daga blankalogn veldur því að reykurinn frá iðnaði í London og milljónum kolaofna leggst eins og teppi yfir borgina. Á einni viku láta meira en 4.000 manns lífið – sumir falla í Thames, aðrir eru keyrðir niður, en langflestir deyja vegna alvarlegra sýkinga í lungum.

London, Stóra-Bretlandi

5. desember 1952

Fellibylur skellur á Japan

Um miðja síðustu öld var japanskur efnahagur í molum eftir síðari heimsstyrjöldina, en þegar landið var loksins að rétta úr kútnum skellur fellibylurinn Vera á eyjunum. Ægilegar flóðbylgjur fylgdu Veru og t.d. flæddi yfir 95% af eyjunni Nagashima. Vera er einn versti fellibylurinn í sögu Japans. 1,5 milljón manns misstu heimili sín, næstum 39.000 var saknað og 5.000 létu lífið.

Nagashima, Japan

27. september, 1959

Náttúruhamfarir herja á Austur-Pakistan

Undir lok ársins 1970 verður Austur-Pakistan (núna Bangladesh) fyrir verstu náttúruhamförum í heila öld. Fyrst skellur fellibylur á ströndum landsins með miklum flóðbylgjum, sem orsaka mikla hungursneyð. Meira en 500.000 manns farast – m.a. vegna þess að uppskerubrestur verður og búfénaður drepst í þúsundatali.

Núverandi Bangladesh

12. nóvember  1970

Bærinn drukknar í sandi

Dökkur rykmúr rís yfir bæ á sléttunni og kæfir allt með fínkornóttum sandi. Ægilegir sandstormar geisa í BNA um 1935 – og er það afleiðing af langvarandi þurrkaskeiði. Meira en 500.000 Bandaríkjamenn neyðast til að yfirgefa heimili sín – án þess að geta bundið vonir við að fá nokkra atvinnu í efnahagskreppunni sem þá ríkir.

Stratford, Texas, BNA
1935

Banvæn þoka

Margra daga blankalogn veldur því að reykurinn frá iðnaði í London og milljónum kolaofna leggst eins og teppi yfir borgina. Á einni viku láta meira en 4.000 manns lífið – sumir falla í Thames, aðrir eru keyrðir niður, en langflestir deyja vegna alvarlegra sýkinga í lungum.

London, Stóra-Bretlandi

5. desember 1952

Fellibylur skellur á Japan

Um miðja síðustu öld var japanskur efnahagur í molum eftir síðari heimsstyrjöldina, en þegar landið var loksins að rétta úr kútnum skellur fellibylurinn Vera á eyjunum. Ægilegar flóðbylgjur fylgdu Veru og t.d. flæddi yfir 95% af eyjunni Nagashima. Vera er einn versti fellibylurinn í sögu Japans. 1,5 milljón manns misstu heimili sín, næstum 39.000 var saknað og 5.000 létu lífið.

Nagashima, Japan

27. september, 1959

Náttúruhamfarir herja á Austur-Pakistan

Undir lok ársins 1970 verður Austur-Pakistan (núna Bangladesh) fyrir verstu náttúruhamförum í heila öld. Fyrst skellur fellibylur á ströndum landsins með miklum flóðbylgjum, sem orsaka mikla hungursneyð. Meira en 500.000 manns farast – m.a. vegna þess að uppskerubrestur verður og búfénaður drepst í þúsundatali.

Núverandi Bangladesh

12. nóvember  1970

BIRT: 08/08/2023

HÖFUNDUR: EMILIE SKJOLD

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: National oceanic and Atmospheric Administration,Keystone/Getty Images, Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is