Hættan á því að láta lífið í flugslysi eru um 1 á móti 11 milljónum.
En ef flugvélin hrapar á annað borð, skiptir máli hvar þú situr.
Þetta segir Doug Drury prófessor við Centra Queenslandháskóla í Ástralíu sem gerir vísindalega grein fyrir efninu í The Conversation.
Sé litið á tölfræðina segir prófessorinn það ekki vera vinsælustu og þægilegustu sætin sem veiti mest öryggi ef slys verður, heldur þvert á móti.
Öruggustu sætin eru nefnilega miðsætin í öftustu röð.
Drury byggir grein sína m.a. á greiningu sem gerð var á gögnum um flugslys síðustu 35 ára sem fjallað hefur verið um í Time Magazine.
Þar kemur fram að dánartíðni flugslysafarþega í miðsætunum í öftustu röð hafi verið 28%. Til samanburðar reyndist dánartíðni þeirra sem sátu við miðganginn í miðri vél um 44%.
Drury segir alltaf best að sitja nálægt neyðarútgangi, þar eð það geri kleift að komast fljótt út ef ekki hefur kviknað eldur þeim megin sem þú situr.
Að öftustu sætin skuli veita meiri öryggi en sæti um miðbik vélarinnar, stafar af því að í flestum vélum er eldsneyti geymt í vængjunum og það er mikill ókostur ef yfirgefa þarf flugvélina í snatri.
Jafnframt er betra að sitja aftast en fremst, þar eð höggið bitnar harðast á þeim sem sitja fremst ef vélin hrapar eða nauðleyndir.
Miðsætin eru öruggari en gluggasæti eða sæti við gang vegna þess að fólk sem situr til hliðanna virkar sem stuðpúðar, segir Drury.
LESTU EINNIG
En það sem skiptir mestu máli er þó ekki sætisvalið, heldur hvers háttar slysið er, útskýrir hann og undirstrikar að flugslys séu sem kunnugt er, afar fátíð. Þannig er t.d. miklu meiri hætta á að láta lífið í umferðarslysi.