Tækni

Þurrar gangstéttir úr flugvélum

Teymi vísindamanna hefur slegið tvær flugur í einu höggi. Með því að nýta rusl úr gömlum flugvélum gátu þeir búið til efni sem er fullkomið fyrir gangstéttir.

BIRT: 30/11/2023

Vísindamönnum hjá ríkisháskólanum í Washingtonfylki í BNA hefur nú tekist að finna sameiginlega lausn á tveimur gjörólíkum vandamálum.

 

Annað vandamálið fólst í því að þróa nýtt efni í gangstéttarhellur. Hefðbundnar hellur eru svo þéttar að vatn kemst ekki í gegn og í mikilli rigningu safnast vatn upp bæði á götum og gangstéttum.

 

Slit vandamál

Úrhellisrigningar verða bæði öflugri og tíðari um þessar mundir vegna hnattrænnar hlýnunar og frárennslislagnir hafa oft ekki undan.

 

Tilraunir með gljúpar gangstéttarhellur hafa lofað góðu, en vatnið sem rennur gegnum þær, slítur þeim hratt. Þess vegna hafa menn þróað hellur sem eru bæði gljúpar og sterkar með því að blanda koltrefjum í steypuna.

Koltrefjar úr flugvélarhræi gera helluna nógu slitþolna til að þola gegnumstreymi vatns.

Fluvélahræ nýtt

Koltrefjar eru hins vegar dýrar, en með því að leysa alveg óskylt vandamál tókst að halda verðinu niðri. Koltrefjaefni hafa nú verið framleidd í svo mörg ár að þau eru farin að berast á haugana með þeim tækjum sem þau voru notuð í. Það er sem sagt til mikið af koltrefjum, sem ekki hefur verið unnt að endurnýta.

 

Við þróun steypunnar notuðu vísindamennirnir koltrefjar úr gömlum flugvélum frá Boeing-verksmiðjunum, en koltrefjar er líka að finna í gömlum bílum eða jafnvel vindmyllum.

 

Í vinnslunni er einblínt á að nota aðferðir sem hvorki krefjast efnameðferðar né mikillar orku.

 

Nýju flísarnar hafa verið prófaðar í rannsóknastofum með svo góðum árangri að nú á að prófa þær í raunverulegum gangstéttum.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Washington State University

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is