Árið 1881 reið hinn bandaríski William „Doc“ Carver yfir brú nokkra í Nebraska. Þegar hann var kominn miðja vegu hrundi brúin og hestur Carvers stökk hiklaust út í vatnið – með höfuðið á undan.
Þessi reynsla varð til þess að Carver setti upp ákaflega vinsæla sýningu í BNA: Óttalausa hesta. Á næstu árum lét Carver hóp útvalinna hesta stökkva fram af sífellt hærri turnum niður í stórar laugar.
LESTU EINNIG
Þegar William Carver lést árið 1927 tók sonur hans Al við starfseminni sem hann flutti til hafnarinnar í Atlantic City.
Þar stukku hugdjarfir hestar – ásamt reiðmönnum – fram af 18 m háum turni. Sagt er að enginn hafi meiðst í þessum stökkum. Sýningum var hætt eftir 51 árs starfsemi 1971.
Að sögn meiddist enginn hestur við þessi heljarstökk úr turninum.