21 fórust í sykurflóði

Boston, 1919: Mörg hús jafnast við jörðu eftir mikla sprengingu í sykurtanki við höfnina. 21 lætur lífið og 150 slasast.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Með miklum hvelli springur gríðarstór tankur við höfnina í Boston fyrirvaralaust. Út úr þessum 15 metra háa geymi þeytast 9 milljón lítrar af þykkfljótandi og límkenndri sykurlausn af svo miklum krafti að hún myndar fjögurra og hálfs metra flóðbylgju sem veldur eyðileggingu og dauða.

 

Heilu húsin lyftast af undirstöðum sínum og lest á upplyftri braut fer út af sporinu þegar stálsúlurnar gefa sig vegna þrýstingsins.

 

Hestar og vagnar sogast inn í flóðbylgjuna og hún kippir fótunum undan mörgum þeim sem reyna að forða sér á hlaupum og gleypir þá líka.

 

Lík og slasað fólk liggja eins og hráviði út um allt þegar flóðbylgjan hefur runnið sitt skeið. Alls er 21 lík grafið upp úr sykureðjunnig og 150 slasaðir fluttir á bráðabirgðasjúkrahús sem í skyndingu er komið upp í lagerbyggingu skammt frá.

 

Sprengingin stafar sennilega af því að fyrir örfáum dögum var hér 17 stiga frost en nú er kominn 7 stiga hiti. Hitabreytingin hefur valdið gerjun og um leið þrýstingi í tankinum uns veggirnir brustu að lokum.

 

Margar heimildir segja að eigandi tanksins, U.S. Industrial Alcohol Company, hafi fyrir slysið reynt að dylja leka með því að mála tankinn brúnan.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is