Ef þú finnur fyrir sviða og kláða, roða í húð eða bólgu í kulda gætir þú verið með kuldaofnæmi.
Ofnæmi getur verið tvennskonar: arfgengt og áunnið. Í því síðarnefnda koma einkenni fram á 5-10 mínútum í kulda og vara venjulega í 1-2 klukkustundir. Erfðir eru erfiðari þar sem einkennin koma fyrst eftir 1-2 daga og vara svipað lengi.
Ofnæmisviðbrögðin losna úr læðingi í köldu vatni, frosti eða neyslu kaldra matvara og drykkja. Sund í ísköldu vatni eða vera úti í bítandi köldu roki er sérlega varasamt. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur kuldinn leitt til mjög lágs blóðþrýstings, yfirliðs eða svokallaðs bráðaofnæmislosts sem getur verið lífshættulegt.
Hrjáir einkum ungar konur
Aðeins 0,05 prósent mannfólks þjáist af hinu undarlega ofnæmi, sem er algengast meðal ungra kvenna. Langflestir eru með áunna gerð en arfgenga gerð er afar sjaldgæf.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur kuldaofnæmi en, eins og annað ofnæmi, bregst ónæmiskerfið harkalega við og losar mikið magn af kemískum efnum, þar á meðal histamíni.
Kuldaofnæmi er meðhöndlað með andhistamínum og með því að forðast kalt loft og kalt vatn. Oft hverfur ofnæmið af sjálfu sér innan nokkurra ára.
