Search

Hunangsflugur skynja mun á jöfnum tölum og oddatölum

Allt þar til nýlega töldu vísindamenn að menn væru eina tegundin sem gæti skilið óhlutbundna stærðfræði á borð við að gera greinarmun á jöfnum tölum og oddatölum. En nú hafa hunangsbýflugur bæst við.

BIRT: 08/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Að greina milli jafnra talna og oddatalna flokkast undir óhlutbundna stærðfræði sem talið hefur verið að maðurinn væri einn um að geta skilið.

 

En nú hefur hópur ástralskra vísindamanna sýnt fram á að hunangsflugur hafa líka þessa hæfni.

 

Vísindamennirnir vonast til að einföld aðferðafræði býflugnanna geti nýst í tölvum og vasareiknum og sparað þannig orku við útreikninga.

 

Ánægðar með oddatölur

Flest fólk þekkir jafnar tölur og oddatölur í sundur. Margir nota þá einföldu reglu að oddatölur enda á 1, 3, 5, 7 eða 9 en jafnar tölur á 2, 4, 6, 8 eða 0. Við getum líka deilt með 2 í tölu og ef útkoman er heil tala er upphaflega talan jöfn tala.

 

Árum saman hafa vísindamenn leitað að dýrategund sem gæti gert greinarmun á þessum tveimur talnagerðum. Til að prófa hæfni býflugnanna (apis mellifera) voru sett spjöld með mismörgum formum framan við fæðuskammtara. Býflugunum var síðan skipt í tvo hópa.

Vísindamenn hafa hingað til talið hæfileikann til að greina á milli jafnra- og oddatala vera óhlutbundna stærðfræði. En e.t.v. er þetta ekki svo flókið því einfaldur heili býflugna getur greint á milli tveggja tegunda talna.

Annar hópurinn fékk þjálfun í að tengja spjöld með 2, 4, 6 eða 8 formum við sykurvatn en 1, 3, 5 eða 7 form við beiskan vökva sem flugurnar vilja ekki. Hinn hópurinn var látinn tengja oddatölur við sykurvatn og jafnar tölur við kínín sem hefur biturt bragð. Hver fluga fékk þjálfun í 2-4 klukkutíma.

 

Að þjálfun lokinni gat sjálf rannsóknin hafist. Hver fluga fékk nú að fljúga 20 ferðir frá búinu og að skömmturunum. Eftir fyrstu umferð voru skammtararnir hreinsaðir og vatn sett bæði í stað sykurvatns og kíníns. Býflugurnar héldu áfram að leita í skammtarana þar sem áður hafði verið sykurvatn og notuðu fjölda forma á spjöldunum til að velja. Flugurnar reyndust velja rétt í 80% tilvika.

 

Það kom vísindamönnunum á óvart að þjálfunin tók mislangan tíma eftir hópum. Flugurnar sem fundu sykurvatn að baki spjöldum með oddatölu voru fljótari að læra en þær sem fengu sykurvatn tengt spjöldum þar sem fjöldi formanna var jöfn tala.

 

Einfaldir heilar skilja muninn á jafnri og oddatölu

Í mannsheila eru 86 milljarðar taugafrumna en aðeins 960 þúsund í heila býflugu. Hugtökin oddatala og jöfn tala eru kannski ekki jafn flókin og menn hafa álitið fyrst tiltölulega einfaldur heili býflugna nær að skilja þau.

 

Vísindamennirnir vonast til að rannsóknin leiði af sér nýjar og einfaldari reikningsaðferðir og þar með mun minni orkueyðslu í tölvuútreikningum.

BIRT: 08/12/2022

HÖFUNDUR: AF SØREN ROSENBERG PEDERSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is