11 staðreyndir um snjó

Hvað er snjór? Geta tvö snjókorn verið eins? Lesið ykkur til um snjó og komist að raun um hvað hrindir af stað snjóflóðum og hvernig móta skuli fullkominn snjóbolta.

Af hverju myndast snjókristallar?

Snjór myndast í úrkomuskýjum þar sem frostið er oftast á bilinu -5 til -20 gráður. Í skýjunum eru örsmáar ísagnir sem frosið hafa utan um enn smærri rykkorn og svo litlir, mjög kaldir vatnsdropar. Ísagnirnar mynda ískristalla þegar vatnsdroparnir sundrast smám saman og vatnsgufan frýs. Þannig fá snjókristallarnir sitt einkennandi, sexhyrnda byggingarlag. Snjókristallar geta tekið […]