Náttúran

Apar þekkja gamla vini

Ný rannsókn leiðir í ljós að simpansar og bonoboapar geta þekkt myndir af ættingjum og vinum sem þeir hafa ekki séð í 25 ár.

BIRT: 04/10/2024

Þú kannast kannski við tilfinninguna sem fylgir því að fletta gegnum gömul myndaalbúm og sjá þar mynd af einhverjum sem þú hefur ekki séð áratugum saman. Nafnið er kannski gleymt en þú manst að þið voruð nágrannar og lékuð ykkur saman.

 

Nú hefur ný rannsókn vísindamanna hjá John Hopkins-háskóla og Kaliforníuháskóla sýnt fram á að simpansar og bonoboapar geta þekkt ættingja og vini sem þeir hafa ekki séð í aldarfjórðung.

 

Viðurkenndir fjölskyldumeðlimir eftir 26 ár

Rannsóknin var gerð á simpönsum og bonoboöpum í dýragörðunum í Edinborg í Skotlandi, Planckendael í Belgíu og Kumamoto í Japan. Notaðar voru myndir af öpum sem ýmist voru dauðir eða fluttir úr dýragörðunum og rannsóknaraparnir höfðu ekki séð í a.m.k. níu mánuði.

 

Aparnir voru lokkaðir inn í sérstakt herbergi með því að bjóða þeim djús og meðan þeir sötruðu veitingarnar voru þeim sýndar myndir af tveimur öpum. Önnur var af gömlum kunningja en hin af alveg óþekktum apa.

Með hjálp innrauðra augnamyndavéla gátu rannsakendur séð hvaða myndir aparnir stöldruðu lengst við.

Innrauðar myndavélar fylgdust með augnhreyfingum apanna og þar með var hægt að mæla hvert aparnir horfðu og hve lengi þeir skoðuðu hvora mynd.

 

Og aparnir reyndust horfa miklu lengur á vini eða ættingja sem þeir þekktu, alveg án tillits til þess hve lengi aðskilnaðurinn hafði varað. Lengstum tíma vörðu þeir til að skoða myndir af öpum sem þeir höfðu haft náin og góð tengsl við.

Þegar fremur loðinn franskan hermann rak á land í grennd við enska bæinn Hartlepool á meðan Napóleonsstríðin geisuðu, féll þeim innfæddu allur ketill í eld.

Merkilegast þótti að bonoboapynjan Louise skyldi þekkja systur sína Lorettu og Erin frænku sína en þær hafði hún ekki séð í meira en 26 ár.

 

Niðurstöðurnar sýna að félagslegt minni mannapa nær a.m.k. 26 ár aftur í tímann og þeir virðast því langminnugastir allra dýra.

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© Kate Grounds/ Edinburgh Zoo.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is