Náttúran

Vísindamenn vara við: Trjádauði getur haft skelfilegar afleiðingar

Um þriðjungur trjátegunda Jarðar eru nú í útrýmingarhættu. Vísindamenn vara við gríðarlegum erfiðleikum ef ekkert verður að gert.

BIRT: 16/09/2022

Um 30 prósent af heildarflatarmáli lands hér á Jörðu eru þakin skógi, en grænum laufum fækkar verulega.

 

Í skýrslu frá árinu 2021 komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að um 17.500 trjátegunda Jarðar séu í útrýmingarhættu. Þetta samsvarar um það bil þriðjungi allra tegunda í heiminum og tvöfalt meira en fjöldi spendýra, froskdýra og skriðdýra sem eru í útrýmingarhættu.

 

Og nú vara skýrsluhöfundar mannkynið við.

 

Í nýrri rannsókn lýsa þeir því hvernig eyðingin geti gert út að við heilu vistkerfin og haft alvarlegar afleiðingar fyrir milljarða manna um allan heim.

 

Hvert tré er er heill heimur

Meira en 45 vísindamenn frá 20 mismunandi löndum styðja nýju rannsóknina sem m.a. lýsir því hvernig fækkun trjátegunda getur komið af stað dómínó-áhrifum.

Meira en 100 tegundir hafa horfið

Á hverju ári eru um 15,3 milljarðar trjáa eyðilögð m.a. með skógareyðingu og í landbúnaði.

 

  • Meira en 100 mismunandi trjátegundir hafa þegar dáið út

 

  • Skógar geyma um það bil 50 prósent kolefnisforða plánetunnar.

 

  • Skógar heimsins hafa skroppið saman um 40 prósent á undanförnum 300 árum.

Hvert og eitt tré hefur að geyma ógrynni annara plantna, dýra og sveppa og er grundvöllur lífs þessara lífvera. Vísindamennirnir áætla að að minnsta kosti helmingur landdýra á jörðinni noti tré sem búsvæði.

 

Því minni fjölbreytni í trjám mun þannig  þýða minni fjölbreytileika dýra, baktería og skordýra.

 

Milljarðar manna verða fyrir áhrifum

En útrýming trjáa getur líka skipt sköpum langt út fyrir skógarmörkin, segja rannsakendurnir.

 

Á hverju ári leggja skógar heimsins um 1,3 billjónir Bandaríkjadala til hagkerfis heimsins, þar af eru viðskipti með ávexti, hnetur og lyf um 88 milljarðar Bandaríkjadala.

LESTU EINNIG

Eins eru 880 milljónir manna í þróunarlöndunum háðir eldiviði sem eldsneyti.  Um 1,6 milljarðar manna búa nálægt skógum og eru háðir trjám fyrir mat og tekjum.

 

Það er því mat vísindamannanna að það þarf að  bregðast hratt við til að hægja á þróuninni. Þetta útskýrir Malin Rivers, sem er forsvarsmaður þessarar nýju rannsóknar.

 

Hún og samstarfsfólk hennar leggja meðal annars til að tré verði sett í meiri forgang í umhverfis- og loftslagsstefnumálum, verndarsvæði trjáa verði stækkuð og aukið átak verði gert til að stemma stigu við ólöglegu skógarhöggi.

 

,,Það þarf að bregðast hratt og örugglega við til að koma í veg fyrir að fleiri trjátegundir deyi út og endurheimta skemmd vistkerfi sem þær eru hluti af,“ segir hún.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Bólusótt: Ósýnilegur ógnvaldur herjaði í Evrópu

Maðurinn

Hvers vegna eru sumir smámæltir?

Spurningar og svör

Hvort er bjór betri úr dós eða flösku?

Lifandi Saga

Þýsk fórnarlömb sprengjuflugmanna tóku þá af lífi

Alheimurinn

Fær það virkilega staðist að tvær sólir geti verið í sama sólkerfi?

Náttúran

Hvernig geta slöngur klifrað?

Alheimurinn

Vetrarbrautin full af svartholum

Maðurinn

Hve lengi er hægt að vera kvefaður?

Maðurinn

Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Tækni

Hvað gerist ef díselolíu er dælt á bifreið sem knúin er bensíni?

Jörðin

Undravert yfirborð jarðar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.