Af hverju breytir tunglið um lit?

Hvernig stendur á því að tunglið skuli stundum vera hvítt eða fölgrátt, en stöku sinnum allt að því appelsínugult að sjá?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar tunglið er niðri undir sjóndeildarhring verður það rauðleitara að sjá en þegar það er hátt á himni. Ástæðan er sú að gufuhvolf jarðar dreifir ljósinu. Dreifingin er misjöfn eftir litum og blátt ljós, sem er á stuttri bylgjulengd, dreifist meira en rautt ljós á lengri bylgjulengd. Þegar tunglið ber lágt yfir sjóndeildarhring þarf ljósið að fara lengri leið gegnum gufuhvolfið áður en það nær augum okkar.

 

Á leiðinni dreifist bláa ljósið til allra átta og það ljós sem nær alla leið er þess vegna talsvert rauðleitt. En sé tunglið hátt á himni fer ljósið mun styttri vegalengd um gufuhvolfið og megnið af bláa ljósinu nær því líka alla leið. Það skapar hvíta litinn.

 

Sama fyrirbrigði sjáum við hjá sólinni sem verður allt að því hvít þegar hún er hæst á himni, en verður rauðleitari við sólarupprás og sólarlag.

 

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is