Kafbátur sökk eftir klósettferð

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á lokadögum seinni heimsstyrjaldar þurfti skipstjóri þýska kafbátsins U-1206 á klósettið.

 

Kafbáturinn var á siglingu á um 60 metra dýpi meðfram norðurströnd Skotlands. Því miður kunni skipstjórinn, Karl Adolf Schlitt, ekki í smáatriðum á þetta nýja klósett sem nýbúið var að setja upp. Hann kallaði tæknimenn sína á vettvang og þeir opnuðu – því miður rangan loka.

 

Sjór flæddi inn og niður á rafhlöðurnar sem einmitt voru undir klósettinu. Schlitt gaf strax skipun um að fara upp á yfirborðið til að ná inn fersku lofti. En ekki var kafbáturinn fyrr kominn upp en hann sást frá breskum sprengjuflugvélum. Schlitt fyrirskipaði að kafbátnum yrði sökkt svo hann félli ekki í hendur óvinanna.

 

Það var vont í sjóinn þegar áhöfnin, alls um 50 manns, reyndi síðan að ná landi á gúmmíbjörgunarflekum. Sprengja lenti á einum björgunarbátnum og 3 skipverjar fórust en hinir náðu lifandi til lands.

 

Upp úr 1970 fannst flak kafbátsins. Þá voru starfsmenn breska olíufélagsins BP að leggja olíuleiðslur á sjávarbotni á 70 metra dýpi.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is