Af hverju eru snjókristallar sexhyrndir?

Engin tvö snjókorn eru eins, er stundum sagt. En af hverju eru þau alltaf flöt og sexhyrnd?

BIRT: 04/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Snjókorn erfa samhverft form frá byggingarlagi vatnssameinda. Þessi sexhyrnda lögun stafar af því að sex vatnssameindir mynda hringform saman.

 

Þetta grundvallarbyggingarlag er þar með flatt og vegna þess að tengingarnar milli sameindanna í þessari grunnuppbyggingu eru miklu sterkari en tengingar milli laga, taka kristallarnir einmitt á sig flata lögun.

 

Sexhyrnda og samhverfa byggingarlagið myndar þannig fyrst og fremst tvívítt form en ekki þrívítt.

Vatnssameindir raða sér sex saman

1. Raki tengist jaðrinum

Snjókorn er ískristall sem myndar sexhyrnda samhverfu meðan það stækkar. Snjókornið stækkar þannig að nýjar vatnssameindir í lofti binda sig við jaðrana.

2. Formið kemur að innan

Á fagmáli kallast þetta sexhyrnda form líka hexagon. Formið stafar af þeim sexhyrndu hringum sem vatnssameindir mynda saman og leggur grunn að kristöllunum.

3. Frumeindir mynda horn

Í vatnssameind er ein stór súrefnisfrumeind og tvær litlar vetnisfrumeindir sem mynda ákveðið horn sín á milli. Þetta horn veldur því að einmitt sex sameindir tengjast saman í hring.

Ekki eru þó öll snjókorn flöt. Hvernig lögunin verður í smáatriðum, ræðst líka af örlitlum breytingum á loftraka og hitastigi.

 

Litlar, flatar stjörnur myndast þegar hiti er nálægt frostmarki. Á bilinu -3°C til -10°C verða til langar nálar. En þegar frostið er komið niður fyrir 10 gráður verða aftur til flatar stjörnur, bara mun stærri.

 

Þar eð stök snjókorn lenda í mismunandi aðstæðum á leið sinni til jarðar stækka þau á mismunandi vegu. Þess vegna er líka nokkuð til í því að ekki séu öll snjókorn eins.

 

En til eru ýmis grundvallarform sem sjá má aftur og aftur. Sérfræðingar segja að þessi grunnform séu ekki færri en 35.

BIRT: 04/07/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is