Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Fyrir 50 árum voru veggjalýs orðnar sjaldséðar, æ tíðari ferðalög valda því að þeim fer nú aftur fjölgandi. Vísindamenn eru að þróa ný vopn í baráttunni við þessar þrálátu blóðsugur – en eitt getur maður þó gert alveg upp á eigin spýtur.

BIRT: 11/12/2024

Eftir langan dag í öngþveitinu í New York kemur þú loksins heim á hótelherbergið úrvinda af þreytu. Þú hallar þér á koddann og slekkur ljósið. Loksins geturðu slakað á í friði og ró.

 

En friðurinn stendur reyndar ekki lengi. Í myrkrinu skríða lítil, brúnleit skorkvikindi upp á milli gólfborðanna og út um rifur á rúmdýnunni. Þetta eru veggjalýs og þær þurfa enga leiðsögn til að finna þig, stinga rananum í húðina og sjúga í sig blóðið af taumlausri græðgi. Þú vaknar fljótlega við kláða á handleggjum og fótum og þegar þú kveikir ljósið, blasir ástæðan við þér: Líkaminn er þakinn veggjalúsum.

 

Þú fyllist örvæntingu, hristir og lemur af þér skorkvikindin, pakkar niður í töskuna og yfirgefur hótelið. En nokkuð margar af þessum blóðsugum hafa komið sér fyrir í óhreinu fötunum og fylgja nú með þér yfir á annað hótel eða kannski heim.

 

Mikil aukning ferðalaga á síðustu áratugum hefur valdið því að veggjalýsnar eru orðnar að alheimsplágu en verst er að eiga við þær í stórborgum, þar sem æ erfiðara verður að ráða niðurlögum þeirra. Vísindamenn hafa sig því alla við um þessar mundir við að finna nýjar leiðir í baráttunni, m.a. gildrur og erfðabreyttar veirur.

 

Sjúga blóð á nóttunni

Veggjalýs tilheyra sérstakri ætt skordýra sem sérhæfa sig í að sjúga blóð úr dýrum með heitt blóð. Mannfólkið verður helst fyrir barðinu á tegundinni Cimex Lictularius sem er rauðbrún að lit og um 5-6 mm að lengd.

 

Yfir daginn felast blóðsugurnar í sprungum og rifum en leita uppi bráð sína þegar myrkrið hefur tekið völdin og stinga þá hárbeittum sogrönum sínum í húðina til að metta óseðjandi hungur sitt.

Líkami veggjalúsar er flatur og hannaður fyrir þröngar sprungur og rifur. Þegar myrkrið skellur á heldur lúsin út í leit að fersku blóði.

Á 5-10 mínútum getur veggjalús sogið í sig allt að sexfalda eigin þyngd. En eftir svo höfðinglega máltíð getur skepnan sem best beðið hálfan mánuð eftir þeirri næstu. Ef nauðsyn krefur geta dýrin lifað í allt að 400 daga án næringar.

 

Þessi sérstæða hæfni til að lifa án matar er þó bara ein af skýringum þess hvers vegna veggjalýs eru jafn lífseigar og raun ber vitni. Önnur skýring felst í fjölgunarhæfninni.

 

Fjölgunaraðferðin virðist nokkuð grimmileg en kardýrið stingur oddhvössum lim sínum einhvers staðar í kvið kvendýrsins og sprautar þar inn sæði sínu. Það berst síðan um þar til það nær til eggjanna.

Örskrímsli stingur að aftan og framan

Bæði kynin sjúga blóð gegnum hvassan framrana en karlinn hefur líka hvassan brodd sem hann notar við mökun.

Blóðsuguraninn

Rani veggjalúsar stingst gegnum húðina og sprautar inn efnum sem deyfa og hindra storknun blóðs. Síðan getur skordýrið sogið blóð án þess að fórnarlambið taki eftir.

Limur gatar kviðinn

Karldýrið stingur oddhvössum getnaðarlim bara einhvers staðar í kvið kvendýrsins. Sæðið berst síðan um líkamann til eggjastokkanna þar sem eggin frjóvgast.

Eftir frjóvgun gýtur kvendýrið allt að sjö eggjum á dag og samtals geta þau orðið um 500 á 10-12 mánaða ævi. Þetta gerir það að verkum að stofninn getur margfaldast á skömmum tíma, einkum ef nóg er af fórnarlömbum til að sjúga.

 

Nýklaktar lirfur þurfa eina blóðmáltíð fyrir hvert þroskastig sem eru fimm talsins. Ekki fyrr en að þeim þroska loknum eru dýrin fullorðin og geta sjálf tekið að fjölga sér.

Litlu lirfurnar líta út eins og litlar útgáfur af fullvöxnum veggjalúsum þegar þær klekjast út, en þær fara í gegnum fimm þroskastig áður en þær geta byrjað að fjölga sér.

Strax þegar lirfurnar klekjast eru þær fullfærar um að finna sér fæðu. Í þreifurum þeirra eru viðtakar sem skynja lykt, líkamshita og koltvísýring í útöndun fórnarlambsins.

 

Prótín til deyfingar

Þegar lirfa eða fullvaxin veggjalús hefur fundið sér bráð réttir skepnan út hárbeittan rana og stingur honum í húð fórnarlambsins. En fyrst sprautar lúsin prótínum sem bæði deyfa og koma í veg fyrir blóðstorknun. Síðan hefst blóðsogið.

 

Til allrar lukku bera veggjalýs yfirleitt ekki smitsjúkdóma en stungurnar valda kláða og óþægindum sem stundum valda slæmum vandamálum á húðinni.

 

Ofan á þetta bætist svo að vitneskjan um að hafa veggjalýs í húsinu getur lagst illa í fólk og hefur jafnvel valdið martröðum, svefnleysi, kvíða og ofsóknartilfinningu, sem sagt eins konar áfallastreitu. Í sjaldséðum tilvikum hafa margítrekaðar árásir jafnvel valdið fórnarlambinu blóðskorti.

Allt frá því að forfeður okkar skriðu niður úr trjánum hefur maðurinn verið besti vinur lúsarinnar en sú ást er langt frá því að vera gagnkvæm. Hér eru svör vísindanna um hvernig best er að takast á við þennan bölvaða kláðaskaðvald.

Þessi meindýr má sem sagt hiklaust flokka sem heilbrigðisvandamál sem kostnaðarsamt er að losna við.

 

Nú klæjar um allan heim

Á sjötta áratug 20. aldar hafði veggjalúsum nánast verið útrýmt í auðugri ríkjum. Á næstu áratugum mátti heita að þessi skordýr féllu í gleymsku en upp úr 1990 tók aftur að bera á þeim og nú eru þær aftur orðnar vandamál í 135 löndum.

 

Í Ástralíu fjölgaði veggjalúsatilvikum um heil 4.500% milli 1999 og 2006 og baráttan gegn þeim á þessu tímabili er talin hafa kostað sem svarar um 70 milljónum evra.

 

Veggjalýsnar skríða nú líka fram úr felustöðum sínum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

 

Margoft hefur komið upp faraldur veggjalúsa í stórborgum á borð við París og New York og yfir mörg hótel hefur skyndilega tekið að rigna klögumálum frá gestum sem hafa vaknað upp rauðflekkóttir og með sáran kláða.

Veggjalýs leynast t.d. í rifum í rúmdýnum. Þaðan skríða þær svo að sofandi fórnarlambi á nóttunni. Stungurnar skilja eftir sig rauða bletti sem fólk klæjar í.

Á þremur fyrstu fjórðungum ársins 2023 komu upp 2.667 veggjalúsaárásir í New York en það var 17% fjölgun frá sama tímabili árið áður.

 

Meginástæða þessarar miklu útbreiðslu veggjalúsa er gríðarleg aukning ferðalaga ásamt því að lýsnar eru nú víða orðnar ónæmar fyrir því skordýraeitri sem áður var notað til að eyða þeim.

Settu fötin þín í frystinn þegar þú kemur heim úr ferðalagi. Kuldinn drepur veggjalýsnar á einni viku.

Fólk getur reyndar sjálft haft viss áhrif á útbreiðsluna. Heilbrigðisyfirvöld ráðleggja öllum sem hafa grun um að veggjalýs gætu leynst í farangrinum, að setja öll fötin í plastpoka og stinga þeim í frystinn. Jafnt lirfur sem fullorðnar veggjalýs eru dauðar eftir vikudvöl í 12 stiga frosti.

 

Koltvísýringur platar

En hafi ógæfan þegar riðið yfir og veggjalýs hafa náð fótfestu, þarf að grípa til annarra ráða. Auk skordýraeiturs eru vísindamenn nú að þróa tvær aðferðir.

 

Önnur felst í gildrum þar sem koltvísýringur er notaður til að laða lýsnar að. Þessi aðferð sannaði gildi sitt strax árið 2009 þegar vísindamenn hjá Landbúnaðartilraunastöð Connecticut í BNA notuðu hana í tilraun.

 

Í íbúð þar sem veggjalýs höfðust við reyndu vísindamennirnir annars vegar gildrur sem aðeins sendu frá sér hita og hins vegar gildrur sem bæði nýttu hita og koltvísýring. Í koltvísýringsgildrunni reyndust 5.898 veggjalýs eftir aðeins níu daga en eftir 29 daga hafði hitagildran aðeins náð 656 stykkjum.

Á rannsóknarstofunni vinna vísindamenn að því að þróa gildrur sem nota mannslykt og dæmigerðan líkamshita til að lokka veggjalýsnar.

Aðrir vísindamenn reyna nú að vinna á lúsunum innan frá. Í tilraunastofum hefur tekist að koma fyrir í veggjalúsum RNA-sameindum sem geta lokað fyrir nauðsynleg gen og komið þannig í veg fyrir framleiðslu prótína.

 

Þetta kemur í veg fyrir að veggjalýsnar geti fjölgað sér og tilraunir hafa sýnt að aðferðin fækkar í stofni veggjalúsa um 90%.

Þrjár nýjar aðferðir gegn veggjalúsum

Þegar veggjalýs finnast í hótelherbergi – eða kannski á heimili – er afar erfitt að losna við þær. Víða um heim eru þessi skordýr líka orðin ónæm fyrir skordýraeitri og við þurfum því að finna ný vopn í baráttunni.

1. Eitur og hiti hreinsa rýmið

Nú eru eitur og heit gufa öflugustu aðferðirnar til að vinna bug á veggjalúsum. Skordýraeitur hefur æ minni virkni en gufan virkar enn. Þessi skordýr drepast á 20 mínútum í 48 gráðu hita.

2. Veirur drepa lýs innan frá

Vísindamenn eru að genabreyta veirum til að sýkja veggjalýs og setja í þær RNA-sameindir sem stöðva framleiðslu prótína þannig að lýsnar geti ekki fjölgað sér.

3. Mannaþefur lokkar í gildru

Tilraunir sýna að veggjalýs laðast að gildrum sem líkja eftir mannaþef og líkamshita. Best virka gildrurnar ef frá þeim berst koltvísýringur á við útöndunarloft manna.

Vísindamennirnir rannsaka nú hvernig auðveldast sé að koma þessum RNA-sameindum í veggjalýsnar.

 

Einn möguleikinn er sá að græða sameindirnar í veirur sem síðan gætu sýkt veggjalýsnar. Takist það er hugsanlegt að maðurinn nái loks alvöru forskoti í hinni ævafornu baráttu við þessi meindýr.

 

Líffræðingar telja að upphaflega hafi mannfólkið fengið veggjalýsnar í arf frá leðurblökum, þegar menn og leðurblökur höfðu aðsetur í sömu hellum fyrir kannski 200.000 árum.

 

Þegar menn fluttu sig úr hellunum og komu sér upp öðrum bústöðum fylgdu veggjalýsnar með – og alla tíð síðan hafa þær verið laumufarþegar í farteskinu og lagt undir sig heiminn samtímis mannkyninu.

HÖFUNDUR: Jonas Meldal

© Shutterstock. © Dennis Kunkel Microscopy/SPL. © Power and Syred/SPL. © Shutterstock/ISM/SPL. © Thierry Berrod/Mona Lisa Production/SPL.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is