Heilsa

Alhliða bólusetning gegn inflúensu á næsta leiti

GLEÐITÍÐINDI Á ÓGNARÖLD: Vísindamenn hafa róið að því öllum árum í marga áratugi að þróa alhliða bóluefni gegn flensu, sem veitt gæti vörn gegn öllum afbrigðum af inflúensu og staðist ólíkar stökkbreytingar veirunnar. Nú glittir í þáttaskil framundan.

BIRT: 13/11/2021

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Þó svo að flensubólusetning bjargi mörgum mannslífum ár hvert þá er þessi tiltekna tegund bóluefnis sérlega ófullkomin.

 

Árlega reyna vísindamenn að spá fyrir um hvaða flensustofnar verði allsráðandi og hvaða bóluefni þurfi fyrir vikið að þróa.

 

Um er að ræða sérlega kostnaðarsamt og tímafrekt ferli og sú ógn vofir ætíð yfir að flensan geti stökkbreyst á miðju tímabili eða þá að ný flensutegund geri skyndilega vart við sig. Í slíkum tilvikum verður bóluefnið með öllu ónothæft.

 

Hugmyndir um að þróa alhliða bóluefni gegn flensu hafa verið á teikniborðinu svo áratugum skiptir og nú eru loks jákvæð teikn á lofti.

 

Fyrsta alhliða bóluefnið er tilbúið undir 3. stigs tilraunir, en um er að ræða síðasta stigið áður en bóluefni fæst samþykkt til nota á mönnum.

 

Klínískar tilraunir vekja athygli

Vísindamönnum hefur tekist að nota tölvureiknirit til að bera kennsl á fjögur svæði í flensuveirunni sem ekki eru breytilegar frá einni veirugerð til annarrar og sem hafa heldur ekki tilhneigingu til að stökkbreytast.

 

Þeim hefur í kjölfarið tekist að þróa bóluefni, FLU-v, sem virkjar og beinir eitilfrumum ónæmiskerfisins að próteinum á nákvæmlega þessum svæðum.

 

Gerðar hafa verið nokkrar klínískar tilraunir á mönnum og sú síðasta vakti verðskuldaða athygli, því ónæmissvar alls 175 þátttakenda jókst marktækt miðað við samanburðarhópinn. Þetta aukna ónæmissvar greindist jafnvel hálfu ári eftir bólusetninguna.

 

Eftir þessar jákvæðu niðurstöður eru nú fyrirhugaðar fleiri tilraunir sem munu endanlega leiða í ljós hversu vel bóluefnið hrífur gegn þeim flensuveirum sem árlega smita milljónir manna um gjörvallan heim af flensu.

 

 

 

Birt: 13.11.2021

 

 

 

Charlotte Kjaer

 

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is