Heilsa

Blóðþrýstingurinn nýtur góðs af ákveðinni tegund grænmetis

Sami ávinningur varð ekki hjá þeim sem neyttu svipaðs magns af kartöflum, sætum kartöflum, gulrótum og graskeri.

BIRT: 14/09/2024

,,Borðaðu nú grænmetið þitt”.

 

Þetta hafa eflaust flestir heyrt við matarborðið og þótt ásetningur foreldra okkar hafi tvímælalaust verið góður breytti það ekki miklu. Sérstaklega ef eitthvað annað á matardisknum leit betur út..

 

Grænmeti er hollt. Enginn vafi er á því. Og sumt grænmeti virðist hollarara en annað þegar kemur að því að lækka blóðþrýstinginn.

 

Þetta er að minnsta kosti niðurstaða lítillar rannsóknar, þar sem ástralskir vísindamenn frá Edith Cowan háskólanum í Perth prófuðu mismunandi grænmetissamsetningar á hópi átján miðaldra ástralskra kvenna og karla.

 

Í ljós kom að þau sem borðuðu 300 grömm af spergilkáli, grænkáli, blómkáli og hvítkáli á hverjum degi í tvær vikur bættu verulega blóðþrýstingin.

 

Sami ávinningur varð ekki hjá þeim sem neyttu svipaðs magns af kartöflum, sætum kartöflum, gulrótum og graskeri.

 

Báðar grænmetisblöndurnar voru bornar fram sem súpa sem þáttakendur borðuðu með hádegismat og kvöldmat.

 

Í tilrauninni, sem birtist í tímaritinu BMC Medicine, fékk helmingur þátttakenda eina grænmetisblönduna í tvær vikur og hinn helmingurinn fékk hina samsetninguna í sama tíma.

 

Síðan fóru báðir hópar á venjulegt mataræði næstu tvær vikurnar og eftir það skiptu hóparnir um  grænmetissamsetningu í tvær vikur til viðbótar.

 

Helsta orsök hjartasjúkdóma

Allir þátttakendurnir voru þegar með vægan og upp í meðallagi háan blóðþrýsting og forsvarsmaður rannsóknarinnar, Emma Connolly, sem er doktorsnemi við Edith Cowan háskólann, lagði áherslu á í fréttatilkynningu hversu mikilvægt það er að borða meira af grænmeti af krossblómaætt.

 

„Háþrýstingur er aðalorsök hjartasjúkdóma sem verða stöðugt algengari með aldrinum. Mælt er með því að auka neyslu á grænmeti til að minnka líkur á hjartasjúkdómum,“ útskýrir hún og heldur áfram.

 

“Fyrri athugunarrannsóknir hafa sýnt fram á að grænmeti af krossblómaætt, eins og spergilkál, hvítkál og rósakál, hefur öflugri áhrif en annað grænmeti. Þó að grænmeti af krossblómaætt sé borðað um allan heim er það aðeins lítill hluti af heildarinntöku grænmetis, “ útskýrir Emma Connolly.

 

Vísindamennirnir sáu lækkun á blóðþrýstingi um 2,5 mmHg hjá þeim sem borðuðu súpu með spergilkáli, grænkáli, blómkáli og hvítkáli daglega í tvær vikur  

 

Það sama gerðist ekki hjá þeim sem neyttu hinnar grænmetisblöndunnar. Blóðþrýstingsfallið samsvarar um það bil fimm prósentum minni hættu á að verða fyrir áhrifum af blóðtappa í hjarta eða heilablóðfalli.

 

Inniheldur mikilvæg efni

Áströlsku vísindamennirnir hafa líka skýra hugmynd um hvers vegna einn flokkur grænmetis virðist betri þegar kemur að blóðþrýstingi okkar.

 

„Það er sérstakur flokkur efna sem kallast glúkósínólöt og finnast nær eingöngu í grænmeti af krossblómaætt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum á dýrum að þessi efni lækka blóðþrýsting en enn sem komið er eru aðeins takmarkaðar upplýsingar úr rannsóknum á mönnum,“ segir Emma Connolly.

Hjörtu okkar slá 100.000 sinnum á sólarhring. Vísindamenn hafa nú komist að raun um að hver einasti sláttur hefur áhrif á heilann þannig að skynfærin slævast, sársaukaþröskuldurinn hækkar og tilfinningarnar verða næmari.

Einnig hefur verið sýnt fram á að glúkósínólötin hafa hamlandi áhrif á krabbamein og þau eru einnig bólgueyðandi, vinna gegn sykursýki og lækka fituinnihald í blóði.

 

Í þessari rannsókn kom einnig í ljós að einstaklingar sem borðuðu súpu úr grænmeti af krossblómaætt náðu marktækri lækkun á þríglýseríðum, sem eru fitutegund sem, eins og kólesteról, tengist aukinni hættu á æðakölkun og hjartasjúkdómum. æðasjúkdóma.

 

Dagleg inntaka af grænmeti af krossblómaætt er auðvitað engin trygging gegn háum blóðþrýstingi. En með breyttu mataræði og lífsstílstengdum breytingum sem sýnt hefur verið fram á að gagnast blóðþrýstingi, getur grænmetið hjálpað til.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is