Search

5 ástæður þess að okkur á að þykja vænt um fituna

Fita hefur á sér illt orð en í raun réttri eru 10-15 kg af spiki okkur lífsnauðsynleg.

BIRT: 20/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Fita heldur frumunum saman

Stóran hluta af fitu líkamans er að finna sem þunnt lag af fitusýrum umhverfis frumurnar þar sem fitan bæði aðgreinir þær og heldur þeim saman.

 

Taugafrumur heilans fela í sér einkar mikla fitu sem eykur hraða taugaboðanna.

 

2. Fituvefur viðheldur ónæmiskerfinu

Fituvefurinn er ekki einungis óvirkur fituforði, heldur er um að ræða virk líffæri sem framleiða estrógen, leptín og hartnær 25 önnur hormón og hormónalík efni.

 

Starfsemi þessi hefur áhrif um gjörvallan líkamann og stjórnar m.a. efnaskiptum og ónæmiskerfinu.

 

3. Umframorka safnast upp í fitu

Fita gagnast betur en kolvetni og prótein til að geyma umfram orku eftir máltíð.

Fitan felur í sér helmingi meiri orku, auk þess sem vatn binst ekki í henni. Þetta heftir umfangið á  orkuforða líkamans.

 

4. Há fituprósenta ver gegn kulda

Fituprósenta hvítabjarna er yfir 50 af hundraði og fyrir vikið tekst björnum þessum að halda á sér hita í jökulköldu Íshafinu, því fitan undir húð þeirra einangrar mjög vel gegn kulda.

 

Þó svo að fituprósentan nemi aðeins fimmtíu af hundraði ver fitan fjarska vel gegn kulda.

 

5. Brún fita ver okkur einkar vel gegn kulda

Frumurnar breyta næringarefnum að öllu jöfnu í sameindina ATP, sem virkjar ýmiss konar starfsemi í líkamanum.

 

Svonefnd brún fita getur breytt framleiðslu sameindarinnar og brennt orkunni í staðinn sem hita ef okkur verður kalt.

Fitustaðreyndir:

  • Fituforðinn er eins konar bandvefur sem er að finna undir húðinni.

 

  • Hver og ein fitufruma er aðeins um 0,1 mm í þvermál og næstum allt innihald hennar er að hluta til fljótandi.

 

  • Því fleiri orkurík næringarefni sem fitufrumurnar taka upp úr blóðinu og breyta í fitu, þeim mun stærri verður fruman.

BIRT: 20/04/2023

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN OG KAREN GRUBBE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is