Bresk flugvél lendir á spænsku gámaflutningaskipi

Áhöfnina á skipinu Alraigo rak í rogastans þegar bresk þota lenti ofan á gámafarmi skipsins.

BIRT: 01/09/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þotuflugmanninum Ian Watson brá heldur betur í brún í júní árið 1983. Þessum 25 ára gamla Breta hafði verið sagt að hefja sig til flugs frá flugmóðurskipinu HMS Illustrious í þotu af tegundinni Sea Harrier en Watson tók þá þátt í heræfingu NATO á Miðjarðarhafinu.

 

 

Honum var ætlað að finna franskt flugmóðurskip, ásamt starfsbróður sínum. Flugvélarnar tvær flugu sitt í hvora áttina meðan á flugferðinni stóð og þegar hinn reynslulitli Watson kom þangað sem þeim hafði verið ætlað að mætast fann hann engan starfsbróður.

 

Svitinn draup úr hverri svitaholu þegar hann áttaði sig á að hann væri einungis með nægilegt eldsneyti fyrir nokkurra mínútna flug.

 

Á síðustu stundu kom Watson auga á spænska gámaflutningaskipið Alraigo.

 

Flugvélar af gerðinni Sea Harrier geta lent úr lóðréttri stöðu og þegar Watson komst að skipinu tókst honum, áhöfn skipsins til mikillar furðu, að lenda ofan á gámunum.

 

Alraigo sigldi rakleitt til Tenerife, þar sem kænn skipstjórinn krafðist 570.000 punda björgunarlauna. Breski flotinn greiddi upphæðina vafningalaust, sneyptur þó.

 

Myndskeið: Sjáðu neyðarlendinguna á gámaskipinu Alraigo:

BIRT: 01/09/2023

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is