Lönd í Afríku munu verða illa fyrir barðinu vegna loftslagsbreytinga ef ekkert verður að gert til að aðstoða.
Þetta segir Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO, í nýrri skýrslu.
,,Afríka losar aðeins um 2-3 % gróðurhúsalofttegunda heims, en öll álfan hlýnar hraðar en meðaltalið á heimsvísu. Á síðasta ári var Afríka á lista yfir fjóra heitustu staði Jarðar,” segir í nýrri skýrslu WMO um loftslagmál Afríku árið 2021.
Skiptir sköpum
Hún var var birt um svipað leiti og kröfur Afríkuríkja um að ríkari lönd, sem menga mun meira, verji fjármagni til verkefna í þessari fátæku álfu og og bættu þannig fyrir loftslagsbreytingarnar.
Þetta eru kröfur sem búist er við að verði meðal helstu mála á COP27 – næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í nóvember.
WMO segir að meiri fjárfesting í loftslagsaðlögun sé algjörlega nauðsynleg.
Talið er að loftslagsbreytingar geti kostað Afríkuríki 50 milljarða dollara (um 7000 milljarða króna) árið 2030. Fyrst og fremst vegna þurrka og flóða.
Í skýrslunni er einnig lögð áhersla á að gríðarlega breitt úrkomumynstur hafi leitt til verstu þurrka í meira en 40 ár á horni Afríku.
Á síðasta ári mældist verstu flóð í Suður-Súdan í 60 ár, og á þessu ári mældist mesta úrkoma í meira en 30 ár í Tsjad.
LESTU EINNIG
Vísindamenn segja að þessir miklu hitar og gríðarleg úrkoma hafi aukist vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þetta mun aðeins aukast enn meira ef hlýnun jarðar heldur áfram, er haft eftir þeim.
„Til að auka viðnám Afríkuríkja verður álfan að hraða viðleitni til að koma á fót viðvörunarkerfum og loftslagsþjónustu,“ sagði Petteri Taalas, framkvæmdastjóri WMO.
Í skýrslunni er einnig varað við því að ólíklegt sé að fjögur af hverjum fimm Afríkuríkjum hafi nægjanlegar vatnsbirgðir að sjö árum liðnum.
Vatnsskorturinn einn mun á því tímabili leiða til flótta um 700 milljóna manna, ef þessar spár rætast.