Fjórar fréttir af býflugum

Ekki nóg með að þær séu færar um að framleiða alveg einstakt lím sem aldrei þornar heldur hafa vísindamenn nú komist að raun um að þær skilja reikniaðgerðir. Hér eru fjórar örfréttir úr heimi býflugna.

Kortið sýnir hvar býflugurnar lifa

Þó svo að býflugur skipti sköpum fyrir náttúruna hefur útbreiðsla flugnanna verið sveipuð mikilli leynd til þessa. Nú er unnt að skoða kort í allra fyrsta sinn sem sýnir hvar bestu frævarar heims lifa.

Hve margar flugur eru í býkúpu?

Í býkúpu geta verið allt frá nokkur þúsund flugum upp í um 90.000. Og býflugurnar eru eljusamar. Til að safna 1 kg af hunangi þurfa þær að heimsækja 6 milljón blóm og fljúga alls 200.000 km í 25 ferðum á dag. Búið þarf að eiga um 15 kg af hunangi í vetrarforða.