Náttúran

Rækja byggir þrýstibúning úr áli

10.000 metrum undir sjávarmáli hefur hugvitsöm rækja fundið upp áhrifaríka aðferð til að komast af: álskjöld sem þolir þrýsting djúpsins.

BIRT: 11/04/2023

Hafdjúpin skapa einhver erfiðustu lífsskilyrði á jarðríki og það þarfnast uppfinningasemi að lifa þar af.

 

Krabbadýr á borð við rækjur lifa yfirleitt ekki neðar en á 4.500 metra dýpi. Þar verður þrýstingur of mikill og sjórinn of súr.

 

Sýran tærir kalkskelina sem þá lætur undan þrýstingnum.

 

Japanskir vísindamenn urðu því vægast sagt forviða þegar þeir uppgötvuðu nýlega rækjulíka lífveru á 10.000 metra dýpi í Challengergjánni undan ströndum Filippseyja, dýpsta hafsvæði heims.

 

Styrkja skel sína með áli

Nánari rannsóknir sýndu að dýrið sem ber latneska heitið Hirondellea gigas, styrkir skelina með húð úr áli.

 

Þessi uppgötvun var þó bara enn merkilegri ráðgáta, því í sjó er sáralítið af áli. Dýrið hlaut því að hafa fundið málminn annars staðar.

Rækjan styrkir skelina með álhúð til að standast þrýsting á meira en 10.000 metra dýpi.

Býr til álskjöld í þarminum

Vísindamennirnir hófu nú tilraunir á seti af botni Challenger-gjárinnar.

 

Í rannsóknastofunni sköpuðu þeir sömu efnaskilyrði og í meltingarvegi rækjunnar og þá birtist svarið.

 

Sýra í meltingarveginum ásamt leifum plöntufæðu skapa aðstæður til að vinna áljónir úr setinu. Þetta krabbadýr étur sem sagt set á hafsbotni til að ná í málminn.

 

Úr meltingarveginum berast áljónir út í kalkskelina og þegar þær komast í snertingu við sjó myndast efnið alumíníumhýdroxíð sem leggst yfir skelina eins og skjöldur.

 

Þannig myndast þrýstibúningur sem stenst þrýstinginn á þessu dýpi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© Daiju Azuma

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is