Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Sérkennilegur steingervingur sem fannst í Kína, stemmir illa við hefðbundnar hugmyndir um hlutverk eðlna og spendýra á krítartímabilinu.

BIRT: 08/04/2024

Í 230 milljón ár lifðu eðlur og spendýr samtímis á jörðinni.

 

Spendýrin þurftu að fela sig fyrir ráneðlunum en virðast hafa lifað góðu lífi innan um friðsamlegri eðlur sem lifðu á plöntum.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Náttúrusögusafni Kanada gert óvenjulega uppgötvun sem bendir til að spendýr hafi átt það til að rjúfa friðinn og ráðast á eðlur.

 

Uppgötvun þessa merkilega steingervings í Kína hefur komið kanadísku vísindamönnunum til að álykta að sum rándýr í hópi spendýra hafi veitt grasbítandi eðlur sér til matar.

 

Eðlan sem hér sést verða fyrir árás var plöntuætan Psittacosaurus lujiatunensis sem verið hefur á stærð við stóran hund.

 

Þótt eðlan væri plöntuæta hefur verkefni spendýrsins, kjötætunnar Repenomamus robustus, verið nokkuð erfitt þar eð stærð þess var ekki nema á við fremur smávaxinn greifingja.

 

Uppgötvun þessa steinrunna einvígis er meðal fyrstu sannana þess að spendýr hafði ráðist á forneðlur.

 

„Það voru ekki bara stóru ráneðlurnar sem átu smærri spendýr. Í sumum tilvikum hafa spendýr líka getað étið eðlur,“ fullyrðir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Jordan Mallon sem er steingervingafræðingur hjá Náttúrusögusafni Kanada.

Steingervingurinn virðist segja forsögulega veiðisögu þar sem dýrin hafi skyndilega frosið í átökum upp á líf og dauða. Myndin sýnir þær aðstæður sem koma vísindamönnum á óvart.

Steingervingurinn fannst í Liaoninghéraði í Kína, stundum nefnt „Pompeius Kína“, þar sem hvers kyns dýr, bæði spendýr og stórvaxnar og smávaxnar forneðlur grófust í aurskriðum eða undir öskuflóðum eldfjalla.

 

Vísindamennirnir telja að dýrin tvö hafi skyndilega látið lífið í miðjum klíðum eftir að spendýrið réðist á eðluna.

 

„Skortur á bitförum á beinum eðlunnar, staða spendýrsins ofan á eðlunni, grip þess og bit; allt þetta til samans gefur ákveðið til kynna spendýrið hafi ætlað eðluna sér til matar, þegar öskuflóð frá eldfjalli batt skyndilega enda á líf beggja dýranna,“ segir Jordan Mallon.

Steingervingar af risaeðlum sýna fjölmörg beinbrot, bitför og merki um sýkingar og krabbamein. Steingervingafræðingar nýta sér nú verkfæri læknavísinda til nákvæmra sjúkdómsgreininga sem sýna krankleikana og jafnvel banamein.

Það er ekki gott að segja hvort dýrið hefði á endanum farið með sigur af hólmi í þessu hatramma einvígi.

 

Það eitt er víst að atburðarásin kom í veg fyrir að úr því fengist skorið.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

© Michael W. Skrepnick,© Gang Han

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is