Talið er að þvermálið sé yfir nokkur hundruð kílómetra og röskur göngurtúr tæki um tvo og hálfan sólarhring – án hvíldar.
Vredefort-gígurinn nálægt Jóhannesarborg í Suður-Afríku er stærsti og elsti loftsteinagígur sem vitað er um á jörðinni.
Hin risastóru ummerki í jarðskorpunni eru líklega tilkomin í árekstri við stærðarinnar smástirni fyrir um tveimur milljörðum ára.
Fyrir um tveimur milljörðum ára skall smástirni niður á svæði nálægt Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Nýjar greiningar sýna að smástirnið hafi líklega verið á bilinu 20 til 25 kílómetrar í þvermál og þar með tvöfalt stærra en smástirnið sem skall á hnöttinn fyrir 66 milljónum ára og útrýmdi risaeðlunum.
Og þrátt fyrir veðrun vegna vinds og vatns hafi næstum því afmáð gíginn og því erfitt að mæla rétta stærð, telja vísindamennirnir að gígurinn hafi teygt sig yfir svæði sem var um 180 og 300 kílómetra í þvermál rétt eftir áreksturinn.
Nú kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í Journal of Geophysical Research að hið risastóra smástirni sem olli gígnum hafi líklega verið miklum mun stærra en vísindamenn höfðu áður haldið.
Hrikalegar afleiðingar fyrir plánetuna
Áður töldu vísindamenn að smástirnið hafi verið um 15 kílómetrar í þvermál og hraðinn hafi verið um 15 kílómetrar á sekúndu.
En nýja greiningin sýnir að smástirnið hafi líklega verið á milli 20 og 25 kílómetra í þvermál og hafi skollið á jörðu á15 – 20 kílómetra hraða á sekúndu.
Það gæti því hafa verið tvöfalt stærra en smástirnið sem skall inn á jörðina fyrir 66 milljónum ára og útrýmdi risaeðlunum.
Þá eyðilagði áreksturinn ósonlagið og myndaði risastórar öldur, jarðskjálfta, súrt regn og risastóra skógarelda.
LESTU EINNIG
Því má ætla að áreksturinn í Vredefort hafi haft skelfilegri afleiðingar en við hingað til höfum haldið. Það skelfilegar að ryk og agnir dreifðust um allan hnöttinn, hindruðu sólarljós og hafi kælt yfirborð jarðar.
,,Áreksturinn hefur að öllum líkindum haft hrikalegar afleiðingar fyrir allar ljóstillífunarlífverur og tekið allt frá klukkustundum upp í áratug fyrir rykið og agnirnar að setjast aftur. Í kjölfarið hafa gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig jarðar um nokkrar gráður,” útskýrir Miki Nakajima, sem er lektor við háskólann í Rochester og einn vísindamannana sem unnu rannsóknina.