200 óþekktir froskar leynast á Madagaskar

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Með nýrri aðferð til að meta fjölda tegunda hafa líffræðingar, m.a. hjá Museo Nacional de Ciencias Naturales á Spáni, nú komist að þeirri niðurstöðu að froskategundir séu um tvöfalt fleiri á eyjunni Madagaskar, undan strönd Afríku, en þær 244 sem þekktar eru.

 

Aðferðin fólst í samanburði á erfðaþáttum, líkamsvexti og hljóðum þeirra tegunda sem þegar er vitað um á eyjunni. M.a. erfðagreindu vísindamennirnir 2.850 froska sem teknir voru á alls 170 mismunandi stöðum.

 

Greiningarnar sýndu mikinn erfðabreytileika. Á grundvelli annarra upplýsinga og með aðstoð ættartrjáa töldu vísindamennirnir sig geta áætlað að á Madagaskar sé trúlega að finna um tvöfalt fleiri tegundir en þær sem þekktar eru. Þeir telja að tegundirnar séu alls 373-465. Á heimsvísu hefur greindum froskategundum fjölgað um 19,4% á síðustu árum og nú eru alls skráðar 6.449 tegundir.

 

Spænsku vísindamennir gera nú ráð fyrir að froskategundir reynist tvöfalt eða jafnvel fjórfalt fleiri þegar allar hafa verið greindar.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is