Besta leiðin til að verjast lús

Allt frá því að forfeður okkar skriðu niður úr trjánum hefur maðurinn verið besti vinur lúsarinnar en sú ást er langt frá því að vera gagnkvæm. Hér eru svör vísindanna um hvernig best er að takast á við þennan bölvaða kláðaskaðvald.

BIRT: 09/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

„Megi þessi fílabeinstönn fjarlægja lúsina úr hárinu og skegginu.“ Svo hljóðar áletrun Kanverja á 3.700 ára gömlum fílabeinskambi sem fannst í Ísrael. Áletrunin er því elsta skriflega heimildin um hina eilífu baráttu mannsins við lús.

 

Í gegnum tíðina hafa gríðarlega mörg furðuleg lúsalyf verið prófuð. Á 20. öld notuðu húsmæður til dæmis bæði steinolíu og bensín og hið bannaða skordýraeitur DDT útrýmdi nánast lús í Bandaríkjunum. En bæði DDT og síðar kemískir lúsabanar urðu að láta í lægra haldi þar sem lúsin þróaði með sér viðnám gegn efnunum.

Lúsaeitur drap ekki eingöngu lúsina

Í gegnum tíðina hafa úrræðin gegn lús verið mörg og sum hver ákaflega lífshættuleg.

 

  • Lúsakambar eru elsta þekkta baráttutækið gegn lús og þeir hafa fundist í egypskum grafhýsum frá u.þ.b. 3000 f.Kr.

 

  • Kínverjar notuðu kvikasilfurs- og arsenikblöndur gegn lús u.þ.b.  1200 f.Kr. – sem vissulega var slæmt fyrir bæði lúsina og heilsuna.

 

  • Stuttu eftir fæðingu Krists voru rómverskir herir þjakaðir af lús. Náttúrusagnfræðingurinn Plinius eldri taldi lausnina vera að hermennirnir ættu að drekka fljótandi blöndu af snákaeitri.

Skammlífar kynslóðir og tiltölulega mikill fjöldi lúsa gerir það að verkum að hún aðlagast eiturefnum mjög fljótt.

 

Þess vegna eru flest nútíma lúsalyf laus við eiturefni og samanstanda til dæmis af sílikonolíu sem lamar öndunarfæri lúsarinnar og hægir á þroska eggjanna. Sú aðferð getur hins vega sjaldan staðið ein og sér.

 

Vegna þess að lífsferill lúsanna er stuttur, þar sem egg breytast í fullorðna lús á aðeins 14 dögum, er mikilvægt að tryggja að öll lúsin sé fjarlægð og það er best gert með fíntenntum lúsakambi.

Lúsin verður fljótt kynþroska

Eftir um það bil tíu daga verður lúsalirfan kynþroska og er tilbúin að fæða nýjar kynslóðir lúsa.

 

1. Líf lúsarinnar hefst í egginu. Við bestu skilyrði verpir kvenlúsin fjórum eggjum á dag sem hún límir á hárstrengina með sterkum vökva sem hún framleiðir.

 

2. Eftir aðeins eina viku hefur fóstrið þróast yfir í lirfustig og skríður út. Lúslirfan sýgur þá fyrstu máltíð sína úr hársverðinum.

 

3. Lirfan þarf að umbreytast þrisvar sinnum til að verða fullorðin og hvert þrep lirfunnar tekur u.þ.b. þrjá daga. Á meðan sýgur lúsin blóð úr hársverðinum.

 

4. Lúsin verður kynþroska strax eftir síðustu umbreytingu og makast. Kvenkyns lúsin verpir síðan frjóvguðum eggjunum.

Berið í hárið hárnæringu sem þarf ekki að skola úr aftur. Hárinu er síðan skipt í 3-4 cm breiða hluta og greitt í gegn frá rót til hárenda. Eftir hvert skipti þarf að þurrka kambinn með pappírsþurrku. Kremjið mögulega lifandi lús með skeið eða álíka.

 

Endurtaktu meðferðina annan hvern dag þar til hvorki sést tangur né tetur af lús.

 

Lúsafaraldur brýst oft út eftir lengri frí þegar við gleymum að athuga börnin. Því ætti að skoða alla fjölskylduna fyrir lús í lok hvers frís eða ferðalags.

BIRT: 09/03/2023

HÖFUNDUR: LENNART KIIL , MORTEN KJERSIDE POULSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© V. S. Smith/Univ. of Utah/Shutterstock,© Shutterstock/CDC/SPL.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is