Search

3 kórónubóluefni á leiðinni: Hér eru bestu og verstu sviðsmyndirnar

Innan tíðar munum við vita hvernig fyrstu kórónubóluefnin virka – hér gefur að líta hvers má vænta í þeim efnum. Hér að neðan er líka skoðanakönnun þar sem þú getur sýnt hvernig þér líst á bólusetningu gegn veirunni.

BIRT: 06/11/2020

LESTÍMI:

3 mínútur

Á næstu mánuðum ráðgera þrír stórir lyfjaframleiðendur – AstraZeneca, Moderna og Pfizer – að opinbera niðurstöður úr þriðja og síðasta fasa tilrauna sinna með bóluefni.

Þar með fáum við að vita hvort læknavísindunum hafi tekist hið ómögulega; að framleiða bóluefni á mettíma. En niðurstöðurnar verða tæplega jafn afgerandi og flestir vonast til.

 

Góðu fréttirnar eru samt að flestir vísindamenn telja að bóluefni muni ráða niðurlögum faraldursins. Slæmu fréttirnar eru að það gæti tekið marga mánuði og jafnvel ár, allt eftir virkni bóluefnanna.

 

Hér eru þrjú helstu viðmiðin sem hafa ber í huga þegar lyfjaframleiðendur setja afrakstur rannsókna sinna á markað:

Aukaverkanir

Hve slæmar verða aukaverkanir vegna bóluefnisins?

Viðbúið er að bóluefni fylgi aukaverkanir og meta þarf þær miðað við skaðsemi sjúkdómsins.

Ekkert skiptir meira máli við þróun bóluefnis en öryggi manna. Þegar tilraunum í 3. fasa lýkur þurfa heilbrigðisyfirvöld í hverju landi fyrir sig að meta niðurstöðurnar. Þau leggja m.a. mat á hve margir af þúsundum þátttakenda fundu fyrir aukaverkunum.

 

Það verða alltaf einhverjar aukaverkanir. Eftir fasa 1 og 2 tilkynnti lyfjaframleiðandinn AstraZeneca sem dæmi ýmsar aukaverkanir stuttu eftir bólusetningu 60% þátttakenda – einkum við stærri skammta:

 

 • Höfuðverkur
 • Verkir
 • Hiti
 • Kuldahrollur
 • Harðsperrur
 • Slappleiki

 

Svo framarlega sem aukaverkanirnar eru mildar og hverfa eftir ásættanlegan tíma verður veitt leyfi fyrir almenna notkun þeirra.

 

Það getur reynst erfitt að uppgötva alvarlegar aukaverkanir til lengri tíma, en yfirleitt eru bóluefni örugg. Samkvæmt einu mati fær 1 af hverjum 100.000 heiftarleg ofnæmisviðbrögð vegna algengra bóluefna.

 

Hlé var gert á tilraunum AstraZeneca, þegar einn þátttakandinn var lagður á sjúkrahús með mænusýkingu. Sýkingin kann að vera algerlega ótengd bóluefninu, en komi fleiri slík tilvik í ljós, verður bóluefnið trauðla samþykkt.

 

# Í versta falli: Efasemdir um alvarlegar aukaverkanir leiða til þess að bóluefnið verður ekki samþykkt.

# Í besta falli: Mildar aukaverkanir hrjá fáa – í mesta lagi helming.


[forminator_poll id=”9457″]

Vernd

Hversu vel verndar bólusetning mann?

Þrátt fyrir bólusetningu mun kórónuveiran áfram geta smitað menn, þar sem gaddaprótínið á yfirborði veirunnar tengist svonefndum ACED – viðtaka á frumu manns

Veiran SARS – CoV-2 mun í fyrstu eftir bólusetningu áfram geta smitað menn. Bóluefnið vinnur fyrst og fremst bug á veirunni fyrir tilverkan ónæmiskerfisins.

 

Varfærnar vonir vísindamanna felast í að draga megi úr öllum einkennum veikinnar hjá þeim sem eru bólusettir, og að ekki þurfi lengur að leggja þá inn á sjúkrahús.

 

Í tilraun Moderna náði bóluefnið að vinna á sjúkdómseinkennum í öndunarvegi og lungum, eftir að 24 rhesusapar voru smitaðir. Það væri í sjálfu sér frábær árangur, en fyrstu niðurstöður frá lyfjaframleiðandanum Pfizer benda til enn betri verkunar.

 

Bóluefni Pfizers myndaði 1,8 – 2,8 sinnum meira mótefni gegn veirunni, heldur en myndaðist hjá fyrri smituðum sjúklingum. Margt bendir til að mótefnin geti unnið á veirunni.

Ósennilegt er að það takist að þróa bóluefni sem stöðvar útbreiðslu veirunnar algerlega. Eins er ekki vitað hve lengi vörn bólusetningar muni duga.

 

# Í versta falli: Bólusetning tryggir ónæmi í fáeina mánuði.

# Í besta falli: Ónæmið varir í fimm ár.

Samfélagsáhrif

Það ræðst af því hve skilvirkt bóluefnið reynist hversu lengi við þurfum að gæta fjarlægðar milli manna og bera grímu.

Fólk bregst afar mismunandi vel við bólusetningu. Infúensubólusetning getur t.d. vissulega verndað marga, en sumir fá samt sem áður flensuna.

Besta bóluefnið – sem er gegn mislingum – veitir 97% vörn.

 

Samkvæmt bandaríska sóttvarnarlækninum Anthony Fauci þykir bóluefni sem virkar á helming manna afar gott. En hann vonast eftir að ná 75% virkni.

 

Bóluefni sem veita skilvirkari og langvinnari ónæmi, koma kannski fyrst eftir aðra eða þriðju kynslóð þeirra, eftir því sem vísindamenn öðlast betri þekkingu á veirunni. Þá verður hægt að betrumbæta bóluefni í því sem vísindamenn nefna 4. fasa. 

 

# Í versta falli: Bóluefnið ver mest helming manna, og faraldurinn dregst á langinn.

# Í besta falli: Bóluefni ver meira en 70% manna gegn COVID – 19, og samfélagið myndar smám saman hjarðónæmi.

BIRT: 06/11/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is