Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Með því að fylgjast með hvorki meira né minna en 24.000 opinberum umræðum á Bandaríkjaþingi hafa vísindamenn komist að raun um að gripið er fram í fyrir stjórnmálakonum tíu prósent oftar en við á um karlmenn úr hópi stjórnmálamanna. Þegar konurnar ræða um jafnrétti er gripið fram í fyrir þeim helmingi oftar en þegar þær ræða um önnur málefni.

BIRT: 10/09/2024

Oftar er gripið fram í fyrir bandarískum stjórnmálakonum en -mönnum. Þegar á heildina er litið er tíu prósent meiri hætta á að gripið sé fram í fyrir konu en karli, ef marka má viðamikla rannsókn sem byggir á rösklega 24.000 ólíkum umræðum í bandaríska þinginu.

 

Þegar konur ræða um málefni á borð við jafnrétti, þungunarrof eða velferð er gripið fram í fyrir þeim helmingi oftar en þegar þær ræða um önnur mál.

 

Hins vegar er gripið sjaldnar fram í fyrir eldri konum en karlkyns jafnöldrum þeirra.

 

Oftar gripið fram í fyrir þeim fáu konum sem eru í öldungadeild

Skýrslan sem um ræðir byggir á nefndafundum Bandaríkjaþings á árunum 1994 til 2018. Af þeim rösklega þremur milljón setningum sem þingmenn létu út úr sér á fundunum, greip starfsfélagi fram í í um fimm prósent tilvika.

 

Nefndirnar eru mikilvægar á sviði stjórnmálaumræðna vegna þess að þar eru frumvörpin saman og valin, sem síðar deildir þingsins, fulltrúadeildin og öldungadeildin, greiða atkvæði um.

Fulltrúadeild við þingsetningu 115. Bandaríkjaþings hinn 3. janúar, 2017. Þetta þing var það síðasta sem haft var með í nýju rannsókninni.

Sérlega erfitt er fyrir konur að koma að orði í öldungadeildinni. Þar er gripið fram í fyrir konum tíu prósent oftar en körlum, en í fulltrúadeildinni greindist reyndar enginn sýnilegur munur.

 

Konur tala aðeins í um fimmtungi tilvika í öldungadeildinni, því konur þar eru í miklum minnihluta. Öldungadeildarþingmennirnir eru alls hundrað talsins og þar af eru einungis 24 konur.

 

Umræður um jafnrétti eru ójafnari

Jafnræðið virðist líða sérstaklega fyrir umræðu um jafnrétti.

 

Þegar þetta tiltekna málefni er til umræðu er gripið oftar fram í fyrir konum en þegar umræðuefnið er annað. Fræðimenn telja skýringuna vera þá að jafnrétti feli í sér andstæð sjónarmið.

 

Þetta kom berlega í ljós í yfirferð tæplega 4.000 umræðna er vörðuðu dæmigerð „málefni kvenna“, á borð við aðgengi að vinnumarkaði, launajafnrétti, velferð og þungunarrof.

 

Þess má enn fremur geta að gripið er (enn) meira fram í fyrir konum en ella þegar þær færa rök fyrir málum sem tengjast launajafnrétti.

 

Í öðrum rökræðum grípa karlarnir fram í fyrir konum meira en helmingi oftar en við á þegar kynjamisrétti ekki er á dagskrá.

Framítökur eru valdaleikur

Rannsóknir gefa til kynna að framítökum sé ætlað að gefa til kynna hver hafi völdin í tilteknu samtali.

 

Ef gripið er fram í snemma í tali kvenna telja fræðimenn það vera til marks um átök og valdatafl en ef framítökurnar eiga sér stað seinna í tali þeirra geti það frekar flokkast undir misskilning í framvindu samtalsins. Í þremur af hverjum fimm skiptum sem gripið er fram í fyrir konum á Bandaríkjaþingi á það sér stað þegar eftir fimmta orð setningar.

 

Fræðimennirnir telja það framígrip þegar mælandinn fær ekki að ljúka setningu sinni og annar fær orðið. Í opinberum fundargerðum er slíkt gefið til kynna með þankastrikum.

 

Hér má sjá dæmi um það hvað fræðimenn flokka sem framítökur.

Minnst gripið fram í fyrir eldri konum

Í rannsókninni könnuðu vísindamennirnir jafnframt hvort aðrir þættir væru að verki þegar tal einhvers mælanda var rofið.

 

Samstarfsfólk sýndi frekar af sér kurteisi ef mælandinn var formaður (karl eða kona) þeirrar nefndar sem fundurinn átti sér stað í. Þá skipti það einnig máli hvort mælandinn tilheyrði meiri- eða minnihlutaflokknum, því oftar var gripið fram í fyrir mælendum minnihlutaflokksins. Þá var að sama skapi gripið aðeins oftar fram í fyrir fulltrúum demókrata en repúblíkana.

 

Mesta furðu vakti að minna var gripið fram í fyrir gamalreyndum þingkonum en við átti um viðlíka reynda karla úr sama hópi. Hættan á að verða fyrir framígripum jókst með hækkandi aldri og aukinni reynslu, bæði hvað áhrærði konur og karla. Þegar um gamalreynda karla úr hópi þingmanna var að ræða jókst hættan á framígripum meira en meðal kvenna.

 

Eftir tuttugu ára þingsetu er viðlíka mikil hætta á að gripið sé fram í fyrir körlum og konum og sú þróun heldur áfram eftir 20. árið, þannig að gamalreyndir þingmenn verða oftar fyrir framítökum en gamalreyndar konur og þetta varir við það sem eftir lifir starfsferilsins.

 

Þá hættir stjórnmálamönnum sjálfum, bæði konum og körlum, frekar til að grípa fram í fyrir starfsfélögum sínum eftir því sem þingseta þeirra lengist.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is