NASA hefur framleitt súrefni á Mars

MOXIE-tilraunatækið á vitjeppanum Perseverance hefur náð súrefni úr þunnu gufuhvolfinu á Mars. Það er undirbúningur fyrir heimsóknir manna á komandi tímum.

Eru segulpólar á Mars eins og hér?

Á Mars eru ekki sams konar segulpólar og hér á jörð. Þar er aðeins mjög veikburða segulsvið og allt öðruvísi upp byggt.   Segulsvið jarðar á upptök sín á miklu dýpi og að því leyti má líkja iðrum hnattarins við rafal. Þetta er tvípólasvið, sem sagt segulsvið þar sem báðir pólarnir eru skýrt afmarkaðir.   […]