Search

Leiðbeiningar: Hvernig á að koma auga á Mars?

Janúar 2023: Mars er í margra milljón kílómetra fjarlægð frá okkur en þú getur séð plánetuna með berum augum – og það er furðu auðvelt að koma auga á hana. Við leiðbeinum þér að sjá rauðu plánetuna.

BIRT: 17/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Um Mars

 

Rauður nágranni okkar kíkir í heimsókn

Eitt af þeim himintunglum sem auðveldast er að koma auga á um þessar mundir er rauða plánetan Mars. Reikistjarnan er meðal björtustu fyrirbæra á stjörnuhimninum – þrátt fyrir að nú sé tiltölulega langt á milli Mars og Jarðar á brautum sínum um sólu. En um það bil einu sinni á tveggja ára fresti kemur Mars nær okkur – þ.e. í um það bil 100 milljón kílómetra fjarlægð – þegar Sólin, Jörðin og Mars eru í beinni línu.

 

En það mun ekki gerast á þessu ári. Mars er auðþekkjanleg á rauð-appelsínugulum bjarma hennar sem stafar af ryðrauðu ryki á yfirborði og í lofthjúpi plánetunnar. Rykið er rautt vegna þess að yfirborð Mars inniheldur tiltölulega mikið magn af járnoxíði sem einnig gefur m.a. ryði og blóði lit. Yfirborð Mars inniheldur 18 prósent járnoxíð en á Jörðinni er sú tala átta prósent. Þú getur auðveldlega séð litinn á Mars með berum augum eða sjónauka.

 

Leiðbeiningar til að sjá Mars

Kl. 22 finnurðu Mars u.þ.b. 50 gráður fyrir ofan suður- eða suðvestur sjóndeildarhringinn.

Hvar og hvenær?

Á hverju kvöldi í janúar kl. 22 má sjá Mars í suður- eða suðvesturátt um það bil 50 gráður fyrir ofan sjóndeildarhringinn. Að kvöldi og nóttu færist plánetan svo niður til vesturs.

 

Þann 30. janúar mun tunglið fara mjög nálægt Mars á himninum.

 

Í sjónauka má jafnvel sjá smáatriði á yfirborði Mars eins og hvítar íshettur pólanna. Þú verður að nota mikla stækkun, þ.e. linsu með stuttri brennivídd.

BIRT: 17/01/2023

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is