Með nýrri aðferð til að meta fjölda tegunda hafa líffræðingar, m.a. hjá Museo Nacional de Ciencias Naturales á Spáni, nú komist að þeirri niðurstöðu að froskategundir séu um tvöfalt fleiri á eyjunni Madagaskar, undan strönd Afríku, en þær 244 sem þekktar eru.
Aðferðin fólst í samanburði á erfðaþáttum, líkamsvexti og hljóðum þeirra tegunda sem þegar er vitað um á eyjunni. M.a. erfðagreindu vísindamennirnir 2.850 froska sem teknir voru á alls 170 mismunandi stöðum.
Greiningarnar sýndu mikinn erfðabreytileika. Á grundvelli annarra upplýsinga og með aðstoð ættartrjáa töldu vísindamennirnir sig geta áætlað að á Madagaskar sé trúlega að finna um tvöfalt fleiri tegundir en þær sem þekktar eru. Þeir telja að tegundirnar séu alls 373-465. Á heimsvísu hefur greindum froskategundum fjölgað um 19,4% á síðustu árum og nú eru alls skráðar 6.449 tegundir.
Spænsku vísindamennir gera nú ráð fyrir að froskategundir reynist tvöfalt eða jafnvel fjórfalt fleiri þegar allar hafa verið greindar.