Geta tré fengið krabbamein?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Tré geta fengið ýmsar tegundir krabba vegna sýkinga af völdum baktería, sveppa og skordýra.

 

Margar skordýralirfur geta sýkt laufblöð þannig að þau mynda æxli þar sem lirfurnar hreiðra um sig. Þetta gera lirfurnar með því að gefa frá sér efni sem virka á plöntuna eins og vaxtarhormón.

 

Plöntuvefurinn vex og myndar æxli sem veitir lirfunni skjól fyrir rándýrum meðan hún vex og skaffar henni æti um leið. Gallepli, sem sjá má á blöðum eikartrjáa, myndast af völdum lirfu gallvespunnar.

 

Jarðarbakterían Agrobacterium tumefaciens getur líka sýkt tréð og valdið ákveðinni gerð krabbameins. Þegar þessi baktería sýkir tré laumar hún svonefndu plasmíði, sem er bútur erfðaefnis, í frumur trésins.

 

Í plasmíðinu eru m.a. gen sem kóða fyrir vaxtahormónum og fyrir bragðið taka frumurnar að fjölga sér og mynda æxli.

 

Sveppir geta svo valdið enn öðrum gerðum krabba í trjám og loks er þess að geta að hnúðar á trjám geta einnig stafað af því að búpeningur, villt dýr eða jafnvel skordýr hafi nagað tréð og valdið sliti.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is