Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Með því að fylgjast með hvorki meira né minna en 24.000 opinberum umræðum á Bandaríkjaþingi hafa vísindamenn komist að raun um að gripið er fram í fyrir stjórnmálakonum tíu prósent oftar en við á um karlmenn úr hópi stjórnmálamanna. Þegar konurnar ræða um jafnrétti er gripið fram í fyrir þeim helmingi oftar en þegar þær ræða um önnur málefni.