Menning og saga

Aðgerðasinnar vilja risastíflur burt

Hún er á hæð við 32-hæða byggingu og hefur í meira en áttatíu ár verið mitt í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu, en verður nú að líkindum fjarlægð og náttúran endurheimt. Og saga þessi er ekki einstök. Víðsvegar um heim allan vilja umhverfissinnar stíflur fjarlægðar.

BIRT: 22/01/2024

Eins og massífur 95 metra hár múr stendur O’Shaughnessy-stíflan þvert yfir dalinn og stíflar fljótið.

 

Að baki henni er 12 km langt uppistöðulón, sem í meira en 80 ár hefur geymt eina af náttúruperlun Kaliforníu, Hetch Hetchy-dalinn. Frá því að stíflan var reist árið 1923 hefur dalurinn legið á kafi undir vatninu, en á þessu kann að verða breyting: Opinber skýrsla getur rutt veginn að því að stíflan verði fjarlægð.

 

Ef stjórnmálamenn í Kaliforníu ákveða að endurheimta Hetch Hetchy-dalinn, verður stærsta stífla sögunnar til þessa rifin niður til að endurheimta náttúru.

 

Það er þó ekki einungis í BNA sem stórar stíflur hafa fallið í ónáð. Víðsvegar í heiminum eykst andstaða gegn þessum gríðarlegu byggingum, sem í mörgum tilvikum hafa falið í sér fleiri ókosti en kosti – og í stökum tilfellum orsakað hamfarir.

 

Hetch Hetchy-dalurinn er í Yosemite-þjóðgarðinum, sem árlega dregur til sín 3,5 milljónir ferðamanna. Þjóðgarðurinn er á stærð við Fjón og m.a. þekktur fyrir fjölmarga fossa sína og vötn. En fáir halda til Hetch Hetchy-dalsins því þar er ekki margt annað að sjá en uppistöðulónið.

 

Þar sem vatnið er hluti af vatnsöflun fyrir San Fransisco má hvorki baða sig í því né sigla á því.

 

Stíflan hefur um áratuga skeið verið þyrnir í augum náttúruunnenda. Ekki síst þar sem þeir vita að undir þessu mikla vatni leynist undursamlegt klettalandslag, sem Toulumne-fljótið rann um, allt þar til að stíflan var reist.

 

Aðgerðasinnar að störfum

Upprunalega stíflan var 68 metra há, en árið 1938 var hún hækkuð í núverandi hæð sem samsvarar byggingu með 32 hæðir.

 

Þegar stíflan var byggð voru miklar deilur um hvort hæfilegt væri að reisa stíflu mitt í þjóðgarði, en það var fyrst fyrir um 20 árum að andstæðingar skipulögðu sig og tóku að rannsaka hvernig fjarlægja mætti stífluna til að endurheimta upprunalegt landslag.

 

Til að vekja athygli á málstað sínum máluðu aðgerðasinnar eitt sinn stóra „sprungu“ á stífluveginn og skrifuðu með stórum bókstöfum: Free the rivers – Frelsið fljótin.

 

Auk þess gáfu þeir út skýrslu eftir skýrslu um hina „glötuðu paradís“ eins og dalurinn var einatt nefndur, en fram til ársins 2004 fór baráttan gegn stíflunni einkum fram í grasrótarsamtökum.

 

Það var ekki fyrr en nýi fylkisstjórinn, Arnold Shwarzenegger, komst til valda, sem sett var á laggirnar opinber rannsókn á kostum og ókostum þess að fjarlægja O’Shaughnessy-stífluna.

 

Milljónir tonna af steypu þarf að fjarlægja

Skýrslan kom út síðasta sumar og inniheldur nákvæma lýsingu á afleiðingum þess að fjarlægja stífluna. Því kemur það nú í hlut stjórnmálamanna að ákvarða hvort stíflan eigi að víkja fyrir náttúrunni – nokkuð sem myndi taka fjölmörg ár og vera afar kostnaðarsamt.

 

Áætlað er að kostnaðurinn gæti numið milli þriggja og tíu milljarða dala.

 

Á meira en 400 stöðum í BNA er þegar búið að leggja niður gamlar stíflur og þrátt fyrir að nýjar séu enn byggðar, þá minnkar samanlagður fjöldi slíkra í BNA um þessar mundir. Fyrst um sinn eru það einkum minni stíflur en nokkrar stærri stíflur hafa einnig verið fjarlægðar.

 

Á heimsvísu er þó enn mikið byggt – um 1.500 stórar stíflur eru ráðgerðar eða í byggingu, þar af langflestar í þróunarlöndunum.

 

Verði raunin sú að stíflan í Hetch Hetchy-dalnum verði rifin, verður það gríðarlega flókið verkefni.

 

Stíflugarðinn má fjarlægja á þrjá vegu þegar uppistöðulónið er tæmt: Það má sprengja hann, saga hann í minni stykki með sérstökum demantssögum eða brjóta hann niður með loftborum.

 

Óháð hvaða tækni verður fyrir valinu, þarf að fjarlægja feiknarlegt magn af steypu, því hvorki meira né minna en hálf milljón rúmmetra af steypu var notuð í stífluna.

 

Afar fá fljót renna óheft

Fjarlæging steypunnar er einungis eitt fjölmargra vandamála, því sem dæmi fær San Fransisco 85% af drykkjarvatninu úr þjóðgarðinum, en þaðan er vatnið leitt í 250 km langri leiðslu inn til borgarinnar.

 

Vatnið frá Hetch Hetchy-garðinum er svo óvanalega hreint að flytja má það nánast beint til neytanda. Verði stíflan fjarlægð getur San Fransisco enn fengið vatn frá fljótinu í þjóðgarðinum, en miklu þarf að kosta til svo það verði jafn hreint og áður, segir í skýrslunni.

 

Einnig kemur þetta niður á rafmagnsnotkun San Fransiscobúa, því orkuverið við stífluna skilar árlega 1,7 milljarði kílówattstunda – sem nægir til að mæta þörfum um þriðjungi íbúa svæðisins.

 

Það eru því með öðrum orðum margvíslegar spurningar sem vakna og því er Hetch Hetchy sagan gott dæmi um hve flókið getur verið að endurheimta náttúrulegt ástand landsvæða.

 

Víðsvegar í heiminum berjast umhverfisverndarsinnar fyrir því að fjarlægja þær stíflur sem þeir telja að geri meiri skaða en gagn, t.d. með því að eyðileggja fiskistofna eða flæða yfir verðmætt akurlendi.

 

Og víst er að stíflurnar eru margar. Nánast öll stærstu fljót heims eru í dag hlekkjuð og rennsli þeirra stýrt af um 45 þúsund stórum stíflum.

 

En það eru ævinlega tvær hliðar á slíkum málum. Stífla getur t.d. tryggt að vatn sé til ráðstöfunar allt árið um kring, hún getur hindrað að fljót renni yfir bakka sína og orkuna má nýta með umhverfisvænum hætti.

 

Hins vegar staðhæfa andstæðingar að stíflugerð sé alvarlegt inngrip í náttúruna og að uppistöðulón neyði fólk frá heimilum sínum. Þeir benda einnig á að aðrir valkostir séu til staðar, t.d. með fleiri minni stíflum fremur en einni stórri, eða að vatninu megi einnig safna í stór rými neðanjarðar.

 

Hamfarir þaggaðar niður

Einnig er hættan vegna stíflurófs ein helsta röksemd andstæðinga. Þrátt fyrir að flestar af stærstu stíflum heims séu traustar og vel byggðar, eru til undantekningar.

 

Í Kína er að finna þúsundir af stíflum frá miðri síðustu öld sem eru í afar bágbornu ástandi. Ekki er ljóst hvað verður um þær, því mun meiri metnaður er lagður í að byggja nýjar stíflur en að lappa upp á gamlar.

 

Árið 1975 gekk allt úrskeiðis: Eftir mikið úrfelli í Henan-héraði brast ein minni stíflan og flóðbylgja skall á hinni 120 metra háu Banquao-stíflu. Sú stóðst ekki álagið og sendi sex metra háan múr af vatni gegnum dalinn neðan stíflunnar.

 

Um 700 milljón rúmmetrar ruddust fram og áætlað er að milli 80 þúsund og 200 þúsund manns hafi farist. Ekki er vitað um nákvæman fjölda þar sem hamfarirnar voru þaggaðar niður.

 

Svo seint sem á síðasta ári komu fram alvarlegar sprungur í annars glænýrri og 200 metra hárri Campfoss Novos-stíflu í Brasilíu. Þar sem þetta gerðist á þurrkatíma var hægt að hindra ógnarlegar hamfarir.

 

Dalurinn verður leðjulandslag

Stíflan í Hetch Hetchy-dalnum hefur þó aldrei verið til vandræða. Og að einu leiti er uppistöðulónið frábrugðið öðrum lónum. Frá því að stíflan hefur verið í notkun í 84 ár er einungis fárra metra leðjulag á botninum.

 

Á mörgum öðrum stöðum í heiminum er setið svo öflugt að það fyllir uppistöðulónin með tímanum og gerir þau ónothæf.

 

Engu að síður bendir skýrslan um Hetch Hetchy-dalinn á að leðjan á botninum feli í sér mikið vandamál, verði stíflan fjarlægð.

 

Segja má að fram komi þá eitt allsherjar eðjulandslag. Eigi að fjarlægja leðjuna er það bæði tímafrek og óþrifaleg vinna. Og þegar leðjan er horfin, vaknar önnur spurning:

 

Ber að hjálpa náttúrunni með því t.d. að planta þeim gróðri sem upphaflega óx í dalnum eða á að láta náttúruna hafa sinn gang og endurheimta smám saman dalinn drukknaða?

 

Hve miklu skal kosta til til að endurheimta fiskistofna í Tuolumne-fljótinu? Með öðrum orðum má því segja: Það er nánast jafn flókið að fjarlægja stóra stíflu eins og að byggja hana!

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.