Fjórar fréttir af býflugum

Ekki nóg með að þær séu færar um að framleiða alveg einstakt lím sem aldrei þornar heldur hafa vísindamenn nú komist að raun um að þær skilja reikniaðgerðir. Hér eru fjórar örfréttir úr heimi býflugna.

BIRT: 23/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Býflugur skilja reiknitákn

Franskir og ástralskir vísindamenn hafa þjálfað býflugur í að telja og skilja einfaldar reikniaðferðir á borð við plús og mínus.

 

Býflugurnar hafa sannað kunnáttu sína með því að rata rétta leið í völundarhúsi þegar þær stóðu frammi fyrir reikningsdæmi.

 

Í nýlegri rannsókn tókst að sýna fram á að býflugurnar gátu jafnvel skilið jafngildi talna þegar þeim var breytt í tákn. Þessi geta hafði áður verið greind hjá öpum og einstaka fuglategundum.

 

2. Blautar býflugur renna sér á vatni til að komast í öryggi

Myndband: Sjáðu býflugurnar ,,sörfa" á vatninu.

Þegar býflugur lenda á vatni geta þær ekki hafið sig til flugs aftur.

 

Við slíkar aðstæður er þó ekki úti um flugurnar, ef marka má vísindamenn frá Caltec í BNA, því flugurnar geta notað vængina til að róa með, líkt og brimbrettakappar sem liggja á maganum á brimbrettum sínum.

 

Með þessu móti geta býflugur „róið“ áfram sem nemur þremur líkamslengdum á sekúndu og bjargast á þurrt land.

 

3. Býflugur framleiða fullkomið lím

Bandarískir vísindamenn hafa komist að raun um hvernig býflugur fá frjókorn sem þær safna úr blómum til að loða saman.

 

Uppskriftin er fólgin í blöndu af munnvatni flugnanna sjálfra og olíu úr blómunum sem tryggir að límið þornar ekki og varðveitir eiginleika sinn.

 

Vísindamenn hyggjast nú líkja eftir blöndunni í tilraunum með nýjar gerðir af lími.

 

4. Plastkort notuð til að að hlaða býflugur

Í borgum liggja býflugur iðulega hjálparvana á götum og gangstéttum.

 

Þessum vanda telja starfsmenn Býflugnabjörgunarsveitarinnar (Bee Saviour Behaviour) sig nú hafa leyst en um er að ræða plastkort sem allir geta geymt í seðlaveskinu.

 

Kortið felur í sér litlar birgðir af sykurvatni sem komið getur býflugum í vanda til bjargar á örlagastundu.

 

BIRT: 23/05/2023

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Bee Saviour Behaviour

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.