Menning og saga

Neandertalsmenn máluðu hellamyndir

Neandertalsmenn voru löngu byrjaðir að skreyta hellana sína áður en nútímamaðurinn kom til Evrópu.

BIRT: 05/12/2023

Nýjar aldursgreiningar á hellamyndum á Spáni snúa gömlum rökræðum um Neandertalsmenn á haus. Stóra spurningin hefur verið sú hvort eitthvað af hellamyndum í Evrópu gæti mögulega verið eftir þessa útdauðu ættkvísl fornmanna.

 

Rennandi vatn afhjúpar aldurinn

Hópur fornleifafræðinga hefur aldursgreint hellamyndir sem fundust í þremur hellum á Spáni og þær reyndust a.m.k. 64.800 ára gamlar. Þær voru því gerðar tugum þúsunda ára áður en nútímamaðurinn komst svo langt vestur eftir Evrópu.

 

Það er erfitt að aldursgreina hellamyndir með hinni hefðbundnu kolefnisgreiningu, þar eð í þeim er sjaldan að finna nein lífræn efni.

 

Í staðinn voru rannsakaðar fíngerðar leifar af kalkspati, sem rennandi vatn hefur skilið eftir sig og hefur í tímans rás myndað þunna filmu yfir myndirnar.

Neandertalsmenn lifðu í Evrópu og breiddust út til Asíu. Þeir dóu út fyrir um 30-40.000 árum. Appelsínugul og rauð málning á klöppunum er eftir Neandertalsmenn og frá því löngu áður en nútímaðurinn kom á þessar slóðir.

Í kalkspati er að finna örlítið úran, sem á löngum tíma sundrast í þóríum. Og með því að mæla þóríuminnhaldið í kalkspatinu var unnt að reikna út þennan háa aldur.

 

Listrænir neandertalsmenn

Þótt spænsku hellamyndirnir séu ekki jafn nákvæmar og yngri myndir, sýna þær að Neandertalsmenn hafa verið færir um að tjá sig listrænt og hugsa í táknum.

 

Flestir vísindamenn hafa talið að þetta væri aðeins á færi nútímamannsins. Þessi hæfni hefur m.a.s. verið álitin ein af ástæðum þess að Neandertalsmenn urðu undir í samkeppninni við nútímamanninn, en þessar aldursgreiningar sýna að svo einföld er lausn þeirrar ráðgátu ekki.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Pedro Saura

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is