Forneðlur lágu á eggjunum

Einstæður steingervingur hefur endanlega sannfært vísindamenn um að vissar eðlutegundir hafi ekki látið nægja að verpa eggjunum og skilið svo við þau, heldur hafi legið á hreiðrinu svipað og fuglar gera nú.

Sjúkraskrár afhjúpa miskunnarlaust líf risaeðlanna:

Steingervingar af risaeðlum sýna fjölmörg beinbrot, bitför og merki um sýkingar og krabbamein. Steingervingafræðingar nýta sér nú verkfæri læknavísinda til nákvæmra sjúkdómsgreininga sem sýna krankleikana og jafnvel banamein.

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Ég var að spjalla um risaeðlur við dóttur mína og datt í því sambandi í hug hvernig þær eiginlega hefðu verið á bragðið. Haldið þið að þær hafi bragðast líkt og kjúklingur?

Rigningin tryggði risaeðlum völdin

Tröllvaxnar kjötætur, brynvarðir grasbítar og tvífættir hlauparar – nýjar rannsóknir sýna týndan heim þar sem krókódílar ríktu ofar eðlunum í 50 milljónir ára. Það var ekki fyrr en gríðarmikið regn og glóandi hraunstraumar útrýmdu hinum ríkjandi skriðdýrum sem eðlurnar gátu lagt undir sig heiminn.