Heilsa

Vísindamenn: Svona færðu barnið til að borða meira grænt.

Rannsókn á matarvenjum ungbarna hefur sýnt fram á hvernig hægt er að auka áhugann á ávöxtum og grænmeti.

BIRT: 15/10/2024

Það getur verið erfitt og pirrandi fyrir foreldri að sjá barnið ýta grænmetinu stöðugt til hliðar á disknum. En það þarf ekki að vera þannig.

 

Vísindamenn frá háskólanum í Umeå í Svíþjóð og Kaliforníuháskóla fylgdust með tveimur hópum barna á aldrinum 4 til 6 mánaða eitt og hálft ár. Annar hópurinn borðaði miðað við opinberar ráðleggingar sænskra yfirvalda. Hinn hópurinn fékk svokallað „norrænt“ mataræði sem auk móðurmjólkur byggist í ríkara mæli á t.d. ávaxtamauki, berjum og rótargrænmeti.

 

Niðurstöðurnar lofuðu góðu. Börnin sem vöndust á að borða meira grænmeti snemma borðuðu rétt um 45 prósentum meira af ávöxtum og grænmeti þegar þau voru orðin 12- 18 mánaða gömul miðað við samanburðarhópinn.

 

Engar aukaverkanir

Að sögn forsvarsmanns rannsóknarinnar Ulricu Johansson voru engar vísbendingar um neikvæðar afleiðingar vegna norræna mataræðisins, sem inniheldur minna prótein miðað við magnið sem er ráðlagt frá hinu opinbera.

 

„Norrænt mataræði með meiri ávöxtum og grænmeti er öruggt fyrir barnið og getur jafnframt stuðlað að heilbrigðari matarvenjum í æsku,“ segir Ulrica Johansson.

LESTU EINNIG

Norræna mataræðið inniheldur árstíðabundna ávexti, grænmeti, ber, kryddjurtir, sveppi og belgjurtir ásamt jurtafitu og -olíu, fiski og eggjum. Og mun minna af sælgæti, kjöti og mjólkurvörum.

 

200 börn tóku þátt í rannsókninni. Rannsakendur munu halda áfram að fylgjast með börnunum þar til þau verða 7 ára til að kanna hversu lengi áhuginn fyrir hinu norræna mataræði varir.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: POUL TVILUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is