Af hverju blæðir úr hematítsteinum þegar skorið er í þá?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hematítsteinar, einnig nefndir járnglans, eru úr járnoxíði. Vissulega lítur út fyrir að blæði úr þessu bergi þegar skorið er í það, a.m.k. ef notuð eru alvöruverkfæri þar sem vatn er notað til kælingar.

 

Ástæða „blæðingarinnar“ er sú að hematít er efnafræðilega sama efni og ryð. Hér er í báðum tilvikum um að ræða járnoxíð og efnafræðiformúlan er Fe2O3. Þegar rykið úr skurðinum, eða sagarfarinu, blandast vatni, fær það á sig dökkrauðan lit. Við þekkjum þessa vatnsblöndu best sem mýrarauða. Þetta er í rauninni sama efni og kemur þegar skrúfað er frá krana eftir að vatnið hefur legið lengi í ryðgaðri vatnsleiðslu. Þegar hematít er t.d. notað í skartgripi er steinninn yfirleitt dökkur og skínandi.

 

Í Rómverskri goðafræði tengdist hematít stríðsguðnum Mars og sagt er að hermenn hafi smurt á sig blóðlitaðri blöndu hematíts og vatns til töfraverndar í orrustu. Hematít er nú mikilvægt hráefni í járniðnaði og er mikið af því í norðausturhluta Bandaríkjanna og á Vestur-Grænlandi.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is