Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Listinn yfir sjö undur veraldar til forna hefur alvarlegan galla: Sex af sjö byggingarafrekunum sem Forngrikkjar heilluðust af er ekki lengur að finna. Því ákvað svissneski auðkýfingurinn Bernard Weber árið 2001 að standa fyrir kosningu á netinu. Heimsbyggðin átti að velja hvaða byggingarafrek teljast nú vera sjö undur veraldar.

BIRT: 21/03/2024

Eftir hernaðarleiðangur Alexanders mikla á þriðju öld f.Kr. komust Grikkir í tæri við Babýlon, Persíu og Egyptaland – og þeir urðu svo stórkostlega hrifnir af því sem bar fyrir augu að þeir settu saman lista yfir helstu undur veraldar. 

 

Síðan hefur m.a. vitinn í Alexandríu og hangandi garðar Babýloníu horfið. Einungis pýramídarnir í Giza eru eftirstandandi. Því er tímabært að kynna nýjan lista yfir undur veraldar sem enn er hægt að sjá og dásama. 

 

Á listanum er m.a. að finna fornan bæ sem var hogginn út í bergvegg í eyðimörk og marmaragrafhýsi sem er svo fallegt að það var kallað „Tár á hvarmi tímans“ þegar það var fullbúið. 

 

PETRA

Eftir að hafa legið yfirgefin í margar aldir enduruppgötvaði svissneski fornleifafræðingurinn J.L. Burchhardt Petru árið 1812. 

Bær hogginn í stein 

Falið á bak við hátt saltsteinsberg, 170 km suður undan höfuðborg Jórdaníu er að finna þorpið Petru – staður sem er svo ævintýralegur að hann er drjúgur hluti leikmyndarinnar fyrir kvikmyndina Indiana Jones og síðasta krossferðin (1989).

 

Gestir geta einungis farið til bæjarins í gegnum tveggja kílómetra langt og þröngt gljúfur þar sem á rann eitt sinn og sá íbúum Petru fyrir neysluvatni.

 

Nú er borgin yfirgefin og tóm grafhýsi – að hálfu byggð og hálfu hoggin inn í bergið – eru til vitnis um horfna siðmenningu.

 

Fornleifafræðingar telja að Petra hafi þegar verið byggð á forsögulegum tíma og að borgin hafi á blómaskeiði sínu hýst um 40.000 íbúa.

 

Um árið 170 f.Kr. gerði þjóðflokkur Nabatea Petru að höfuðborg í ríki sem náði yfir Jórdaníu, Ísrael og hluta af arabíska skaganum. 

 

Petra var verslunarmiðstöð fyrir kaupmannalestir svæðisins og bæði arabískir, egypskir og fönískir kaupmenn héldu til þessarar leyndu borgar til að skiptast á vörum.

 

Í Rómarveldinu missti þetta undur eyðimerkurinnar smám saman mikilvægi sitt og á endanum var Petra yfirgefin. 

 

COLOSSEUM

Leikvangur Colosseum var ekki aðeins notaður fyrir skylmingaþræla og bardaga þeirra, heldur einnig fyrir leikrit og opinberar aftökur. 

50.000 Rómverjar ærðust á leikvangi dauðans 

Samkvæmt rómverska skáldinu Juvenal voru „brauð og leikar“ það eina sem skipti makráðuga landa hans máli. Þessi blóðuga skemmtun fór fram í Colosseum, hinu magnaða hringleikahúsi í Róm. 

 

Þar börðust skylmingaþrælar upp á líf og dauða fyrir framan keisarann og 50.000 áhorfendur hvöttu þá ákaft áfram á áhorfendapöllunum.

 

Þrátt fyrir að hringleikahúsið sé nú hrunið niður á mörgum stöðum er hringleikvanginn með fjórum pöllum enn að finna og árlega halda milljónir ferðamanna þangað.

 

Colosseum hafði upprunalega 80 innganga, 76 þeirra voru fyrir almenning, meðan keisarinn og starfsfólk Colosseums höfðu hvort sína tvo innganga. Í kjallara voru villt dýr geymd, sem og vopn fyrir skylmingaþrælana.

 

Bygging Colosseum hófst árið 72 e.Kr. af Vespasían keisara og var tekið í notkun árið 80 e.Kr. af syni hans Títusi en báðir tilheyrðu þeir úr flavísku konungsættinni.

 

Undur þetta hét því upprunalega Flavíska hringleikhúsið. Nafnið Colosseum er komið frá risavaxinni styttu af keisara Neró sem sólguði en hún stóð nálægt byggingunni. 

 

CHICHÉN ITZÁ

Á 10. öld var meginpýramídi Chichén Itzá nefndur upp á spænsku El Castillo (höllin). 

Hof gegndi hlutverki risaalmanaks 

Umlukið þéttum regnskógi liggur Chichén Itzá –10 ferkílómetra stórar rústir Maya-borgar – á mexíkóska Yucatan-skaganum.

 

Fræðimenn telja að Mayar hafi stofnað Chichén Itzá um 550 e.Kr., mögulega vegna ferskvatnshella á svæðinu en í þá mátti sækja nægt drykkjarvatn.

 

Mitt í bænum liggur El Castillo pýramídinn en hver hlið hans snýr í sína höfuðátt. Hofið státar af 365 þrepum, eitt fyrir hvern dag ársins. Þegar sólin gengur til viðar á jafndægrum – 21. mars eða 22. september – mynda skuggarnir slöngulíka fígúru á pýramídanum, rétt eins og það sé hylling Mayanna til slöngusólguðsins Quetzalcoatl. 

Eftir öllum ummerkjum að dæma var Chichén Itzá helgistaður og verslunarmiðstöð sem á stórveldistíma sínum var með einhverja 35.000 íbúa.

 

Um árið 1850 var Chichén Itzá yfirgefinn og þegar spænskir nýlenduherrar komu á 16. öld lifðu Mayar á Yucatan-skaga í fábrotnum þorpum. 

 

Allt fram að því að byggingin var grafin upp á 19. öld voru rústirnar týndar og tröllum gefnar í frumskóginum. 

 

MACHU PICCHU

Rústir Inkahúsanna liggja í hrúgum milli brattra stallanna, þar sem fræðimenn telja að margvíslegar nytjajurtir hafi verið ræktaðar. 

Orlofsbær Inka gleymdist í fjöllunum 

Á fjallshrygg, 700 metrum yfir Urubamba-fljóti og tveimur kílómetrum yfir sjávarborði gnæfir yfirgefni Inka-bærinn Machu Pichu. Ár hvert halda þúsundir ferðamanna þangað til að upplifa meira en 150 rústir og ótrúlega magnað útsýnið. 

 

Machu Pichu var byggt á árunum 1450 – 1470 sem áfangastaður ferðamanna fyrir inkakeisarann Pachacuti sem ríkti yfir hinu víðfeðma Inkaríki frá 1438 til 1471. 

 

Fornleifafræðingar telja að bærinn sem búið var í hluta ársins, hafi hýst 750 manns af æðstu stétt og þjónustulið þeirra. 

 

Á 16. öld var þessi afskekkti bær yfirgefinn – samkvæmt einni tilgátu í kjölfar borgarastyrjaldar milli keisaranna Athualpa og Huáscar.

 

Þegar spænskir landvinningamenn komu þangað sjö árum síðar og hernámu nærliggjandi stórborgina Cusco, var tilvist Machu Pichu og þekking um blómaskeið bæjarins horfin úr sögunni. 

 

Það var síðan ekki fyrr en árið 1911 sem bæjarrústirnar voru uppgötvaðar á ný af bandaríska ævintýramanninum Hiram Bingham. 

 

TAJ MAHAL

Hvítt hvolfþak Taj Mahal og fjórir bænaturnar eru smíðaðir úr marmara og inngreyptir með litríkum eðalsteinum, tilvitnunum í Kóraninn og listilegum blómaskreytingum.

Skreytt eðalsteinum frá gjörvallri Asíu

„Tár á hvarmi tímans“ – þannig lýsti indverska skáldið Rabindranath Tagore hinu íkoníska marmaragrafhýsi, Taj Mahal.

 

Þessi þekktasta bygging Indlands laðar ár hvert milli 7 og 8 milljón gesti til borgarinnar Akra í norðanverðu Indlandi. Þar geta ferðamennirnir notið þessa arkitektóníska undurs með sinn samhverfa garð með síkjum sem á að tákna Paradís. 

 

Þetta múslimska minnismerki stendur til eilífrar minningar um elskaða konu. Árið 1631 þegar N-Indland var undir stjórn múslima dó Arjumand Bano Begum af barnsförum. Þessi kona hafði verið uppáhalds eiginkona stórmógúlsins Shah Jahans.

 

Frávita af sorg fyrirskipaði mógúllinn byggingu á einstöku grafhýsi og lét m.a. safna saman framandi eðalsteinum í bygginguna frá Kína, Sri Lanka og Arabíu.

 

Frá árinu 1633 til 1653 voru 22.000 verkamenn önnum kafnir við að smíða Taj Mahal. Árið 1666 lést Shah Jahan og var lagður til hvílu við hlið eiginkonu sinnar í grafhýsinu.

 

KÍNAMÚRINN

Kínamúrinn samanstendur bæði af löngum varnargörðum yfir miklar sléttur og íkonísku múrunum sem ná yfir meira en 3.000 km.

Múrinn var byggingastaður í 2.000 ár

Árið 1969 var geimfarið Apollo 11 á braut um tunglið. Um borð gat bandaríski geimfarinn Michael Collins afsannað þrautseiga flökkusögu – hann gat ekki séð Kínamúrinn með berum augum.

 

Þrátt fyrir að byggingin liggi yfir stóran hluta af norðanverðu Kína er heimsins stærsti varnarmúr nefnilega einungis sex metra breiður. 

 

Í opinberri mælingu frá 2012 var lengd múrsins frá N-Kóreu í austri til Gobieyðimerkurinnar í vestri sögð vera 2.196 km.

 

Fyrsti múrinn var samkvæmt sagnfræðingum reistur á sjöttu öld fyrir Krist. Fjórum öldum síðar ákvað Qin Shi Huangdi, fyrsti keisarinn yfir sameinuðu Kína, að stækka múrinn.

 

Þúsundir hermanna og refsifanga strituðu við að reisa fyrsta hluta „Wan-Li

 

Qang-Qeng“, eins og Kínverjar nefndu þetta undur. Undir Ming-keisaradæminu (1368 – 1644) fékk múrinn núverandi form sitt með háum ytri veggjum úr múrsteini og veglegum varðturnum. 

 

Eftir að belgíski trúboðinn Ferdinand Verbiest sá múrinn á 17. öld skrifaði hann frá sér numinn: 

 

„Sjö undur veraldar geta ekki samanlagt jafnast á við þetta meistaraverk!“

 

KRISTSTYTTAN

Til varnar sólinni og hitabeltisrigningunni var Cristo Retendor hjúpaður magnesíumsteindum til að verja styttuna fyrir náttúruöflunum.

Kennileiti Rio var mótað í París 

Á fjalli einu nærri Rio De Janeiro trónir hin 30 metra háa Cristo Redentor en það er portúgalska fyrir „Frelsarinn Kristur“. 

 

Kláfur tengir Rio við toppinn á Corcovado-fjalli, þar sem þessi 1.145 tonna stytta gnæfir 710 metra yfir sjávarborði. 

 

Þetta verkfræðilega undur átti samkvæmt áætlun að verða tilbúið árið 1922 þegar Brasilía fagnaði aldarafmæli þess að hafa hlotið sjálfstæði frá nýlenduveldinu Portúgal. 

 

En það var fyrst árið 1931, eftir áralanga erfiðisvinnu sem verkfræðingurinn Heitor da Silva Costa gat kynnt Jesús-styttuna fullbyggða fyrir heiminum en faðmur hennar telur heila 28 metra milli handanna.

 

Til þess að gera hendurnar og höfuðið eins eðlilegt og mögulegt var fengu myndhöggvararnir hinn franska Paul Landowski sem mótaði gripina í fullri stærð í vinnustofu sinni í París. 

 

Mótunum af andlitinu og höndunum var síðan siglt til Brasilíu, þar sem þau voru fyllt með steypu. Síðan var hægt að setja Jesús saman eins og risavaxið Legó-sett, þar sem höfuðið sem dæmi samanstendur af 50 steyptum einingum. 

Sjö undur fornaldar: Aðeins pýramídarnir standa enn

 

Einhvern tíma um árið 120 f.Kr skráði gríska skáldið Antipater sjö af stærstu undrum hins forna heims.

 

Talan sjö þótti töfrandi og hefur sést á svipuðum listum. Núverandi listi yfir sjö undur fornaldar var svo loks staðfestur á endurreisnartímanum.

 

1. Pýramídarnir í Giza

Pýramídarnir þrír í Giza í Egyptalandi voru reistir um 2500 f.Kr. Hinar tilkomumiklu faraógrafir eru eina upprunalega furðuverkið sem enn stendur. Hins vegar hafa pýramídarnir ekki alveg farið varhluta af tímans tönn sem m.a hefur sorfið um 10 metra af hinum upprunalega 146 metra háa Keopspýramída.

 

2. Hengigarðarnir í Babýlon

Konungur Babýlon, Nebúkadnesar II, á að hafa á 5. öld f.Kr komið drottningu sinni á óvart með fáguðu garðskipulagi á stöllum nálægt Efrat ánni í núverandi Írak. Að sögn tryggði vatnshjól að stallarnir– sem eru löngu horfnir – voru alltaf grænir og blómstrandi.

 

3. Seifsstyttan í Ólympíu

Um árið 430 f.Kr smíðaði gríski myndhöggvarinn Feidías tólf metra háa styttu af Seifi, konungi guðanna. Hin glæsilega stytta sem skreytt var gulli og fílabeini var reist í musteri Seifs í Ólympíu í Grikklandi. Styttan eyðilagðist í eldi árið 426 f.Kr.

 

4. Artemishofið í Efesos

Í borginni Efesos í núverandi Tyrklandi reistu Forn-Grikkir stórkostlegt súluhof fyrir Artemis, veiðigyðjuna um 550 f.Kr.  Herskáir Gotar rifu mestallt musterið árið 262 og í dag geta þeir sem heimsækja Efesos aðeins séð örlitlar leifar af súlunum.

 

5. Grafhýsið í Halikarnassus

Árið 353 f.Kr lést persneski landstjórinn Mausolos, sem stjórnað hafði Karíuhéraði í núverandi Tyrklandi. Grafhýsi Mausolos með súlum og styttum stóð fram á 16. öld, þegar steinleifar þess voru endurnýttar í kirkjubyggingu á staðnum.

 

6. Risinn á Ródos

Íbúar grísku eyjunnar Ródos reistu risastóra styttu af sólguðinum Helios u.þ.b. 300 f.Kr. Um 225 f.Kr eyðilagðist styttan í jarðskjálfta. Samkvæmt fornum heimildum var styttan yfir 30 metra há.

 

7. Vitinn í Faros við Alexandríu

Í innsiglingunni við borgina Alexandríu í ​​Egyptalandi gátu sjómenn fylgt eftir ljósi risastórs vita úr hvítum marmara sem reistur hafði verið á litlu eyjunni Faros. Að sögn vísindamanna var turninn reistur u.þ.b. 200 árum f.Kr. og var vitinn um 120-140 m hár. Vitinn hrundi í jarðskjálfta á 14. öld.

Lestu meira um sjö undur veraldar 

 

John Romer: The Seven Wonders of the World – A History of the Modern Imagination, Henry Holt & Co, 1995

 

Neil Parkyn: The Seventy Wonders of the Modern World, Thames & Hudson, 2002

HÖFUNDUR: BJØRN ARNFRED BOJESEN

© Shutterstock

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Vinsælast

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Er sólarvarnarkrem eina leiðin til að verjast geislum sólar eða eru til matvörur með sólarvörn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is