Athyglisverð tilraun kynni að opna dyrnar að alveg nýjum kafla í öflun afkvæma manna.
Japönskum vísindamönnum hefur tekist að rækta upp mýs úr frumum tveggja líffræðilegra feðra.
Þetta eru framfarir sem til lengri tíma litið gætu bæði gagnast barnlausu fólki og gert samkynhneigðu pari kleift að eignast barn saman, segja vísindamennirnir.
Tilraunin byggist á mörgum, flóknum þrepum sem áður hafa reynst getað umbreytt húðfrumu með XY-litningasamsetningu karlmúsar í eggfrumu með XX-litningasamsetningu kvenmúsar.
Þetta var gert með því að þróa karlmannsfrumuna í eins konar stofnfrumuástand. Y-litningurinn var því næst fjarlægður og X-litningur settur í staðinn. Að lokum voru frumurnar ræktaðar í rannsóknastofu í umhverfi sem líkti eftir aðstæðum í eggjastokkum músa.
Þegar þessi egg voru frjóvguð með venjulegu músasæði, fengu vísindamennirnir 600 fósturvísa sem þeir græddu í staðgöngumæður og á endanum fæddust sjö fullburða músarungar.
Neandertalsmenn máluðu hellamyndir
Neandertalsmenn voru löngu byrjaðir að skreyta hellana sína áður en nútímamaðurinn kom til Evrópu.
Vísindamönnum hefur áður tekist að rækta mýs sem tæknilega séð áttu tvo feður. Það var líka gert í flóknum áföngum og byggðist m.a. á genabreytingum. En þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að rækta upp lífvænlega músarunga úr frumum tveggja karlmúsa.
Aðrir líffræðingar hafa sett spurningarmerki við það hvort unnt sé að yfirfæra þessa tækni á menn, þar eð þá þarf tímafrekari frumuræktun til að framleiða fullþroska eggfrumu og það eykur hættuna á óæskilegum genabreytingum.