Tækni

4 – 3 – 2 – 1 sprenging!

Í heimshöfunum er að finna meira en milljón gömul tundurdufl. Hvellhettur þeirra eru oft furðu heillegar en ein af annarri eru þær fundnar og sprengdar af sérfræðingum frá flotum fjölmargra landa. Tundurduflin eru staðsett með því að rannsaka hafið með ómsjá og því næst sprengja kafarar og smákafbátar duflin.

BIRT: 04/11/2014

Fundinn! Á skjá sínum hefur leiðangursmaður komið auga á aflangan grunsamlegan hlut á hafsbotni, 70 m undir skipinu. Hann stækkar upp myndina og plottar stöðuna inn á rafrænt sjókort með sentimetra nákvæmni.

 

Síðar um daginn mun fjarstýrður smákafbátur verða sendur niður til að taka nærmyndir af þeim grunsamlegu hlutum sem fundust. Reynist þetta vera tundurdufl heldur kafbáturinn aftur niður í djúpið – í þetta sinn með sprengju í farangrinum – og tundurduflin eru sprengd upp.

 

Tundurduflahreinsun er ekki lengur hættulegt verkefni fífldjarfra kafara. Nú á dögum eru þetta vísindi sem nýta hátæknilegan búnað smákafbáta og GPS til að hreinsa heimshöfin af þessum duldu og lífshættulegu tundurduflum. Lifandi vísindi héldu með til sjós til að fylgjast með leitinni og sjá hvernig hún fer fram.

 

Ómsjáin skannar djúpið

 

Hinn breski Antony Beer hjá Royal Navy er tundurduflahreinsari. Starf hans fer að mestu fram um borð í tundurduflaslæðaranum HMS Brocklesby þar sem mikilvægasta verkfæri hans er ómsjáin.

 

Ómsjáin sendir geisla af hátíðnihljóði skáhallt niður að hafsbotninum. Hljóðið sópast yfir botninn nánast eins og bílljós á dimmum sveitavegi og hluti hljóðsins endurvarpast sem bergmál. Bergmál þetta er meðhöndlað í tölvuforriti og skilar sér sem skjámynd af hafsbotninum. „Reyndar þrengir ómsjáin sér nokkuð ofan í hafsbotninn þannig að þó að tundurdufl sé grafið undir sandinum komum við oft auga á það,“ útskýrir Antony Beer.

 

Þjálfað auga hans gerir sjaldan mistök en yfirborð hluta geta verið svo gróin að senda þarf kafara niður eða kanna fyrirbærið nánar með fjarstýrðum smákafbáti áður en unnt er að skera úr um hvort þarna sé tundurdufl á ferðinni. Reynist sú vera raunin er tvennt til ráða: liggi duflið minna en kílómetra frá kapli eða olíu – eða gasleiðslu þarf að flytja tundurduflið áður en það er sprengt. Í slíkum tilvikum halda kafarar niður og koma böndum á duflið áður en því er varfærnislega lyft upp og það flutt burt.

 

Séu engir kaplar eða leiðslur í nágrenninu er duflið sprengt upp á staðnum. Í sumum tilfellum sjá kafarar um að festa 10 kg sprengiefni utan á gömul tundurdufl en sú vinna er alls ekki hættulaus og fjarstýrðir smákafbátar hafa því tekið við mestum hluta á svo hættulegu starfi. Kafbátarnir geta aukinheldur starfað á meira dýpi en kafarar.

 

40 kg sprengjuhleðslu er komið fyrir í kafbátnum og honum síðan stýrt nærri tundurduflinu. Þar sleppir hann sprengjuhleðslunni rétt eins og um sprengiflaug væri að ræða. Fyrst þegar smákafbáturinn er kominn í örugga fjarlægð er kveikt á hvellhettunni frá tundurduflaslæðaranum. Það gerist rafrænt og þrýstingur frá hinu litla „sympathy-detonation“ eins og tundurduflahreinsararnir kalla það, nægir til að sprengja upp hleðsluna í gamla duflinu. Það geta verið allt að 600 kg af TNT þannig að sekúndum síðar brýst risavaxin loftbóla upp í gegnum yfirborðið og augnabliki seinna stendur allt að 50 m há súla af vatni og reyk upp í loftið.

 

Milljón tundurdufl leynast í djúpinu

 

Ef skip hefði verið statt rétt yfir sprengingunni hefði það að líkindum brotnað í tvennt. Í besta falli hefði það sloppið með stórt gat á skrokkinum.

 

Jafnvel úr fjarlægð er það hrikaleg upplifun að sjá slíka sprengingu. Sjómenn um borð eru auðveldlega drepnir eða limlestir af höggbylgjunni frá sprengingunni og rafbúnaður skipsins eyðileggst þannig að það siglir vart meira.

 

Að leggja tundurdufl gengur hratt fyrir sig. En að finna þau aftur og gera óskaðleg er bæði dýrt og torsótt. Það veit Antony Beer allt um, því að á góðum degi geta hann og félagar hans einungis fundið og eyðilagt þrjú tundurdufl. En það þýðir þrátt fyrir allt þremur tundurduflum færra á hafsbotni og þó að Antony Beer hafi um 20 ára skeið leitað uppi tundurdufl, þreytist hann aldrei á að sjá og heyra þau eyðilögð.

 

Aðgerðin sem hann tekur þátt í er hluti af stærri NATO-æfingu þar sem tundurduflaslæðarar frá fjölmörgum löndum sameinast um að leita uppi og hreinsa gömul tundurdufl. Löndin skiptast á um að hafa forystu í þessu verkefni og í þessum leiðangri er það danska skipið Thetis sem fer í forystu.

 

Hvorki Antony Beer né aðrir tundurduflaleitendur hjá NATO eiga hættu á að missa vinnuna því talið er að enn sé að finna um milljón gömul tundurdufl, botndufl, og sprengjur frá flugvélum í heimshöfunum. Sum þeirra má rekja aftur til fyrri heimsstyrjaldar, en langflest eru leifar úr síðari heimsstyrjöldinni og í þau skipti sem tæknimenn hafa varfærnislega tekið tundurdufl í sundur geta þau staðfest að hvellhettan er enn fullvirk.

 

Sjómenn fá dufl í netin

 

Rafhlöðurnar sem á sínum tíma virkjuðu hvellhetturnar hafa vissulega fyrir löngu tæmst og það er ekki lengur hættulegt að sigla yfir duflin en bein snerting er ennþá áhættusöm. Jafnvel minnsta högg á gamalt tundurdufl getur orsakað banvæna sprengingu og sé tundurdufl flutt upp á land eykst áhættan enn frekar, þar sem sprengiefnið verður óstöðugt þegar duflið liggur í sólinni og þornar.

 

Þrisvar til fjórum sinnum á viku fá evrópskir sjómenn gömul tundurdufl eða sprengjur í net sín og árið 2005 fór illa fyrir þrem hollenskum sjómönnum. Þeir létu allir lífið þegar gömul sprengja sprakk þegar þeir drógu netið um borð. Símafyrirtæki og olíu- og gasiðnaðurinn neyðast einnig til að fara afar varfærnislega við að leggja kapla og leiðslur á hafsbotninn því tundurduflin er að finna út um allt og sjaldnast er hægt að reiða sig á þau kort sem stríðandi lönd unnu yfir sprengjubelti sín. Að hluta til voru sprengjurnar ekki alltaf lagðar eftir áætlun en einnig geta sanddæluskip eða togarar hafa flutt þau til.

 

 

Ofan á þennan mikla fjölda tundurdufla koma sprengjur úr flugvélum. Margar slíkar er að finna í t.d. Norðursjó. Þær eru upprunnar frá sprengjuflugvélum sem þurftu að snúa heim án þess að hafa losað sinn lífshættulega farm. Þar sem þær gátu ekki lent með sprengju fasta við flugvélina neyddust þær að varpa þeim í hafið fyrir lendingu.

 

Fyrstu duflin kröfðust snertingar

 

Tundurdufl eru gömul vopn. Kínverjar notuðu frumstæð dufl þegar á 16. öld rétt eins og bæði Norðurríkjamenn og Suðurríkjamenn nýttu sér duflin í borgarastríðinu. Þessi dufl sprungu þá fyrst við að komast í beina snertingu við skip og hið sama má segja um meira en 300.000 dufl sem voru lögð í höfin í fyrri heimsstyrjöldinni.

 

Þau flutu á yfirborðinu eða voru fest við hafsbotninn með keðjum og mörg þeirra voru „hyrnd” og sprengingin varð þegar skip rákust á þau og horn brotnaði af. Heil 1.280 skip voru sprengd með duflum í fyrri heimsstyrjöldinni.

 

Í síðari heimsstyrjöld urðu tundurduflin enn þróaðri. Nú þurftu skipin ekki lengur að snerta duflin. Nýir nemar gátu t.d. brugðist við þeirri litlu breytingu sem gerist í segulsviðinu þegar skip siglir yfir tundurdufl. Aðrir nemar voru stilltir á að bregðast við hljóðum frá skrúfum skipsins þannig að koma mátti duflunum á hafsbotninn eða í keðju rétt yfir hafsbotninum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Hvert skipið af öðru fórst og samtals 1.052 skip. Stór hafsvæði voru svo hættuleg að enginn vogaði að sigla um þau – t.d. voru um 200.000 dufl lögð á siglingaleiðum við Ísland.

 

Að stríði loknu hófst umsfangsmikið hreinsunarstarf þar sem í fyrstu var leitast við að hreinsa siglingaleiðir frá opnu hafi og inn í stærstu hafnir. Margar slíkar siglingaleiðir eru ennþá eini öruggi aðgangur stærri skipa til hafna og því neyðast mörg skipin að fara nákvæmlega eftir þeim.

 

Mörg gömul sprengibelti er enn að finna á sjókortum þar sem þau eru merkt með „Mine Danger Area“. Eftir hreinsun geta slík svæði talist til „Former Mine Area“ en menn geta aldrei verið 100% öruggir. Þrátt fyrir að sprengjubelti verði nákvæmlega og kerfisbundið kannað er auðvelt að yfirsjást tundurdufl sem dylst grafið undir hafsbotni þannig að ómsjáin finnur það ekki. Gangi hreinsunin svo vel að 80% líkur eru á að ekki finnist fleiri tundurdufl má það teljast viðunandi árangur.

 

Jafnvel eftir síðari heimsstyrjöld hafa fjölmörg tundurdufl verið lögð í höfin.

 

 

Það gerðist m.a. í Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu sem og í fyrsta Flóastríðinu. Tvö bandarísk skip hlutu þar alvarlegan skaða af tundurduflum.

 

Samkvæmt alþjóðlegum samningum er landi skylt að færa nákvæmlega í bækur hvar tundurdufl eru sett, en gera það ekki í mörgum tilvikum. Á sama máta er einnig bannað að nota tundurdufl sem fljóta frjáls um.

 

En þær reglur halda ekki alltaf. Þar sem duflin eru tiltölulega ódýrt vopn má dreifa þeim skjótt – einnig á átakasvæðum þriðja heimsins. Þau eru að sjálfsögðu vopn sem nýtast til varnar og sóknar í átökum framtíðar til sjós – eða jafnvel af hryðjuverkamönnum sem með fáeinum tundurduflum geta lamað mikilvægar hafnir.

 

Tundurdufl framtíðar verða auk þess langtum fágaðri þar sem rafeindatækni nútímans gerir kleift að kóða þau þannig að þau t.d. sprengi þá fyrst þegar níunda skip í skipalest siglir yfir þau eða þegar skip af tiltekinni gerð fer hjá.

 

Þróuðustu tundurduflin eru jafnvel svo sérhæfð að þau virka einungis á afmörkuð skip þar sem rafbúnaður duflsins er fóðraður með upplýsingum um segulsvið skipsins og skrúfuhljóð þess – upplýsingar sem má fyrirfram ná í með hlustunarstöðvum á hafsbotni. Meðan tundurdufl fortíðar voru búin málmkápu sem gerir kleift að spora þau uppi mörgum árum síðar geta tundurdufl framtíðar verið úr glertrefjum.

 

Kannski verða þau jafnvel fær um að grafa sig sjálf niður – og þá verða kröfurnar til hreinsunar tundurdufla í framtíðinni ennþá meiri.

 

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

3

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

4

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

5

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

6

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Á miðöldum gerði fólk þarfir sínar á götum úti og kastaði innihaldi næturgagnsins út um glugga. Betri lausnir litu smám saman dagsins ljós og m.a. vatnssalerni, salernispappír og klósettsetur áttu eftir að breytu ýmsu.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is