12 milljón ára gamalt líf í rafi

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Steingervingafræði

Steingervingafræðingar í Perú hafa nýlega fundið rafklumpa sem innihalda afar vel varðveittar leifar smádýra og plantna.

 

Áætlað er að rafið sé 12 – 15 milljón ára gamalt og hér er að finna steingervinga af býflugum, vespum, flugum, mýi, bjöllum, maurum og blóðmaurum – og að auki smásæjar leifar frjokorna, sveppa, mosa, þörunga, baktería og spora.

 

Þannig hafa vísindamennirnir fundið 17 áður óþekktar tegundir af skordýrum og köngulóm frá forsögulegum tíma á Amasónsvæðinu og í sumum steingervinganna er innihald í einstökum frumum alveg ósnortið og vísindamennirnir geta því greint erfðaefnið og á grundvelli þess staðsett þessar lífverur á ættartré þróunarsögunnar.

 

Fjölbreytnin bendir til að lífríkið á Amasónsvæðinu hafi verið óhemju fjölbreytt fyrir 12 milljónum ára. Stór hluti þessara lífvera hefur þrifist í hlýju og röku loftslagi og vísindamennirnir draga af því þá ályktun að loftslagið hafi á þessum tíma verið svipað og nú.

 

Rafsteingervingar eru fáséðir í Suður-Ameríku og hafa hingað til aðeins fundist í Patagóníu, Frönsku Gvæana og Brasilíu.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.