Flestir foreldrar kannast við svefnlausar nætur með börnum sem neita að koma sér í ró og þann kvíða sem það skapar fyrir hegðun barnsins daginn eftir.
En í rauninni getur ákveðin rútína haft meiri áhrif á getu barnsins til að stjórna bæði tilfinningum og hegðun heldur en gæði svefnsins sjálfs.
Þetta sýnir nýleg rannsókn frá Penn State háskólanum þar sem vísindamenn hafa kannað tengsl svefnvenja barna og sjálfstjórnar þeirra.
Að mati bandarískra svefnfræðinga getur háttatími barna haft varanleg áhrif á tilfinningalegan og félagslegan þroska þeirra.
Reglulegur háttatími bætir sjálfstjórn
Í rannsókninni tóku þátt 143 sex ára börn. Þau voru með mælitæki á úlnliðnum í sjö daga til að mæla svefn og virkni.
Börnin höfðu mismunandi svefnvenjur eins og mislangan nætursvefn og mismunandi háttatíma.
Yfir daginn fylgdust rannsakendur með hegðun barnanna við ýmsar aðstæður sem gætu auðveldlega valdið óöryggi.
Þetta átti til dæmis við um meðhöndlun einstaks barns á dótakassa sem var erfitt að opna og samvinnu við foreldra í skapandi starfi.
Miðað við svefnvenjur og hegðun barnsins daginn eftir gátu rannsakendur komist að þeirri niðurstöðu að ein tiltekin venja gerði gæfumuninn.
Börn með reglulega háttatíma voru rólegri og sýndu meiri sjálfstjórn þegar þau stóðu frammi fyrir streituvaldandi aðstæðum eða þurftu að vinna með öðrum.
Dægurtaktsstöðin stjórnar innri klukkunni
Ljós hjálpar til við að stjórna dægurtakti okkar í gegnum ljósnæmar frumur í auganu. Þær senda skilaboð til svæðis í heilanum sem kallast SCN (suprachiasmatic nucleus). Það stjórnar takti heilans í 24 klst. lotum. SCN gefur einnig skipanir um að framleiða melatónín þegar það er dimmt.
SCN stjórnar sólarhringstaktinum og sér meðal annars til þess að líkamshitinn sé hærri á daginn en á nóttunni. SCN skipar einnig nýrnahettum að búa til kortisól á ákveðnum tímum dags.
SCN sendir skilaboð í gegnum streituhormónið kortisól sem er framleitt í nýrnahettunum, til stöðvar fyrir vitsmunastarfsemi (heilabörk) og stöð fyrir fínhreyfingar (litla heila): Það er kominn tími til að hvíla sig.
Í gegnum mænuna lætur SCN heilaköngulinn umbreyta boðefninu serótóníni í melatónín sem gerir okkur syfjuð.
Dægurtaktsstöðin stjórnar innri klukkunni
Ljós hjálpar til við að stjórna dægurtakti okkar í gegnum ljósnæmar frumur í auganu. Þær senda skilaboð til svæðis í heilanum sem kallast SCN (suprachiasmatic nucleus). Það stjórnar takti heilans í 24 klst. lotum. SCN gefur einnig skipanir um að framleiða melatónín þegar það er dimmt.
SCN stjórnar sólarhringstaktinum og sér meðal annars til þess að líkamshitinn sé hærri á daginn en á nóttunni. SCN skipar einnig nýrnahettum að búa til kortisól á ákveðnum tímum dags.
SCN sendir skilaboð í gegnum streituhormónið kortisól sem er framleitt í nýrnahettunum, til stöðvar fyrir vitsmunastarfsemi (heilabörk) og stöð fyrir fínhreyfingar (heila): Það er kominn tími til að hvíla sig.
Í gegnum mænuna lætur SCN heilaköngulinn umbreyta boðefninu serótóníni í melatónín sem gerir okkur syfjuð.
Til dæmis sýndu börn sem höfðu reglulegan háttatíma sem breyttist ekki meira en um 20 mínútur á sjö dögum, meiri ró en börn þar sem háttatími var breytilegur um tvær klukkustundir.
„Börn sem fóru að sofa á sama tíma á hverju kvöldi höfðu almennt betri stjórn á hegðun sinni og tilfinningum. Aftur á móti sýndu börn sem höfðu óreglulegan svefn- og háttatíma meiri hvatvísi og minni sjálfsstjórn,“ segir Adwoa Dadzie, atferlisfræðingur við Penn State háskólann, í fréttatilkynningu.
Svefnleysi skaðar þarmana
Slökktu á farsímanum og farðu að sofa! Margar dýratilraunir hafa sýnt að langtíma svefnleysi getur beinlínis verið banvænt. Nú sýna nýjar tilraunir að það er ekki heilinn heldur þarmarnir sem gefa sig fyrst.
Að sögn rannsakenda geta foreldrar sem setja skýrar svefnvenjur því hjálpað börnum sínum að þróa jákvæða hegðun.
„Þegar foreldrar koma á skýru skipulagi og bregðast við þörfum barna sinna á viðeigandi hátt, ná börnin betri árangri hvað varðar þyngdarstjórnun og hegðun – jafnvel mörgum árum síðar,“ sagði Orfeu Buxton, atferlisfræðingur við Penn State háskólann og meðhöfundur rannsóknargreinar sem birt var í Journal of Developmental and Behavioral Pediatrics.
Fastur háttatími er ekki aðeins mikilvægur fyrir börn – þetta gagnast líka fullorðnum.
Stór rannsókn frá Oxford háskóla árið 2023 sýndi að reglulegur svefn getur dregið verulega úr hættu á alvarlegum sjúkdómum og ótímabærum dauða í öllum aldurshópum.